Framúrskarandi vísindakona Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 09:01 Það var gaman að heyra um hina framúrskarandi vísindakonu Unni Þorsteinsdóttur sem talin er vera áhrifamesta vísindakona í Evrópu og sú fimmta í heiminum. Vísindaheimurinn hefur lengi verið ansi karllægur og vísindakonur ekki beinlínis átt upp á pallborðið þar. Ef við miðum við Nóbelsverðlaunin þá hafa þau einungis verið veitt 954 einstaklingum frá árinu 1901 til 2022 eða til 894 karla og 60 kvenna og er hlutfall kvenna rúm 6%. Verðlaunin skiptast milli hinna 60 kvenna þannig að 18 konur hafa fengið friðarverðlaunin, 17 bókmenntaverðlaunin og 25 sinnum hafa konur í vísindum fengið Nóbelsverðlaunin sem skiptast á fjórar greinar þannig að 4 konur hafa fengið þau í eðlisfræði, 8 í efnafræði, 2 í hagfræði og 12 í lífeðlisfræði eða læknifræði. Fimm vísindamenn hafa fengið Nóbelinn tvisvar og er hin fransk-pólska Marie Curie-Sklodowska ein þeirra, en hún fékk þau árið 1903 í eðlisfræði með tveimur öðrum vísindamönnum og ein í efnafræði árið 1911. Dóttir Marie fékk verðlaunin í efnafræði ásamt eiginmanni sínum árið 1935 og eru þær einu mæðgurnar sem hafa fengið þau. Feðgar hafa fengið Nóbelsverðlaunin sex sinnum og til fróðleiks má nefna hina dönsku Bohr-feðga, Niels sem fékk þau árið 1922 í eðlisfræði og son hans Aage Niels einnig í eðlisfræði árið 1975. Árið 2020 fengu tvær konur verðlaunin saman í efnafræði í fyrsta sinn fyrir CRISPR-tæknina sem nota má til að breyta erfðamengi lífvera, sem tengist rannsóknum Unnar. Á þjóðþingum fyrri tíma sátu karlar í valdi eigna, aldurs og stéttar sem töldu að konur þyrftu enga menntun til að reka heimili og ala upp börn. Það voru þó til heimili sem sáu um að dætur fengu menntun heima á við synina þó skólar væru stúlkum lokaðir. Konur sáu fljótt að án kosningaréttar væru þær valdalausar og þær vildu jafnrétti á við karla enda um helmingur mannkyns. Á seinni hluta 19. aldar fóru konur að rísa upp og krefjast aukinna mannréttinda og menntunar á við karla. Menntun gerir fólk frjálst enda er það fyrsta sem kúgandi valdhafar afnema er menntun kvenna og fjölmiðafrelsi og er svo enn þann dag í dag. Konur í Evrópu gátu sótt háskóla og fengu almennt kosningarétt um og eftir aldamótin nítján hundruð. Það er svo grátlega stutt síðan og enn er bakslag að koma í baráttuna fyrir réttindum kvenna. Það er því mikið fagnaðarefni þegar íslensk kona hlýtur viðurkenningu í alþjóðlega samfélaginu. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Jafnréttismál Háskólar Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Sjá meira
Það var gaman að heyra um hina framúrskarandi vísindakonu Unni Þorsteinsdóttur sem talin er vera áhrifamesta vísindakona í Evrópu og sú fimmta í heiminum. Vísindaheimurinn hefur lengi verið ansi karllægur og vísindakonur ekki beinlínis átt upp á pallborðið þar. Ef við miðum við Nóbelsverðlaunin þá hafa þau einungis verið veitt 954 einstaklingum frá árinu 1901 til 2022 eða til 894 karla og 60 kvenna og er hlutfall kvenna rúm 6%. Verðlaunin skiptast milli hinna 60 kvenna þannig að 18 konur hafa fengið friðarverðlaunin, 17 bókmenntaverðlaunin og 25 sinnum hafa konur í vísindum fengið Nóbelsverðlaunin sem skiptast á fjórar greinar þannig að 4 konur hafa fengið þau í eðlisfræði, 8 í efnafræði, 2 í hagfræði og 12 í lífeðlisfræði eða læknifræði. Fimm vísindamenn hafa fengið Nóbelinn tvisvar og er hin fransk-pólska Marie Curie-Sklodowska ein þeirra, en hún fékk þau árið 1903 í eðlisfræði með tveimur öðrum vísindamönnum og ein í efnafræði árið 1911. Dóttir Marie fékk verðlaunin í efnafræði ásamt eiginmanni sínum árið 1935 og eru þær einu mæðgurnar sem hafa fengið þau. Feðgar hafa fengið Nóbelsverðlaunin sex sinnum og til fróðleiks má nefna hina dönsku Bohr-feðga, Niels sem fékk þau árið 1922 í eðlisfræði og son hans Aage Niels einnig í eðlisfræði árið 1975. Árið 2020 fengu tvær konur verðlaunin saman í efnafræði í fyrsta sinn fyrir CRISPR-tæknina sem nota má til að breyta erfðamengi lífvera, sem tengist rannsóknum Unnar. Á þjóðþingum fyrri tíma sátu karlar í valdi eigna, aldurs og stéttar sem töldu að konur þyrftu enga menntun til að reka heimili og ala upp börn. Það voru þó til heimili sem sáu um að dætur fengu menntun heima á við synina þó skólar væru stúlkum lokaðir. Konur sáu fljótt að án kosningaréttar væru þær valdalausar og þær vildu jafnrétti á við karla enda um helmingur mannkyns. Á seinni hluta 19. aldar fóru konur að rísa upp og krefjast aukinna mannréttinda og menntunar á við karla. Menntun gerir fólk frjálst enda er það fyrsta sem kúgandi valdhafar afnema er menntun kvenna og fjölmiðafrelsi og er svo enn þann dag í dag. Konur í Evrópu gátu sótt háskóla og fengu almennt kosningarétt um og eftir aldamótin nítján hundruð. Það er svo grátlega stutt síðan og enn er bakslag að koma í baráttuna fyrir réttindum kvenna. Það er því mikið fagnaðarefni þegar íslensk kona hlýtur viðurkenningu í alþjóðlega samfélaginu. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun