Ákall til bæjarfulltrúa um hófsemi! Eiður Stefánsson skrifar 8. nóvember 2022 15:30 Hart er lagt að verkalýðshreyfingunni að gæta hófsemi í launakröfum í yfirstandandi kjaraviðræðum, stefið er að of háar kröfur myndu hleypa verðbólgunni upp. Það gleymist hisvegar að það sem af er ári hafa heimilin sýnt gríðarlegan sveigjanleika til að mæta verðhækkunum á mat, eldsneyti og öðrum aðföngum í skugga stríðs og heimsfaraldurs. Þá er ótalin hækkun stýrivaxta með tilheyrandi áhrifum á lánaafborganir og leigugreiðslur. Krafan þarf að ná til allra Verkalýðshreyfingin byggir á samtakamætti og í krafti fjöldans höfum við náð fram kjarabótum og réttindum sem í dag teljast sjálfsögð. Þegar illa árar í samfélaginu, eða líkt og nú á heimsvísu, er eðlilegt að gera kröfu á hófsemi, en sú krafa þarf að ná til allra. Þar ættu að sitja jafnt til borðs, verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur, ríki og sveitarfélög. Fréttir af hækkun gjaldskrár Akureyrarbæjar um 7-10% verða að teljast allt annað en hófsamar og virka sem eldsneyti á verðbólgubálið. Hækkunin heggur þar sem nú þegar er mikið af tekið, á heimilum fjölskyldufólks. Þar vega einna hæst hækkanir á fasteignagjöldum, en húsnæðiskostnaður heimilana hefur þegar rokið upp úr öllu valdi sökum verðbólgu. Þolmörkum heimilana er ógnað og þau geta ekki meira. Því er óvægið af hálfu fulltrúa í bæjarstjórn að hækka gjaldskrár í stað þess að taka á rekstrarvanda Akureyrarbæjar innanfrá. Eina úrræði bæjarbúa til að mæta slíkum hækkunum er að krefjast hærri launa. Mætumst á miðri leið Við samningaborðið er eðlilegt að gera málamiðlanir, sumt fæst í gegn og annað ekki, en á endanum verður samkomulag og sátt sem allir una við. Verkalýðshreyfingin getur ekki mætt að borðinu með hófsemi ef það sama gengur ekki yfir alla, við verðum að mætast á miðri leið og beita sameiginlegum samtakamætti til að rétta úr kútnum. Höfundur er formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Kjaramál Fjármál heimilisins Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Hart er lagt að verkalýðshreyfingunni að gæta hófsemi í launakröfum í yfirstandandi kjaraviðræðum, stefið er að of háar kröfur myndu hleypa verðbólgunni upp. Það gleymist hisvegar að það sem af er ári hafa heimilin sýnt gríðarlegan sveigjanleika til að mæta verðhækkunum á mat, eldsneyti og öðrum aðföngum í skugga stríðs og heimsfaraldurs. Þá er ótalin hækkun stýrivaxta með tilheyrandi áhrifum á lánaafborganir og leigugreiðslur. Krafan þarf að ná til allra Verkalýðshreyfingin byggir á samtakamætti og í krafti fjöldans höfum við náð fram kjarabótum og réttindum sem í dag teljast sjálfsögð. Þegar illa árar í samfélaginu, eða líkt og nú á heimsvísu, er eðlilegt að gera kröfu á hófsemi, en sú krafa þarf að ná til allra. Þar ættu að sitja jafnt til borðs, verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur, ríki og sveitarfélög. Fréttir af hækkun gjaldskrár Akureyrarbæjar um 7-10% verða að teljast allt annað en hófsamar og virka sem eldsneyti á verðbólgubálið. Hækkunin heggur þar sem nú þegar er mikið af tekið, á heimilum fjölskyldufólks. Þar vega einna hæst hækkanir á fasteignagjöldum, en húsnæðiskostnaður heimilana hefur þegar rokið upp úr öllu valdi sökum verðbólgu. Þolmörkum heimilana er ógnað og þau geta ekki meira. Því er óvægið af hálfu fulltrúa í bæjarstjórn að hækka gjaldskrár í stað þess að taka á rekstrarvanda Akureyrarbæjar innanfrá. Eina úrræði bæjarbúa til að mæta slíkum hækkunum er að krefjast hærri launa. Mætumst á miðri leið Við samningaborðið er eðlilegt að gera málamiðlanir, sumt fæst í gegn og annað ekki, en á endanum verður samkomulag og sátt sem allir una við. Verkalýðshreyfingin getur ekki mætt að borðinu með hófsemi ef það sama gengur ekki yfir alla, við verðum að mætast á miðri leið og beita sameiginlegum samtakamætti til að rétta úr kútnum. Höfundur er formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar