Bílar

Mini vill kenna Bandaríkjamönnum að keyra beinskipta bíla

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Mini John Cooper.
Mini John Cooper.

Mini USA vill kenna Bandaríkjamönnum að keyra beinskipta bíla með nýjum ökuskóla sem leggur áherslu á að kenna akstur beinskiptra bíla.

Mini kynnti nýlega að beinskiptir bílar framleiðandans væru aftur væntanlegir á markað í Bandaríkjunum. Í kjölfarið var tilkynnt um að ökuskóli á vegum Mini yrði settu á laggirnar í BMW Performance Center-inu í Kaliforníu.

Meðfylgjandi myndband er frá því í vor þegar útlit var fyrir að síðasti beinskipti Mini-inn hefði verið afhentur í Bandaríkjunum. 

Mini USA hætti að selja hinn sex gíra beinskipta Mini í maí á þessu ári. Þar sem birgjar gátu ekki skilað réttum íhlutum í bílinn. Nú er salan að hefjast að nýju.

Markmiðið með ökuskólanum er að kenna fólki að keyra beinskipta bíla, sem og að fá sem mest út úr Mini Cooper, Cooper S og John Cooper Works bílunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.