„Liðið hefur verið samansafn af lokuðum pappakössum“ Atli Arason skrifar 4. nóvember 2022 23:46 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni eftir sigur liðsins á útivelli gegn Njarðvík í kvöld. Jóhann telur Grindvíkinga hafa skortað hörku undanfarin ár og kvaðst ánægður að Gkay Skordilis, leikmaður Grindavíkur, hafi látið reka sig af velli. „Ég er mjög ánægður með hann, bara mjög ánægður. Þetta er bara það sem við viljum standa fyrir. Frá tímabilinu 2016/17 þegar Lalli [Þorleifur Ólafsson] bróðir hættir þá hefur liðið verið samansafn af lokuðum pappakössum sem eru litir í sér og þora ekki að berja frá sér. Það hefur bara verið einkenni liðsins undanfarin ár og við ætlum okkur að breyta því,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leik. Markmið Grindavíkur fyrir leikinn var að sýna kraft og hugrekki sem þeir yrðu sáttir með í leikslok, alveg sama hver úrslit leiksins hefðu verið. „Við erum hættir að vera litlir í okkur. Við lofuðum sjálfum okkur frammistöðu og ætluðum að vera sáttir með okkur í klefa eftir leik sama hvernig færi. Þetta var geggjuð frammistaða og rúsínan í pylsuendanum eru tvo stig,“ sagði Jóhann áður en hann bætti við. „Mér fannst við gera mjög vel varnarlega á hálfum velli og það var það sem við lögðum upp með.“ Í viðtali fyrir leikinn í kvöld sagði Jóhann að undanfarin vika hafi verið erfið í Grindavík en Jón Axel Guðmundsson yfirgaf félagið rúmum tveimur vikum eftir að hann samdi við liðið. Eftir leik talaði Jóhann m.a. um ástarsorg í Grindavík en bætti við að núna væri kominn tími til að horfa fram á veginn. „Það gekk svo sem ekkert á. Þetta var búið að vera lengi í loftinu, hvort hann væri að koma eða hvort hann væri ekki að koma. Það verður svo eitthvað úr þessu en svo er hann bara aftur farinn.“ „Ekki að ég sé eitthvað að lasta Jóni Axel eða neitt slíkt, vonandi gengur honum bara ofboðslega vel í því sem hann er að gera. Þetta var samt svolítið högg í andlitið, við spiluðum við Ármann í bikar á mánudaginn og það var bara eins og menn voru í ástarsorg. Ég hefði getað staðið hér fyrir leik og talið upp fullt af afsökunum og verið eitthvað að væla en við vorum bara klárir í að koma hingað og setja upp alvöru frammistöðu og við gerðum það.“ Bragi Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur, steig heldur betur upp í fjarveru Jóns Axels en Bragi gerði 19 stig í leiknum. Framundan er landsleikjahlé sem Jóhann og Grindvíkingar ætla að nýta til að reyna að finna nýja og rétta leikmenn í liðið. „Það er ekkert leyndarmál að við erum að skoða okkar mál en ég ætla samt ekki að taka hvað sem er. Bragi var geggjaður í kvöld og sýndi að hann á heima á þessu sviði. Nökkvi og Hilmir áttu líka flottar mínútur. Við þurfum núna bara að sjá hvað gæti passað í liðið og hvað ekki,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með hann, bara mjög ánægður. Þetta er bara það sem við viljum standa fyrir. Frá tímabilinu 2016/17 þegar Lalli [Þorleifur Ólafsson] bróðir hættir þá hefur liðið verið samansafn af lokuðum pappakössum sem eru litir í sér og þora ekki að berja frá sér. Það hefur bara verið einkenni liðsins undanfarin ár og við ætlum okkur að breyta því,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leik. Markmið Grindavíkur fyrir leikinn var að sýna kraft og hugrekki sem þeir yrðu sáttir með í leikslok, alveg sama hver úrslit leiksins hefðu verið. „Við erum hættir að vera litlir í okkur. Við lofuðum sjálfum okkur frammistöðu og ætluðum að vera sáttir með okkur í klefa eftir leik sama hvernig færi. Þetta var geggjuð frammistaða og rúsínan í pylsuendanum eru tvo stig,“ sagði Jóhann áður en hann bætti við. „Mér fannst við gera mjög vel varnarlega á hálfum velli og það var það sem við lögðum upp með.“ Í viðtali fyrir leikinn í kvöld sagði Jóhann að undanfarin vika hafi verið erfið í Grindavík en Jón Axel Guðmundsson yfirgaf félagið rúmum tveimur vikum eftir að hann samdi við liðið. Eftir leik talaði Jóhann m.a. um ástarsorg í Grindavík en bætti við að núna væri kominn tími til að horfa fram á veginn. „Það gekk svo sem ekkert á. Þetta var búið að vera lengi í loftinu, hvort hann væri að koma eða hvort hann væri ekki að koma. Það verður svo eitthvað úr þessu en svo er hann bara aftur farinn.“ „Ekki að ég sé eitthvað að lasta Jóni Axel eða neitt slíkt, vonandi gengur honum bara ofboðslega vel í því sem hann er að gera. Þetta var samt svolítið högg í andlitið, við spiluðum við Ármann í bikar á mánudaginn og það var bara eins og menn voru í ástarsorg. Ég hefði getað staðið hér fyrir leik og talið upp fullt af afsökunum og verið eitthvað að væla en við vorum bara klárir í að koma hingað og setja upp alvöru frammistöðu og við gerðum það.“ Bragi Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur, steig heldur betur upp í fjarveru Jóns Axels en Bragi gerði 19 stig í leiknum. Framundan er landsleikjahlé sem Jóhann og Grindvíkingar ætla að nýta til að reyna að finna nýja og rétta leikmenn í liðið. „Það er ekkert leyndarmál að við erum að skoða okkar mál en ég ætla samt ekki að taka hvað sem er. Bragi var geggjaður í kvöld og sýndi að hann á heima á þessu sviði. Nökkvi og Hilmir áttu líka flottar mínútur. Við þurfum núna bara að sjá hvað gæti passað í liðið og hvað ekki,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira