Kvart, kukl og kveinstafir MAST Árni Stefán Árnason skrifar 2. nóvember 2022 11:31 Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir. Hún telur okkur dýraverndarsinna óvægna. Því er mótmælt. Hún metur það svo að viðbrögð hennar séu fréttnæm. Það eru þau svo sannarlega fyrir fréttamenn fyrir hverja væri vert, að skoða af hverju dýraverndarsinnar gagnrýna MAST. Auðvelt er að leiða blm. og aðra í sannleikann um það og skal hér getið af handahófi nokkura alvarlegra dæma, sem höfundur hefur m.a. komið að. 1. Brúneggjamálið. Höfundur vakti fyrstur athygli á því eftir heimsókn til eggjaframleiðandans þáverandi. Málið var sent í allar opinberar áttir en ekkert var aðhafst í mörg á þangað til RÚV fjallaði um málið og starfseminni var lokað. 2. Hvolpaframleiðsla á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur og margir fl. fjölluðu árum saman um málið. Að lokum neyddist MAST til að loka starfseminni, mörgum árum of seint. 3. Brúarreykir Kúabóndi var sviptur leyfi til mjólkurframleiðslu af því hann var talinn sóði. Öll mjólkin stóðst hins vegar ætíð mælingar og gæðakröfur þó að aðbúnaður hafi verið gamaldags og leitt til sóðaskapar. 4. Ill meðferð hunda í Kópavogi Mörg ár tók að losa hund undan illri meðferð í Kópavogi. Honum var að lokum stolið um hábjartan dag af dýraverndarsinnar og þakkaði hundaeftirlit svæðisins ,,þjófinum" fyrir gott verk. Hundurinn lifir enn í dag góðu lífi. 5. Hreindýr í vanda á austfjörðum Mörg ár var kvartað yfir þvi að girðingar lægju lausar út um allt á austfjörðum, sem tarfar voru að flækjast í og drepast kvalarfullum dauðdaga á fengitíma. Ekkert var aðhafst af MAST. Engin skriður komst á málið fyrr en höfundur kallaði út dýraverndarsinna sem fór í hóp austur og byrjuðu að týna upp þess girðingargarma. Verra var að dýraverndarsinnarnar máttu þola að sjá hálfétinn hreindýrshræ út um allt þrælföst í ryðguðum girðingum og höfðu greinilega mátt þola hörmungarbarráttu við dauðann 5. Blóðmeraníðið Höfundur vakti fyrstur á Íslandi athygli á þessari þjóðarskömm Íslendinga. MAST hélt uppi vörnum og heldur ennþá. Málið fór fyrir þingið fyrir tilstuðlan höfundar en þingmenn ákváðu að dýraníð í blóðmerahaldi væri réttlætanlegt enda heldur það áfram með sama hætti og áður. 6. Búrfuglar í Holtagörðum MAST uppgötvaði að skógarmítill væri í fugli í sóttkví fugla sem taldi á fjórða hundrað fugla. Ég ásamt færustu erlendu sérfræðingum vorum kallaðir til til að bjarga lífi fuglanna, sem MAST hugðist aflífa og var MAST sett út í horn. Skógarmítill var landlægur og hættu laus var staðfest í fréttaskýringaþættinum Kveik nokkrum mánuðum eftir að málið hófst. MAST þóttist vita betur þrátt fyrir ítarleg rök erlendis frá og kall þaðan um að aflífa ekki fuglana. 7. Vörslusvipting hunda Miðaldra maður í Hafnarfirði, sem býr við bág kjör og óvenjulegan lífstíl var sviptur hundum sínum og sakaður um kynferðislega áreitni við þá. Málið var að lokum fellt niður af lögreglu, vísað frá enda þóttu engin tilefni, af gögnum málsins að ráða, að halda því áfram. MAST hafði ekki tekist að sýna fram á þær ávirðingar, sem á hendur mannsins voru bornar. MAST hefur ekki skilað hundunum þó maðurinn kalli sárlega eftir þeim. Margir mánuður eru liðnir og MAST svarar með skætingi. Sá hluti nú í farvegi, að endurheimta hundana. Þetta er eitt af fáum en alvarlegum dæmum um það hvar MAST hefur beinlínis átt hlutdeild í að kvelja og fara illa með dýr og menn með aðgerðarleysi sínu, svo mánuðum skipti. Ef dr. forstjóri MAST heldur að dýraverndarsinnar láti mál af framangreindum toga malla í kerfinu árum saman þá skilur hún ekki hlutverk dýraverndar og þeirra, sem láta sig hana varða Úrtölur dr. Hrannar um ferla stofnunarinnar eru marklausar því ferlar stofnunarinnar eru til þess fallnir að viðhalda illri meðferð dýra. Það hef ég nú rökstutt og frekari skýringa er ekki þörf. Höfundur er dýraverndalögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Árni Stefán Árnason Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir. Hún telur okkur dýraverndarsinna óvægna. Því er mótmælt. Hún metur það svo að viðbrögð hennar séu fréttnæm. Það eru þau svo sannarlega fyrir fréttamenn fyrir hverja væri vert, að skoða af hverju dýraverndarsinnar gagnrýna MAST. Auðvelt er að leiða blm. og aðra í sannleikann um það og skal hér getið af handahófi nokkura alvarlegra dæma, sem höfundur hefur m.a. komið að. 1. Brúneggjamálið. Höfundur vakti fyrstur athygli á því eftir heimsókn til eggjaframleiðandans þáverandi. Málið var sent í allar opinberar áttir en ekkert var aðhafst í mörg á þangað til RÚV fjallaði um málið og starfseminni var lokað. 2. Hvolpaframleiðsla á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur og margir fl. fjölluðu árum saman um málið. Að lokum neyddist MAST til að loka starfseminni, mörgum árum of seint. 3. Brúarreykir Kúabóndi var sviptur leyfi til mjólkurframleiðslu af því hann var talinn sóði. Öll mjólkin stóðst hins vegar ætíð mælingar og gæðakröfur þó að aðbúnaður hafi verið gamaldags og leitt til sóðaskapar. 4. Ill meðferð hunda í Kópavogi Mörg ár tók að losa hund undan illri meðferð í Kópavogi. Honum var að lokum stolið um hábjartan dag af dýraverndarsinnar og þakkaði hundaeftirlit svæðisins ,,þjófinum" fyrir gott verk. Hundurinn lifir enn í dag góðu lífi. 5. Hreindýr í vanda á austfjörðum Mörg ár var kvartað yfir þvi að girðingar lægju lausar út um allt á austfjörðum, sem tarfar voru að flækjast í og drepast kvalarfullum dauðdaga á fengitíma. Ekkert var aðhafst af MAST. Engin skriður komst á málið fyrr en höfundur kallaði út dýraverndarsinna sem fór í hóp austur og byrjuðu að týna upp þess girðingargarma. Verra var að dýraverndarsinnarnar máttu þola að sjá hálfétinn hreindýrshræ út um allt þrælföst í ryðguðum girðingum og höfðu greinilega mátt þola hörmungarbarráttu við dauðann 5. Blóðmeraníðið Höfundur vakti fyrstur á Íslandi athygli á þessari þjóðarskömm Íslendinga. MAST hélt uppi vörnum og heldur ennþá. Málið fór fyrir þingið fyrir tilstuðlan höfundar en þingmenn ákváðu að dýraníð í blóðmerahaldi væri réttlætanlegt enda heldur það áfram með sama hætti og áður. 6. Búrfuglar í Holtagörðum MAST uppgötvaði að skógarmítill væri í fugli í sóttkví fugla sem taldi á fjórða hundrað fugla. Ég ásamt færustu erlendu sérfræðingum vorum kallaðir til til að bjarga lífi fuglanna, sem MAST hugðist aflífa og var MAST sett út í horn. Skógarmítill var landlægur og hættu laus var staðfest í fréttaskýringaþættinum Kveik nokkrum mánuðum eftir að málið hófst. MAST þóttist vita betur þrátt fyrir ítarleg rök erlendis frá og kall þaðan um að aflífa ekki fuglana. 7. Vörslusvipting hunda Miðaldra maður í Hafnarfirði, sem býr við bág kjör og óvenjulegan lífstíl var sviptur hundum sínum og sakaður um kynferðislega áreitni við þá. Málið var að lokum fellt niður af lögreglu, vísað frá enda þóttu engin tilefni, af gögnum málsins að ráða, að halda því áfram. MAST hafði ekki tekist að sýna fram á þær ávirðingar, sem á hendur mannsins voru bornar. MAST hefur ekki skilað hundunum þó maðurinn kalli sárlega eftir þeim. Margir mánuður eru liðnir og MAST svarar með skætingi. Sá hluti nú í farvegi, að endurheimta hundana. Þetta er eitt af fáum en alvarlegum dæmum um það hvar MAST hefur beinlínis átt hlutdeild í að kvelja og fara illa með dýr og menn með aðgerðarleysi sínu, svo mánuðum skipti. Ef dr. forstjóri MAST heldur að dýraverndarsinnar láti mál af framangreindum toga malla í kerfinu árum saman þá skilur hún ekki hlutverk dýraverndar og þeirra, sem láta sig hana varða Úrtölur dr. Hrannar um ferla stofnunarinnar eru marklausar því ferlar stofnunarinnar eru til þess fallnir að viðhalda illri meðferð dýra. Það hef ég nú rökstutt og frekari skýringa er ekki þörf. Höfundur er dýraverndalögfræðingur.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar