Góð í krísu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 15:30 Kollegi minn einn í borgarpólitíkinni sagði við mig um daginn að við Íslendingar værum góð í krísustjórnun. Ég held það sé nokkuð til í því, ætla allavega að leyfa mér að trúa því þar sem ekki veitir af á komandi misserum. Fjármálastjórn sveitarfélaga er stanslaust viðbragð við aðstæðum. Undanfarin ár hafa verið áhugaverð, þar sem við höfum þurft að bregðast við ýmsum áskorunum, allt frá falli WoW á vormánuðum 2019 með vaxandi atvinnuleysi og samdrætti í ferðaþjónustu,við heimsfaraldri sem stóð í tvö ár og nú við stríði í Evrópu, verðbólgu í hærri hæðum en við höfum mjög lengi séð í öllum hinum vestræna heimi og þar af leiðandi hækkað verð á öllum okkar aðföngum. Breyttir tímar kalla á skýrt viðbragð Framundan er óvissa og það má fastlega gera ráð fyrir því að komandi ár verði róstursöm. Það virðist allavega ekki ætla að vera nein lognmolla framundan, engin góðærisár sjáanleg. Í þeirri fjárhagsáætlun sem við leggjum fram í dag í Reykjavík gerum við ráð fyrir vexti en við stígum einnig ákveðin á bremsuna hvað varðar reksturinn. Fram hefur komið að þetta ár hefur verið erfitt hvað varðar fjárhag borgarinnar. Framúrkeyrsla umfram áætlanir er staðreynd. Heimsfaraldur, verðbólga og verðhækkanir hafa haft mikil áhrif á reksturinn sem við verðum nú að stemma stigu við. Þess vegna erum við núna að leggja ríkar kröfur á hagræðingu. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað á síðustu árum, nokkuð umfram lýðfræðilega þróun. Slík þróun er ekki sjálfbær til lengri tíma litið og af þeim sökum ætlum við að hagræða í starfsmannahaldi til næstu ára. Fyrir tveimur árum vorum við að horfa á 13% atvinnuleysi. Nú er mælist það innan við 3%. Heildarmyndin er allt önnur og við þurfum ekki í sama mæli standa með heimilum á erfiðum tímum vegna atvinnuleysis. Við leggjum áherslu á verkefnamiðaða hagræðingu, það þýðir að við skoðum hvað við getum hætt að gera, hvað viljum við leggja niður, sameina eða endurskipuleggja. Við ætlum að leita hagkvæmustu leiða til útfærslu á þjónustu og rekstri. Það á jafnt við um lögbundna og lögheimila þjónustu. Einnig munum við rýna samstarfs-, styrktar- og þjónustusamninga við þriðja aðila. Með ákveðnum og stöðugum aðhaldsaðgerðum næstu 3-4 ár teljum við okkur geta jafnað okkur eftir áföll undanfarinnar ára. Hlúum að grunnþjónustunni Um leið og farið er í hagræðingu og aðhald í rekstri þá munum við skoða lögbundin verkefni sveitarfélaga, og sýna þeim alúð og athygli með það að markmiði að fjármögnun og stjórnun sé sem réttust og í góðu jafnvægi. Það eykur stöðugleika og fyrirsjáanleika í rekstrinum sem hefur bein áhrif á starfið og gæði þjónustunnar hvort sem það eru menntamál, velferðamál eða uppbyggingarmál. Höfundur er forseti borgarstjórnar og odddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Kollegi minn einn í borgarpólitíkinni sagði við mig um daginn að við Íslendingar værum góð í krísustjórnun. Ég held það sé nokkuð til í því, ætla allavega að leyfa mér að trúa því þar sem ekki veitir af á komandi misserum. Fjármálastjórn sveitarfélaga er stanslaust viðbragð við aðstæðum. Undanfarin ár hafa verið áhugaverð, þar sem við höfum þurft að bregðast við ýmsum áskorunum, allt frá falli WoW á vormánuðum 2019 með vaxandi atvinnuleysi og samdrætti í ferðaþjónustu,við heimsfaraldri sem stóð í tvö ár og nú við stríði í Evrópu, verðbólgu í hærri hæðum en við höfum mjög lengi séð í öllum hinum vestræna heimi og þar af leiðandi hækkað verð á öllum okkar aðföngum. Breyttir tímar kalla á skýrt viðbragð Framundan er óvissa og það má fastlega gera ráð fyrir því að komandi ár verði róstursöm. Það virðist allavega ekki ætla að vera nein lognmolla framundan, engin góðærisár sjáanleg. Í þeirri fjárhagsáætlun sem við leggjum fram í dag í Reykjavík gerum við ráð fyrir vexti en við stígum einnig ákveðin á bremsuna hvað varðar reksturinn. Fram hefur komið að þetta ár hefur verið erfitt hvað varðar fjárhag borgarinnar. Framúrkeyrsla umfram áætlanir er staðreynd. Heimsfaraldur, verðbólga og verðhækkanir hafa haft mikil áhrif á reksturinn sem við verðum nú að stemma stigu við. Þess vegna erum við núna að leggja ríkar kröfur á hagræðingu. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað á síðustu árum, nokkuð umfram lýðfræðilega þróun. Slík þróun er ekki sjálfbær til lengri tíma litið og af þeim sökum ætlum við að hagræða í starfsmannahaldi til næstu ára. Fyrir tveimur árum vorum við að horfa á 13% atvinnuleysi. Nú er mælist það innan við 3%. Heildarmyndin er allt önnur og við þurfum ekki í sama mæli standa með heimilum á erfiðum tímum vegna atvinnuleysis. Við leggjum áherslu á verkefnamiðaða hagræðingu, það þýðir að við skoðum hvað við getum hætt að gera, hvað viljum við leggja niður, sameina eða endurskipuleggja. Við ætlum að leita hagkvæmustu leiða til útfærslu á þjónustu og rekstri. Það á jafnt við um lögbundna og lögheimila þjónustu. Einnig munum við rýna samstarfs-, styrktar- og þjónustusamninga við þriðja aðila. Með ákveðnum og stöðugum aðhaldsaðgerðum næstu 3-4 ár teljum við okkur geta jafnað okkur eftir áföll undanfarinnar ára. Hlúum að grunnþjónustunni Um leið og farið er í hagræðingu og aðhald í rekstri þá munum við skoða lögbundin verkefni sveitarfélaga, og sýna þeim alúð og athygli með það að markmiði að fjármögnun og stjórnun sé sem réttust og í góðu jafnvægi. Það eykur stöðugleika og fyrirsjáanleika í rekstrinum sem hefur bein áhrif á starfið og gæði þjónustunnar hvort sem það eru menntamál, velferðamál eða uppbyggingarmál. Höfundur er forseti borgarstjórnar og odddviti Viðreisnar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun