Góð í krísu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 15:30 Kollegi minn einn í borgarpólitíkinni sagði við mig um daginn að við Íslendingar værum góð í krísustjórnun. Ég held það sé nokkuð til í því, ætla allavega að leyfa mér að trúa því þar sem ekki veitir af á komandi misserum. Fjármálastjórn sveitarfélaga er stanslaust viðbragð við aðstæðum. Undanfarin ár hafa verið áhugaverð, þar sem við höfum þurft að bregðast við ýmsum áskorunum, allt frá falli WoW á vormánuðum 2019 með vaxandi atvinnuleysi og samdrætti í ferðaþjónustu,við heimsfaraldri sem stóð í tvö ár og nú við stríði í Evrópu, verðbólgu í hærri hæðum en við höfum mjög lengi séð í öllum hinum vestræna heimi og þar af leiðandi hækkað verð á öllum okkar aðföngum. Breyttir tímar kalla á skýrt viðbragð Framundan er óvissa og það má fastlega gera ráð fyrir því að komandi ár verði róstursöm. Það virðist allavega ekki ætla að vera nein lognmolla framundan, engin góðærisár sjáanleg. Í þeirri fjárhagsáætlun sem við leggjum fram í dag í Reykjavík gerum við ráð fyrir vexti en við stígum einnig ákveðin á bremsuna hvað varðar reksturinn. Fram hefur komið að þetta ár hefur verið erfitt hvað varðar fjárhag borgarinnar. Framúrkeyrsla umfram áætlanir er staðreynd. Heimsfaraldur, verðbólga og verðhækkanir hafa haft mikil áhrif á reksturinn sem við verðum nú að stemma stigu við. Þess vegna erum við núna að leggja ríkar kröfur á hagræðingu. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað á síðustu árum, nokkuð umfram lýðfræðilega þróun. Slík þróun er ekki sjálfbær til lengri tíma litið og af þeim sökum ætlum við að hagræða í starfsmannahaldi til næstu ára. Fyrir tveimur árum vorum við að horfa á 13% atvinnuleysi. Nú er mælist það innan við 3%. Heildarmyndin er allt önnur og við þurfum ekki í sama mæli standa með heimilum á erfiðum tímum vegna atvinnuleysis. Við leggjum áherslu á verkefnamiðaða hagræðingu, það þýðir að við skoðum hvað við getum hætt að gera, hvað viljum við leggja niður, sameina eða endurskipuleggja. Við ætlum að leita hagkvæmustu leiða til útfærslu á þjónustu og rekstri. Það á jafnt við um lögbundna og lögheimila þjónustu. Einnig munum við rýna samstarfs-, styrktar- og þjónustusamninga við þriðja aðila. Með ákveðnum og stöðugum aðhaldsaðgerðum næstu 3-4 ár teljum við okkur geta jafnað okkur eftir áföll undanfarinnar ára. Hlúum að grunnþjónustunni Um leið og farið er í hagræðingu og aðhald í rekstri þá munum við skoða lögbundin verkefni sveitarfélaga, og sýna þeim alúð og athygli með það að markmiði að fjármögnun og stjórnun sé sem réttust og í góðu jafnvægi. Það eykur stöðugleika og fyrirsjáanleika í rekstrinum sem hefur bein áhrif á starfið og gæði þjónustunnar hvort sem það eru menntamál, velferðamál eða uppbyggingarmál. Höfundur er forseti borgarstjórnar og odddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Kollegi minn einn í borgarpólitíkinni sagði við mig um daginn að við Íslendingar værum góð í krísustjórnun. Ég held það sé nokkuð til í því, ætla allavega að leyfa mér að trúa því þar sem ekki veitir af á komandi misserum. Fjármálastjórn sveitarfélaga er stanslaust viðbragð við aðstæðum. Undanfarin ár hafa verið áhugaverð, þar sem við höfum þurft að bregðast við ýmsum áskorunum, allt frá falli WoW á vormánuðum 2019 með vaxandi atvinnuleysi og samdrætti í ferðaþjónustu,við heimsfaraldri sem stóð í tvö ár og nú við stríði í Evrópu, verðbólgu í hærri hæðum en við höfum mjög lengi séð í öllum hinum vestræna heimi og þar af leiðandi hækkað verð á öllum okkar aðföngum. Breyttir tímar kalla á skýrt viðbragð Framundan er óvissa og það má fastlega gera ráð fyrir því að komandi ár verði róstursöm. Það virðist allavega ekki ætla að vera nein lognmolla framundan, engin góðærisár sjáanleg. Í þeirri fjárhagsáætlun sem við leggjum fram í dag í Reykjavík gerum við ráð fyrir vexti en við stígum einnig ákveðin á bremsuna hvað varðar reksturinn. Fram hefur komið að þetta ár hefur verið erfitt hvað varðar fjárhag borgarinnar. Framúrkeyrsla umfram áætlanir er staðreynd. Heimsfaraldur, verðbólga og verðhækkanir hafa haft mikil áhrif á reksturinn sem við verðum nú að stemma stigu við. Þess vegna erum við núna að leggja ríkar kröfur á hagræðingu. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað á síðustu árum, nokkuð umfram lýðfræðilega þróun. Slík þróun er ekki sjálfbær til lengri tíma litið og af þeim sökum ætlum við að hagræða í starfsmannahaldi til næstu ára. Fyrir tveimur árum vorum við að horfa á 13% atvinnuleysi. Nú er mælist það innan við 3%. Heildarmyndin er allt önnur og við þurfum ekki í sama mæli standa með heimilum á erfiðum tímum vegna atvinnuleysis. Við leggjum áherslu á verkefnamiðaða hagræðingu, það þýðir að við skoðum hvað við getum hætt að gera, hvað viljum við leggja niður, sameina eða endurskipuleggja. Við ætlum að leita hagkvæmustu leiða til útfærslu á þjónustu og rekstri. Það á jafnt við um lögbundna og lögheimila þjónustu. Einnig munum við rýna samstarfs-, styrktar- og þjónustusamninga við þriðja aðila. Með ákveðnum og stöðugum aðhaldsaðgerðum næstu 3-4 ár teljum við okkur geta jafnað okkur eftir áföll undanfarinnar ára. Hlúum að grunnþjónustunni Um leið og farið er í hagræðingu og aðhald í rekstri þá munum við skoða lögbundin verkefni sveitarfélaga, og sýna þeim alúð og athygli með það að markmiði að fjármögnun og stjórnun sé sem réttust og í góðu jafnvægi. Það eykur stöðugleika og fyrirsjáanleika í rekstrinum sem hefur bein áhrif á starfið og gæði þjónustunnar hvort sem það eru menntamál, velferðamál eða uppbyggingarmál. Höfundur er forseti borgarstjórnar og odddviti Viðreisnar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun