Viðskipti innlent

Haf­steinn leiðir nýtt svið hjá Advania

Atli Ísleifsson skrifar
Hafsteinn Guðmundsson.
Hafsteinn Guðmundsson. Advania

Hafsteinn Guðmundsson hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn Advania og leiðir nýtt svið fyrirtækisins sem annast þjónstu og ráðgjöf við innviði upplýsingatækninnar.

Í tilkynningu segir að hlutverk Hafsteins verði að styrkja sölu og þjónustu á innviðalausnum fyrirtæksins, svo sem afgreiðslukerfum, miðlægum búnaði, fjarfundabúnaði, hraðbönkum og notendabúnaði. 

„Sérfræðingar sviðsins veita ráðgjöf og þjónustu við tækniinnviði frá mörgum af fremstu tæknifyrirtækjum heimsins. Meðal lykilsamstarfaðila Advania á þessu sviði eru Dell, Cisco og NCR.

Hafsteinn hefur starfað hjá Advania og forverum fyrirtækisins í yfir tvo áratugi, lengst af sem stjórnandi á sviði sölumála. Frá árinu 2018 hefur hann gegnt starfi forstöðumanns á rekstrarlausnasviði og hefur leitt sölu og vörustýringu,“ segir í tilkynningunni.

Framkvæmdastjórn Advania skipa nú þau Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Jón Brynjar Ólafsson, Heimir Fannar Gunnlaugsson, Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigrún Ámundadóttir, Hinrik Sigurður Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Ægir Már Þórisson forstjóri fyrirtækisins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×