Hverjir gæta hagsmuna launafólks? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. október 2022 08:00 Svar við grein Orra Páls Jóhannssonar Eftir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur ýmis gagnrýni á frumvarpið litið dagsins ljós. Næstum öll sú gagnrýni var á þann veg að frumvarpið feli í sér skerðingu á réttindum launafólks án þess að rökstyðja þá fullyrðingu eða nefna dæmi um hvernig einstaka greinar frumvarpsins eiga að skerða réttindi launafólks. Gagnrýnin beinist að því hvaða flokkur lagði frumvarpið fram, ekki ekki að innihaldinu. Grein Orra Páls Jóhannssonar, þingflokksformanns VG, sem bar heitið „Réttindi launafólks og frelsið“, var að nokkru ferskur andblær inn í umræðuna um frumvarpið, en þar tók Orri Páll m.a. fyrir tiltekið ákvæði frumvarpsins sem honum fannst „aðför að réttindum launafólks“, þ.e. 9. gr. frumvarpsins sem kveður m.a. á um sjúkratryggingu launafólks. Því miður var grein Orra Páls þeim annmarka háð að vera byggð á nokkrum misskilningi, annars vegar varðandi efni frumvarpsins og hins vegar um núverandi lagaumhverfi. Misskilningur á misskilning ofan Í fyrsta lagi segir Orri Páll að yrði frumvarpið að lögum gætu atvinnurekendur „kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga“. Sú fullyrðing stenst enga skoðun, enda kemur skýrt fram í 3. gr. frumvarpsins að „Vinnuveitanda er óheimilt að synja umsækjanda um laust starf eða segja launamanni upp starfi á grundvelli félagsaðildar hans.” Í 4. gr. frumvarpsins er svo mælt fyrir um bótaskyldu vinnuveitanda brjóti hann gegn 3. gr. Í reynd hefur frumvarpið í för með sér að kveðið er skýrt á um að þær ákvarðanir atvinnurekenda sem Orri Páll hefur svo miklar áhyggjur af yrðu klárlega ólögmætar. Slíkt lagaákvæði eru reyndar ekki, því miður, til staðar í gildandi löggjöf og þeir sem raunverulega vilja sporna gegn slíkri hegðun atvinnurekenda ættu að fagna frumvarpinu. Í öðru lagi telur Orri Páll, ranglega, að greiðslur sem atvinnurekandi greiðir í sjúkrasjóð séu dregnar af launum launamanna. Svo er hins vegar ekki, hvorki í gildandi lögum né í frumvarpinu, heldur er um framlag atvinnurekandans að ræða. Í þriðja lagi er hvergi í frumvarpinu kveðið á um að launamaður geti ákveðið hvert framlag atvinnurekanda í sjúkrasjóð renni eins og Orri Páll heldur ranglega fram. Eina breytingin í frumvarpinu hvað sjúkrasjóði varðar er að aukin skylda er lögð á atvinnurekanda og hefur í för með sér að allt launafólk nýtur sjúkratrygginga, ekki bara þeir sem eru skráðir í stéttarfélög. Nú er raunin að atvinnurekanda er skylt að greiða í sjúkrasjóð „viðkomandi stéttarfélags“. Standi launamaður utan stéttarfélags neita stéttarfélög alla jafna að taka við greiðslum í sjúkrasjóð. Í þeim tilvikum er launamaður ekki sjúkratryggður, enda hefur atvinnurekandinn sinnt skyldu sinni, lögum samkvæmt, og engar frekari kröfur unnt að gera til hans. Í frumvarpinu er hins vegar mælt fyrir um að þá verði lögð skylda á atvinnurekandann að tryggja launamanninn á eigin ábyrgð. Af því leiðir að þá nyti allt launafólk sjúkratrygginga Vandséð er hvernig þessi réttarbót getur talist „aðför að launafólki“ eins og Orri Páll heldur fram. Til glöggvunar segir eftirfarandi í frumvarpinu um framlög atvinnurekanda í sjúkrasjóði: „Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem viðkomandi starfsmaður er aðili að iðgjald það sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni samkvæmt reglum þess stéttarfélags sem um ræðir. Standi starfsmaður utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem á aðild að umræddum kjarasamningi. Hafi stéttarfélag tekið við greiðslu atvinnurekanda í sjúkrasjóð félagsins fyrir hönd starfsmann á starfsmaðurinn ávallt rétt á greiðslu úr sjóðnum óháð félagsaðild sinni. Neiti stéttarfélag að taka við greiðslu fyrir hönd starfsmannsins sem stendur utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að tryggja starfsmanninum greiðslu dagpeninga og slysabóta vegna veikinda sem vara lengur en veikindaréttur hans.“ Undirrituð veit ekki hvaða hagsmuni þeir sem leggjast gegn ofangreindu ákvæði eru að gæta, en það hlýtur að vera öllum ljóst að það eru ekki hagsmunir launafólks. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Stéttarfélög Alþingi Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Svar við grein Orra Páls Jóhannssonar Eftir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur ýmis gagnrýni á frumvarpið litið dagsins ljós. Næstum öll sú gagnrýni var á þann veg að frumvarpið feli í sér skerðingu á réttindum launafólks án þess að rökstyðja þá fullyrðingu eða nefna dæmi um hvernig einstaka greinar frumvarpsins eiga að skerða réttindi launafólks. Gagnrýnin beinist að því hvaða flokkur lagði frumvarpið fram, ekki ekki að innihaldinu. Grein Orra Páls Jóhannssonar, þingflokksformanns VG, sem bar heitið „Réttindi launafólks og frelsið“, var að nokkru ferskur andblær inn í umræðuna um frumvarpið, en þar tók Orri Páll m.a. fyrir tiltekið ákvæði frumvarpsins sem honum fannst „aðför að réttindum launafólks“, þ.e. 9. gr. frumvarpsins sem kveður m.a. á um sjúkratryggingu launafólks. Því miður var grein Orra Páls þeim annmarka háð að vera byggð á nokkrum misskilningi, annars vegar varðandi efni frumvarpsins og hins vegar um núverandi lagaumhverfi. Misskilningur á misskilning ofan Í fyrsta lagi segir Orri Páll að yrði frumvarpið að lögum gætu atvinnurekendur „kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga“. Sú fullyrðing stenst enga skoðun, enda kemur skýrt fram í 3. gr. frumvarpsins að „Vinnuveitanda er óheimilt að synja umsækjanda um laust starf eða segja launamanni upp starfi á grundvelli félagsaðildar hans.” Í 4. gr. frumvarpsins er svo mælt fyrir um bótaskyldu vinnuveitanda brjóti hann gegn 3. gr. Í reynd hefur frumvarpið í för með sér að kveðið er skýrt á um að þær ákvarðanir atvinnurekenda sem Orri Páll hefur svo miklar áhyggjur af yrðu klárlega ólögmætar. Slíkt lagaákvæði eru reyndar ekki, því miður, til staðar í gildandi löggjöf og þeir sem raunverulega vilja sporna gegn slíkri hegðun atvinnurekenda ættu að fagna frumvarpinu. Í öðru lagi telur Orri Páll, ranglega, að greiðslur sem atvinnurekandi greiðir í sjúkrasjóð séu dregnar af launum launamanna. Svo er hins vegar ekki, hvorki í gildandi lögum né í frumvarpinu, heldur er um framlag atvinnurekandans að ræða. Í þriðja lagi er hvergi í frumvarpinu kveðið á um að launamaður geti ákveðið hvert framlag atvinnurekanda í sjúkrasjóð renni eins og Orri Páll heldur ranglega fram. Eina breytingin í frumvarpinu hvað sjúkrasjóði varðar er að aukin skylda er lögð á atvinnurekanda og hefur í för með sér að allt launafólk nýtur sjúkratrygginga, ekki bara þeir sem eru skráðir í stéttarfélög. Nú er raunin að atvinnurekanda er skylt að greiða í sjúkrasjóð „viðkomandi stéttarfélags“. Standi launamaður utan stéttarfélags neita stéttarfélög alla jafna að taka við greiðslum í sjúkrasjóð. Í þeim tilvikum er launamaður ekki sjúkratryggður, enda hefur atvinnurekandinn sinnt skyldu sinni, lögum samkvæmt, og engar frekari kröfur unnt að gera til hans. Í frumvarpinu er hins vegar mælt fyrir um að þá verði lögð skylda á atvinnurekandann að tryggja launamanninn á eigin ábyrgð. Af því leiðir að þá nyti allt launafólk sjúkratrygginga Vandséð er hvernig þessi réttarbót getur talist „aðför að launafólki“ eins og Orri Páll heldur fram. Til glöggvunar segir eftirfarandi í frumvarpinu um framlög atvinnurekanda í sjúkrasjóði: „Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem viðkomandi starfsmaður er aðili að iðgjald það sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni samkvæmt reglum þess stéttarfélags sem um ræðir. Standi starfsmaður utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem á aðild að umræddum kjarasamningi. Hafi stéttarfélag tekið við greiðslu atvinnurekanda í sjúkrasjóð félagsins fyrir hönd starfsmann á starfsmaðurinn ávallt rétt á greiðslu úr sjóðnum óháð félagsaðild sinni. Neiti stéttarfélag að taka við greiðslu fyrir hönd starfsmannsins sem stendur utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að tryggja starfsmanninum greiðslu dagpeninga og slysabóta vegna veikinda sem vara lengur en veikindaréttur hans.“ Undirrituð veit ekki hvaða hagsmuni þeir sem leggjast gegn ofangreindu ákvæði eru að gæta, en það hlýtur að vera öllum ljóst að það eru ekki hagsmunir launafólks. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun