Samkennd fer minnkandi milli kynslóða Stefanía Arnardóttir skrifar 22. október 2022 08:01 Mannskepnan er stútfull af þversögnum, annars vegar getum við ekki án hvors annars verið en hins vegar þá gerist það að við ljúgum, stelum, ráðskumst með aðra, beitum líkamlegu ofbeldi og veitumst að öðrum með dólgslátum. Í ljósi þeirra átaka sem fyrirfinnast, óþægilegu og andfélagslegu hegðunarmynstra sem má sjá víða í samfélaginu, er vert að ræða um samkennd. Samkennd er eiginleiki sem stuðlar að samvinnu, jákvæðri félagshæfni og uppbyggjandi félagssamböndum. Í grunninn felur samkennd í sér hæfileikann til „að skilja andlega og tilfinningalega líðan annarrar manneskju“. Samkennd er einnig getan til að skilja eigin tilfinningar og gera sér grein fyrir tilfinningum annarra með því að skilja svipbrigði, talsmáta og hegðun annarra, getunni til að bera hag annarra fyrir brjósti, ásamt mörgum öðrum þáttum. Samkenndaríkari einstaklingar búa yfir betri hæfileikum til samskipta, umhyggjusemi og getu til að setja sig í spor annarra. Yfirleitt sýna rannsóknir hærri tíðni samkenndar hjá konum en þetta kynjabil jafnast út með hækkandi aldri. Samkennd finnst að sjálfsögðu á meðal allra aldursflokka og allra kynja og á það sama við um andhverfu samkenndar, sem stundum er kölluð er hin dökka þríund eða machiavellianismi, narsissismi og siðblinda. Samkennd fer minnkandi milli kynslóða Samkvæmt greiningu Konrath, O’Brien og Hsing frá árinu 2011, í tímaritinu Personality and Social Psychology Review, sem samanstóð af 72 úrtökum sem gerðar höfðu verið milli áranna 1979 og 2009 á háskólanemum í Bandaríkjunum, kom fram að samkennd fari minnkandi milli kynslóða. Á þessu tímabili hefur getan til að sýna umhyggjusemi og jákvætt viðhorf til annarra minnkað mest eða 48%, og næst mest getan til að setja sig í spor annarra eða 34%. Þessi tilhneiging jókst til muna eftir 2000. Með því að skoða eingöngu háskólanema er þarna verið að bera saman fólk á svipuðum aldri sem ólst upp á öðrum tíma, við ólíkar félagslegar venjur, þrátt fyrir að búa í sama landi. Þegar rannsóknir eru skoðaðar má finna tengsl milli minni samkenndar og yfirgangssemi. Einnig má sjá að nemar sem mælast lágir í samkennd eru líklegri til að vera með dólgslæti undir áhrifum áfengis. Tíðni eineltis á meðal stúlkna hefur aukist og í ljósi algengis eineltis í skólum má yfirhöfuð velta fyrir sér hvaða áhrif minnkandi samkennd hefur á menningu barna innan veggja skólans. Hvers vegna þessi þróun? Ég get ekki fullyrt um ástæðu þessa þróunar en fræðimenn hafa velt fyrir sér hvaða þættir gætu hugsanlega spilað þátt í þessum breytingum og hafa ýmsar getgátur verið á sveimi. Sem dæmi halda sumir fram að breytingar í afþreyingu ungmenna upp úr 2000 gætu hafa haft áhrif. Vinsældir samkeppnismiðaðs raunveruleikasjónvarps og raunveruleikastjarna með skerta samkennd eru mögulega ekki góð fyrirmynd. Ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum og fréttum gæti mögulega haft deyfandi áhrif á samkenndar viðbrögð ungmenna. Fjöldi barna í barnafjölskyldum fer minnkandi en hugsanlega dregur það úr samkennd barns að þurfa ekki að gera málamiðlanir í þágu systkina. Breytingar í uppeldisaðferðum barna getur einnig verið áhrifavaldur. Það finnst þó ekki beint samband á milli samkenndar foreldris og barns. Frekar má sjá fjölda þátta sem eiga sameiginlegan þátt í þroskun samkenndar. Foreldrar sem þroska samkennd hjá barni sínu sýna lága tíðni stjórnsemis tengdra refsinga, eru há í hlýju og viðbragðshæfni, og ýta undir það að barn tjái sig tilfinningalega. Ein langtímarannsókn sýndi fram á að samkennd er meiri á meðal fullorðinna sem áttu virka feður í uppeldi sínu, mæður sem drógu úr yfirgangssemi þeirra þegar þau voru börn, og á meðal þeirra sem áttu mæður sem voru sáttar við hlutskipti sín sem foreldrar. Það kann að vera möguleiki að nútíma foreldrar séu stjórnsamari, sýni af sér minni hlýju og viðbragðshæfni, séu ólíklegri til að ræða mögulega líðan annarra, óhamingjusamari með hlutskipti sín og líklegri til að samþykkja meiri yfirgangssemi frá börnum sínum. Það má deila um það hvers konar einstaklingur verði skapaður í slíkum aðstæðum en þá má jafnframt spyrja sig hvort að foreldrar séu að verða narsissískari með þeim afleiðingum að börn þeirra verði svo samkenndaminni í kjölfarið? Áherslan á að ná árangri í lífinu hefur aukist til muna og hefur pressan til að ná árangri í námi eða starfi aukist samhliða. Mögulega verður það óvinsælli eiginleiki að sýna samkennd þegar aðrir eru álitnir keppinautar. Það gæti verið inni í myndinni að svindl, lygar og að ráðskast með aðra séu álitnir hluti af því að ná árangri í lífinu og sé þannig að auka narsissisma á meðal fólks og draga þannig úr samkennd. Síðast en ekki síst hefur gríðarleg breyting orðið á félagshegðun ungmenna með tilliti til samfélagsmiðla og netsamskipta. Hverjar sem ástæðurnar eru á bakvið þessa þróun þá blasir einhver mynd okkur. Spurningin verður að vera næst, hvað skal nú gera til að snúa blaðinu við? Það má nálgast rannsóknina hér í heild sinni: https://journals.sagepub.com/doi/epdf/10.1177/1088868310377395 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mannskepnan er stútfull af þversögnum, annars vegar getum við ekki án hvors annars verið en hins vegar þá gerist það að við ljúgum, stelum, ráðskumst með aðra, beitum líkamlegu ofbeldi og veitumst að öðrum með dólgslátum. Í ljósi þeirra átaka sem fyrirfinnast, óþægilegu og andfélagslegu hegðunarmynstra sem má sjá víða í samfélaginu, er vert að ræða um samkennd. Samkennd er eiginleiki sem stuðlar að samvinnu, jákvæðri félagshæfni og uppbyggjandi félagssamböndum. Í grunninn felur samkennd í sér hæfileikann til „að skilja andlega og tilfinningalega líðan annarrar manneskju“. Samkennd er einnig getan til að skilja eigin tilfinningar og gera sér grein fyrir tilfinningum annarra með því að skilja svipbrigði, talsmáta og hegðun annarra, getunni til að bera hag annarra fyrir brjósti, ásamt mörgum öðrum þáttum. Samkenndaríkari einstaklingar búa yfir betri hæfileikum til samskipta, umhyggjusemi og getu til að setja sig í spor annarra. Yfirleitt sýna rannsóknir hærri tíðni samkenndar hjá konum en þetta kynjabil jafnast út með hækkandi aldri. Samkennd finnst að sjálfsögðu á meðal allra aldursflokka og allra kynja og á það sama við um andhverfu samkenndar, sem stundum er kölluð er hin dökka þríund eða machiavellianismi, narsissismi og siðblinda. Samkennd fer minnkandi milli kynslóða Samkvæmt greiningu Konrath, O’Brien og Hsing frá árinu 2011, í tímaritinu Personality and Social Psychology Review, sem samanstóð af 72 úrtökum sem gerðar höfðu verið milli áranna 1979 og 2009 á háskólanemum í Bandaríkjunum, kom fram að samkennd fari minnkandi milli kynslóða. Á þessu tímabili hefur getan til að sýna umhyggjusemi og jákvætt viðhorf til annarra minnkað mest eða 48%, og næst mest getan til að setja sig í spor annarra eða 34%. Þessi tilhneiging jókst til muna eftir 2000. Með því að skoða eingöngu háskólanema er þarna verið að bera saman fólk á svipuðum aldri sem ólst upp á öðrum tíma, við ólíkar félagslegar venjur, þrátt fyrir að búa í sama landi. Þegar rannsóknir eru skoðaðar má finna tengsl milli minni samkenndar og yfirgangssemi. Einnig má sjá að nemar sem mælast lágir í samkennd eru líklegri til að vera með dólgslæti undir áhrifum áfengis. Tíðni eineltis á meðal stúlkna hefur aukist og í ljósi algengis eineltis í skólum má yfirhöfuð velta fyrir sér hvaða áhrif minnkandi samkennd hefur á menningu barna innan veggja skólans. Hvers vegna þessi þróun? Ég get ekki fullyrt um ástæðu þessa þróunar en fræðimenn hafa velt fyrir sér hvaða þættir gætu hugsanlega spilað þátt í þessum breytingum og hafa ýmsar getgátur verið á sveimi. Sem dæmi halda sumir fram að breytingar í afþreyingu ungmenna upp úr 2000 gætu hafa haft áhrif. Vinsældir samkeppnismiðaðs raunveruleikasjónvarps og raunveruleikastjarna með skerta samkennd eru mögulega ekki góð fyrirmynd. Ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum og fréttum gæti mögulega haft deyfandi áhrif á samkenndar viðbrögð ungmenna. Fjöldi barna í barnafjölskyldum fer minnkandi en hugsanlega dregur það úr samkennd barns að þurfa ekki að gera málamiðlanir í þágu systkina. Breytingar í uppeldisaðferðum barna getur einnig verið áhrifavaldur. Það finnst þó ekki beint samband á milli samkenndar foreldris og barns. Frekar má sjá fjölda þátta sem eiga sameiginlegan þátt í þroskun samkenndar. Foreldrar sem þroska samkennd hjá barni sínu sýna lága tíðni stjórnsemis tengdra refsinga, eru há í hlýju og viðbragðshæfni, og ýta undir það að barn tjái sig tilfinningalega. Ein langtímarannsókn sýndi fram á að samkennd er meiri á meðal fullorðinna sem áttu virka feður í uppeldi sínu, mæður sem drógu úr yfirgangssemi þeirra þegar þau voru börn, og á meðal þeirra sem áttu mæður sem voru sáttar við hlutskipti sín sem foreldrar. Það kann að vera möguleiki að nútíma foreldrar séu stjórnsamari, sýni af sér minni hlýju og viðbragðshæfni, séu ólíklegri til að ræða mögulega líðan annarra, óhamingjusamari með hlutskipti sín og líklegri til að samþykkja meiri yfirgangssemi frá börnum sínum. Það má deila um það hvers konar einstaklingur verði skapaður í slíkum aðstæðum en þá má jafnframt spyrja sig hvort að foreldrar séu að verða narsissískari með þeim afleiðingum að börn þeirra verði svo samkenndaminni í kjölfarið? Áherslan á að ná árangri í lífinu hefur aukist til muna og hefur pressan til að ná árangri í námi eða starfi aukist samhliða. Mögulega verður það óvinsælli eiginleiki að sýna samkennd þegar aðrir eru álitnir keppinautar. Það gæti verið inni í myndinni að svindl, lygar og að ráðskast með aðra séu álitnir hluti af því að ná árangri í lífinu og sé þannig að auka narsissisma á meðal fólks og draga þannig úr samkennd. Síðast en ekki síst hefur gríðarleg breyting orðið á félagshegðun ungmenna með tilliti til samfélagsmiðla og netsamskipta. Hverjar sem ástæðurnar eru á bakvið þessa þróun þá blasir einhver mynd okkur. Spurningin verður að vera næst, hvað skal nú gera til að snúa blaðinu við? Það má nálgast rannsóknina hér í heild sinni: https://journals.sagepub.com/doi/epdf/10.1177/1088868310377395
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar