Samkennd fer minnkandi milli kynslóða Stefanía Arnardóttir skrifar 22. október 2022 08:01 Mannskepnan er stútfull af þversögnum, annars vegar getum við ekki án hvors annars verið en hins vegar þá gerist það að við ljúgum, stelum, ráðskumst með aðra, beitum líkamlegu ofbeldi og veitumst að öðrum með dólgslátum. Í ljósi þeirra átaka sem fyrirfinnast, óþægilegu og andfélagslegu hegðunarmynstra sem má sjá víða í samfélaginu, er vert að ræða um samkennd. Samkennd er eiginleiki sem stuðlar að samvinnu, jákvæðri félagshæfni og uppbyggjandi félagssamböndum. Í grunninn felur samkennd í sér hæfileikann til „að skilja andlega og tilfinningalega líðan annarrar manneskju“. Samkennd er einnig getan til að skilja eigin tilfinningar og gera sér grein fyrir tilfinningum annarra með því að skilja svipbrigði, talsmáta og hegðun annarra, getunni til að bera hag annarra fyrir brjósti, ásamt mörgum öðrum þáttum. Samkenndaríkari einstaklingar búa yfir betri hæfileikum til samskipta, umhyggjusemi og getu til að setja sig í spor annarra. Yfirleitt sýna rannsóknir hærri tíðni samkenndar hjá konum en þetta kynjabil jafnast út með hækkandi aldri. Samkennd finnst að sjálfsögðu á meðal allra aldursflokka og allra kynja og á það sama við um andhverfu samkenndar, sem stundum er kölluð er hin dökka þríund eða machiavellianismi, narsissismi og siðblinda. Samkennd fer minnkandi milli kynslóða Samkvæmt greiningu Konrath, O’Brien og Hsing frá árinu 2011, í tímaritinu Personality and Social Psychology Review, sem samanstóð af 72 úrtökum sem gerðar höfðu verið milli áranna 1979 og 2009 á háskólanemum í Bandaríkjunum, kom fram að samkennd fari minnkandi milli kynslóða. Á þessu tímabili hefur getan til að sýna umhyggjusemi og jákvætt viðhorf til annarra minnkað mest eða 48%, og næst mest getan til að setja sig í spor annarra eða 34%. Þessi tilhneiging jókst til muna eftir 2000. Með því að skoða eingöngu háskólanema er þarna verið að bera saman fólk á svipuðum aldri sem ólst upp á öðrum tíma, við ólíkar félagslegar venjur, þrátt fyrir að búa í sama landi. Þegar rannsóknir eru skoðaðar má finna tengsl milli minni samkenndar og yfirgangssemi. Einnig má sjá að nemar sem mælast lágir í samkennd eru líklegri til að vera með dólgslæti undir áhrifum áfengis. Tíðni eineltis á meðal stúlkna hefur aukist og í ljósi algengis eineltis í skólum má yfirhöfuð velta fyrir sér hvaða áhrif minnkandi samkennd hefur á menningu barna innan veggja skólans. Hvers vegna þessi þróun? Ég get ekki fullyrt um ástæðu þessa þróunar en fræðimenn hafa velt fyrir sér hvaða þættir gætu hugsanlega spilað þátt í þessum breytingum og hafa ýmsar getgátur verið á sveimi. Sem dæmi halda sumir fram að breytingar í afþreyingu ungmenna upp úr 2000 gætu hafa haft áhrif. Vinsældir samkeppnismiðaðs raunveruleikasjónvarps og raunveruleikastjarna með skerta samkennd eru mögulega ekki góð fyrirmynd. Ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum og fréttum gæti mögulega haft deyfandi áhrif á samkenndar viðbrögð ungmenna. Fjöldi barna í barnafjölskyldum fer minnkandi en hugsanlega dregur það úr samkennd barns að þurfa ekki að gera málamiðlanir í þágu systkina. Breytingar í uppeldisaðferðum barna getur einnig verið áhrifavaldur. Það finnst þó ekki beint samband á milli samkenndar foreldris og barns. Frekar má sjá fjölda þátta sem eiga sameiginlegan þátt í þroskun samkenndar. Foreldrar sem þroska samkennd hjá barni sínu sýna lága tíðni stjórnsemis tengdra refsinga, eru há í hlýju og viðbragðshæfni, og ýta undir það að barn tjái sig tilfinningalega. Ein langtímarannsókn sýndi fram á að samkennd er meiri á meðal fullorðinna sem áttu virka feður í uppeldi sínu, mæður sem drógu úr yfirgangssemi þeirra þegar þau voru börn, og á meðal þeirra sem áttu mæður sem voru sáttar við hlutskipti sín sem foreldrar. Það kann að vera möguleiki að nútíma foreldrar séu stjórnsamari, sýni af sér minni hlýju og viðbragðshæfni, séu ólíklegri til að ræða mögulega líðan annarra, óhamingjusamari með hlutskipti sín og líklegri til að samþykkja meiri yfirgangssemi frá börnum sínum. Það má deila um það hvers konar einstaklingur verði skapaður í slíkum aðstæðum en þá má jafnframt spyrja sig hvort að foreldrar séu að verða narsissískari með þeim afleiðingum að börn þeirra verði svo samkenndaminni í kjölfarið? Áherslan á að ná árangri í lífinu hefur aukist til muna og hefur pressan til að ná árangri í námi eða starfi aukist samhliða. Mögulega verður það óvinsælli eiginleiki að sýna samkennd þegar aðrir eru álitnir keppinautar. Það gæti verið inni í myndinni að svindl, lygar og að ráðskast með aðra séu álitnir hluti af því að ná árangri í lífinu og sé þannig að auka narsissisma á meðal fólks og draga þannig úr samkennd. Síðast en ekki síst hefur gríðarleg breyting orðið á félagshegðun ungmenna með tilliti til samfélagsmiðla og netsamskipta. Hverjar sem ástæðurnar eru á bakvið þessa þróun þá blasir einhver mynd okkur. Spurningin verður að vera næst, hvað skal nú gera til að snúa blaðinu við? Það má nálgast rannsóknina hér í heild sinni: https://journals.sagepub.com/doi/epdf/10.1177/1088868310377395 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Mannskepnan er stútfull af þversögnum, annars vegar getum við ekki án hvors annars verið en hins vegar þá gerist það að við ljúgum, stelum, ráðskumst með aðra, beitum líkamlegu ofbeldi og veitumst að öðrum með dólgslátum. Í ljósi þeirra átaka sem fyrirfinnast, óþægilegu og andfélagslegu hegðunarmynstra sem má sjá víða í samfélaginu, er vert að ræða um samkennd. Samkennd er eiginleiki sem stuðlar að samvinnu, jákvæðri félagshæfni og uppbyggjandi félagssamböndum. Í grunninn felur samkennd í sér hæfileikann til „að skilja andlega og tilfinningalega líðan annarrar manneskju“. Samkennd er einnig getan til að skilja eigin tilfinningar og gera sér grein fyrir tilfinningum annarra með því að skilja svipbrigði, talsmáta og hegðun annarra, getunni til að bera hag annarra fyrir brjósti, ásamt mörgum öðrum þáttum. Samkenndaríkari einstaklingar búa yfir betri hæfileikum til samskipta, umhyggjusemi og getu til að setja sig í spor annarra. Yfirleitt sýna rannsóknir hærri tíðni samkenndar hjá konum en þetta kynjabil jafnast út með hækkandi aldri. Samkennd finnst að sjálfsögðu á meðal allra aldursflokka og allra kynja og á það sama við um andhverfu samkenndar, sem stundum er kölluð er hin dökka þríund eða machiavellianismi, narsissismi og siðblinda. Samkennd fer minnkandi milli kynslóða Samkvæmt greiningu Konrath, O’Brien og Hsing frá árinu 2011, í tímaritinu Personality and Social Psychology Review, sem samanstóð af 72 úrtökum sem gerðar höfðu verið milli áranna 1979 og 2009 á háskólanemum í Bandaríkjunum, kom fram að samkennd fari minnkandi milli kynslóða. Á þessu tímabili hefur getan til að sýna umhyggjusemi og jákvætt viðhorf til annarra minnkað mest eða 48%, og næst mest getan til að setja sig í spor annarra eða 34%. Þessi tilhneiging jókst til muna eftir 2000. Með því að skoða eingöngu háskólanema er þarna verið að bera saman fólk á svipuðum aldri sem ólst upp á öðrum tíma, við ólíkar félagslegar venjur, þrátt fyrir að búa í sama landi. Þegar rannsóknir eru skoðaðar má finna tengsl milli minni samkenndar og yfirgangssemi. Einnig má sjá að nemar sem mælast lágir í samkennd eru líklegri til að vera með dólgslæti undir áhrifum áfengis. Tíðni eineltis á meðal stúlkna hefur aukist og í ljósi algengis eineltis í skólum má yfirhöfuð velta fyrir sér hvaða áhrif minnkandi samkennd hefur á menningu barna innan veggja skólans. Hvers vegna þessi þróun? Ég get ekki fullyrt um ástæðu þessa þróunar en fræðimenn hafa velt fyrir sér hvaða þættir gætu hugsanlega spilað þátt í þessum breytingum og hafa ýmsar getgátur verið á sveimi. Sem dæmi halda sumir fram að breytingar í afþreyingu ungmenna upp úr 2000 gætu hafa haft áhrif. Vinsældir samkeppnismiðaðs raunveruleikasjónvarps og raunveruleikastjarna með skerta samkennd eru mögulega ekki góð fyrirmynd. Ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum og fréttum gæti mögulega haft deyfandi áhrif á samkenndar viðbrögð ungmenna. Fjöldi barna í barnafjölskyldum fer minnkandi en hugsanlega dregur það úr samkennd barns að þurfa ekki að gera málamiðlanir í þágu systkina. Breytingar í uppeldisaðferðum barna getur einnig verið áhrifavaldur. Það finnst þó ekki beint samband á milli samkenndar foreldris og barns. Frekar má sjá fjölda þátta sem eiga sameiginlegan þátt í þroskun samkenndar. Foreldrar sem þroska samkennd hjá barni sínu sýna lága tíðni stjórnsemis tengdra refsinga, eru há í hlýju og viðbragðshæfni, og ýta undir það að barn tjái sig tilfinningalega. Ein langtímarannsókn sýndi fram á að samkennd er meiri á meðal fullorðinna sem áttu virka feður í uppeldi sínu, mæður sem drógu úr yfirgangssemi þeirra þegar þau voru börn, og á meðal þeirra sem áttu mæður sem voru sáttar við hlutskipti sín sem foreldrar. Það kann að vera möguleiki að nútíma foreldrar séu stjórnsamari, sýni af sér minni hlýju og viðbragðshæfni, séu ólíklegri til að ræða mögulega líðan annarra, óhamingjusamari með hlutskipti sín og líklegri til að samþykkja meiri yfirgangssemi frá börnum sínum. Það má deila um það hvers konar einstaklingur verði skapaður í slíkum aðstæðum en þá má jafnframt spyrja sig hvort að foreldrar séu að verða narsissískari með þeim afleiðingum að börn þeirra verði svo samkenndaminni í kjölfarið? Áherslan á að ná árangri í lífinu hefur aukist til muna og hefur pressan til að ná árangri í námi eða starfi aukist samhliða. Mögulega verður það óvinsælli eiginleiki að sýna samkennd þegar aðrir eru álitnir keppinautar. Það gæti verið inni í myndinni að svindl, lygar og að ráðskast með aðra séu álitnir hluti af því að ná árangri í lífinu og sé þannig að auka narsissisma á meðal fólks og draga þannig úr samkennd. Síðast en ekki síst hefur gríðarleg breyting orðið á félagshegðun ungmenna með tilliti til samfélagsmiðla og netsamskipta. Hverjar sem ástæðurnar eru á bakvið þessa þróun þá blasir einhver mynd okkur. Spurningin verður að vera næst, hvað skal nú gera til að snúa blaðinu við? Það má nálgast rannsóknina hér í heild sinni: https://journals.sagepub.com/doi/epdf/10.1177/1088868310377395
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun