Fengu meistarahringana og unnu svo Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2022 08:30 Andre Iguodala, Stephen Curry, Draymond Green og Klay Thompson sýna meistarahringana fyrir leikinn gegn Los Angeles Lakers í nótt. Þeir eiga fjóra slíka. getty/Ezra Shaw Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst í nótt með tveimur leikjum. Titilvörn meistara Golden State Warriors fer vel af stað. Fyrir leikinn gegn Los Angeles Lakers fengu leikmenn Golden State afhenta hringa eins og venjan er að meistaralið fá. Golden State vann svo leikinn, 123-109. „Ég er hæstánægður með sigurinn. Hringakvöld eru aldrei auðveld og venjulega eru menn stressaðir í fyrsta leik,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, í leikslok. Stephen Curry skoraði 33 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Andrew Wiggins skoraði tuttugu stig og Klay Thompson átján. Steph Curry put the finishing touches on ring night dropping 33 PTS to open the @warriors szn with a W! #KiaTipOff22 33 PTS | 6 REB | 7 AST | 4 STL pic.twitter.com/s5YGWynBU6— NBA (@NBA) October 19, 2022 Draymond Green, sem er nýkominn aftur inn í lið Golden State eftir að hafa verið sendur í leyfi fyrir að kýla samherja sinn, Jordan Poole, hafði hægt um sig; skoraði fjögur stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Poole skoraði tólf stig og gaf sjö stoðsendingar. LeBron James skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar í fyrsta leiknum á tuttugasta tímabili sínu í NBA. Anthony Davis skoraði 27 stig og Russell Westbrook nítján. LeBron started season 20 with a near triple-double in the @Lakers' season opener! #KiaTipOff22 31 PTS | 14 REB | 8 AST pic.twitter.com/y4pATijh5T— NBA (@NBA) October 19, 2022 Boston Celtics, silfurlið síðasta tímabils, sigraði Philadelphia 76ers, 126-117, í leik tveggja af sterkustu liða Austurdeildarinnar. Jaylen Brown og Jayson Tatum skoruðu 35 stig hvor fyrir Boston sem lék í gær fyrsta keppnisleikinn undir stjórn Joe Mazzulla. Hann tók við liðinu eftir að Ime Udoka var dæmdur í árs bann vegna sambands við starfsmann Boston. Malcolm Brogdon skoraði sextán stig af bekknum í fyrsta leik sínum fyrir Boston. Varamenn Sixers skoruðu aðeins ellefu stig samtals. Jayson Tatum and Jaylen Brown went OFF tonight in the Celtics' season opener.Tatum: 35 PTS, 12 REB, 4 ASTBrown: 35 PTS, 3 REB#KiaTipOff22 pic.twitter.com/QppiiA4FFX— NBA (@NBA) October 19, 2022 James Harden skoraði 35 stig fyrir Philadelphia og Joel Embiid var með 26 stig og fimmtán fráköst. Tobias Harris skoraði átján stig. James Harden tonight for the Sixers:35 PTS8 REB7 ASTA great performance by The Beard. #KiaTipOff22 pic.twitter.com/2mXTRiqXdD— NBA (@NBA) October 19, 2022 NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Fyrir leikinn gegn Los Angeles Lakers fengu leikmenn Golden State afhenta hringa eins og venjan er að meistaralið fá. Golden State vann svo leikinn, 123-109. „Ég er hæstánægður með sigurinn. Hringakvöld eru aldrei auðveld og venjulega eru menn stressaðir í fyrsta leik,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, í leikslok. Stephen Curry skoraði 33 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Andrew Wiggins skoraði tuttugu stig og Klay Thompson átján. Steph Curry put the finishing touches on ring night dropping 33 PTS to open the @warriors szn with a W! #KiaTipOff22 33 PTS | 6 REB | 7 AST | 4 STL pic.twitter.com/s5YGWynBU6— NBA (@NBA) October 19, 2022 Draymond Green, sem er nýkominn aftur inn í lið Golden State eftir að hafa verið sendur í leyfi fyrir að kýla samherja sinn, Jordan Poole, hafði hægt um sig; skoraði fjögur stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Poole skoraði tólf stig og gaf sjö stoðsendingar. LeBron James skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar í fyrsta leiknum á tuttugasta tímabili sínu í NBA. Anthony Davis skoraði 27 stig og Russell Westbrook nítján. LeBron started season 20 with a near triple-double in the @Lakers' season opener! #KiaTipOff22 31 PTS | 14 REB | 8 AST pic.twitter.com/y4pATijh5T— NBA (@NBA) October 19, 2022 Boston Celtics, silfurlið síðasta tímabils, sigraði Philadelphia 76ers, 126-117, í leik tveggja af sterkustu liða Austurdeildarinnar. Jaylen Brown og Jayson Tatum skoruðu 35 stig hvor fyrir Boston sem lék í gær fyrsta keppnisleikinn undir stjórn Joe Mazzulla. Hann tók við liðinu eftir að Ime Udoka var dæmdur í árs bann vegna sambands við starfsmann Boston. Malcolm Brogdon skoraði sextán stig af bekknum í fyrsta leik sínum fyrir Boston. Varamenn Sixers skoruðu aðeins ellefu stig samtals. Jayson Tatum and Jaylen Brown went OFF tonight in the Celtics' season opener.Tatum: 35 PTS, 12 REB, 4 ASTBrown: 35 PTS, 3 REB#KiaTipOff22 pic.twitter.com/QppiiA4FFX— NBA (@NBA) October 19, 2022 James Harden skoraði 35 stig fyrir Philadelphia og Joel Embiid var með 26 stig og fimmtán fráköst. Tobias Harris skoraði átján stig. James Harden tonight for the Sixers:35 PTS8 REB7 ASTA great performance by The Beard. #KiaTipOff22 pic.twitter.com/2mXTRiqXdD— NBA (@NBA) October 19, 2022
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira