Fengu meistarahringana og unnu svo Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2022 08:30 Andre Iguodala, Stephen Curry, Draymond Green og Klay Thompson sýna meistarahringana fyrir leikinn gegn Los Angeles Lakers í nótt. Þeir eiga fjóra slíka. getty/Ezra Shaw Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst í nótt með tveimur leikjum. Titilvörn meistara Golden State Warriors fer vel af stað. Fyrir leikinn gegn Los Angeles Lakers fengu leikmenn Golden State afhenta hringa eins og venjan er að meistaralið fá. Golden State vann svo leikinn, 123-109. „Ég er hæstánægður með sigurinn. Hringakvöld eru aldrei auðveld og venjulega eru menn stressaðir í fyrsta leik,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, í leikslok. Stephen Curry skoraði 33 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Andrew Wiggins skoraði tuttugu stig og Klay Thompson átján. Steph Curry put the finishing touches on ring night dropping 33 PTS to open the @warriors szn with a W! #KiaTipOff22 33 PTS | 6 REB | 7 AST | 4 STL pic.twitter.com/s5YGWynBU6— NBA (@NBA) October 19, 2022 Draymond Green, sem er nýkominn aftur inn í lið Golden State eftir að hafa verið sendur í leyfi fyrir að kýla samherja sinn, Jordan Poole, hafði hægt um sig; skoraði fjögur stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Poole skoraði tólf stig og gaf sjö stoðsendingar. LeBron James skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar í fyrsta leiknum á tuttugasta tímabili sínu í NBA. Anthony Davis skoraði 27 stig og Russell Westbrook nítján. LeBron started season 20 with a near triple-double in the @Lakers' season opener! #KiaTipOff22 31 PTS | 14 REB | 8 AST pic.twitter.com/y4pATijh5T— NBA (@NBA) October 19, 2022 Boston Celtics, silfurlið síðasta tímabils, sigraði Philadelphia 76ers, 126-117, í leik tveggja af sterkustu liða Austurdeildarinnar. Jaylen Brown og Jayson Tatum skoruðu 35 stig hvor fyrir Boston sem lék í gær fyrsta keppnisleikinn undir stjórn Joe Mazzulla. Hann tók við liðinu eftir að Ime Udoka var dæmdur í árs bann vegna sambands við starfsmann Boston. Malcolm Brogdon skoraði sextán stig af bekknum í fyrsta leik sínum fyrir Boston. Varamenn Sixers skoruðu aðeins ellefu stig samtals. Jayson Tatum and Jaylen Brown went OFF tonight in the Celtics' season opener.Tatum: 35 PTS, 12 REB, 4 ASTBrown: 35 PTS, 3 REB#KiaTipOff22 pic.twitter.com/QppiiA4FFX— NBA (@NBA) October 19, 2022 James Harden skoraði 35 stig fyrir Philadelphia og Joel Embiid var með 26 stig og fimmtán fráköst. Tobias Harris skoraði átján stig. James Harden tonight for the Sixers:35 PTS8 REB7 ASTA great performance by The Beard. #KiaTipOff22 pic.twitter.com/2mXTRiqXdD— NBA (@NBA) October 19, 2022 NBA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Fyrir leikinn gegn Los Angeles Lakers fengu leikmenn Golden State afhenta hringa eins og venjan er að meistaralið fá. Golden State vann svo leikinn, 123-109. „Ég er hæstánægður með sigurinn. Hringakvöld eru aldrei auðveld og venjulega eru menn stressaðir í fyrsta leik,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, í leikslok. Stephen Curry skoraði 33 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Andrew Wiggins skoraði tuttugu stig og Klay Thompson átján. Steph Curry put the finishing touches on ring night dropping 33 PTS to open the @warriors szn with a W! #KiaTipOff22 33 PTS | 6 REB | 7 AST | 4 STL pic.twitter.com/s5YGWynBU6— NBA (@NBA) October 19, 2022 Draymond Green, sem er nýkominn aftur inn í lið Golden State eftir að hafa verið sendur í leyfi fyrir að kýla samherja sinn, Jordan Poole, hafði hægt um sig; skoraði fjögur stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Poole skoraði tólf stig og gaf sjö stoðsendingar. LeBron James skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar í fyrsta leiknum á tuttugasta tímabili sínu í NBA. Anthony Davis skoraði 27 stig og Russell Westbrook nítján. LeBron started season 20 with a near triple-double in the @Lakers' season opener! #KiaTipOff22 31 PTS | 14 REB | 8 AST pic.twitter.com/y4pATijh5T— NBA (@NBA) October 19, 2022 Boston Celtics, silfurlið síðasta tímabils, sigraði Philadelphia 76ers, 126-117, í leik tveggja af sterkustu liða Austurdeildarinnar. Jaylen Brown og Jayson Tatum skoruðu 35 stig hvor fyrir Boston sem lék í gær fyrsta keppnisleikinn undir stjórn Joe Mazzulla. Hann tók við liðinu eftir að Ime Udoka var dæmdur í árs bann vegna sambands við starfsmann Boston. Malcolm Brogdon skoraði sextán stig af bekknum í fyrsta leik sínum fyrir Boston. Varamenn Sixers skoruðu aðeins ellefu stig samtals. Jayson Tatum and Jaylen Brown went OFF tonight in the Celtics' season opener.Tatum: 35 PTS, 12 REB, 4 ASTBrown: 35 PTS, 3 REB#KiaTipOff22 pic.twitter.com/QppiiA4FFX— NBA (@NBA) October 19, 2022 James Harden skoraði 35 stig fyrir Philadelphia og Joel Embiid var með 26 stig og fimmtán fráköst. Tobias Harris skoraði átján stig. James Harden tonight for the Sixers:35 PTS8 REB7 ASTA great performance by The Beard. #KiaTipOff22 pic.twitter.com/2mXTRiqXdD— NBA (@NBA) October 19, 2022
NBA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira