Alþjóðlegur dagur matvæla Erna Bjarnadóttir skrifar 18. október 2022 13:00 Alþjóðlegi matvæladagurinn (World Food Day) er haldinn árlega þann 16. október. Þessi dagsetning varð fyrir valinu með tilvísun til þess að þann dag árið 1945 var Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) stofnuð. Deginum er ætlað að varpa ljósi á stöðu milljóna manna um heim allan sem hafa ekki efni á næringarríkum mat. Matvælaverð hefur hækkað gríðarlega Þema alþjóðlega matvæladagsins í ár er „Skildu ENGAN eftir“ eða á frummálinu, „Leave NO ONE behind“. Áskoranirnar í ár eru margvíslegar, COVID-19 heimsfaraldurinn hefur enn víðtæk áhrif á framboðskeðjur. Þá má nefna áhrif loftslagsbreytinga, stríðsátök og aukna alþjóðlega spennu en allt hefur þetta leitt til þess að um allan heim hefur matvælaverð hækkað gríðarlega. Í tilefni af deginum, vakti OECD sérstaklega athygli á hækkunum á matvælaverði í aðildarlöndum OECD. Matvælaverð hélt áfram að hækka í aðildarlöndunum í ágúst sl. en þá nam verðbólga matvælaverðs 15% á ársgrundvelli, samanborið við 14,5% í júlí 2022. Til samanburðar má nefna að á sama tíma í fyrra (ágúst 2021) nam verðhækkun á mat í aðildarlöndum OECD 3,6%, miðað við 12 mánaða tímabil. OECD birti jafnframt mynd sem bar saman tólf mánaða verðhækkanir á matvörum í aðildarlöndum þess. Eins og sjá má í meðfylgjandi grafi stendur Ísland sig vel. Hækkanir hér á landi eru mun minni en í mörgum ríkjum sem gjarnan eru borin saman við Ísland. Hvar hækkar matvælaverð mest? Þessi mynd OECD sýnir glöggt að það eru efnaminni lönd innan OECD sem verðhækkanir skella hvað harðast á. Tyrkland sker sig þar úr en í hópi landa innan ESB eru það Ungverjaland, Eystrasaltslöndin, Slóvakía og Tékkland sem verðlag matvæla hefur hækkað hvað mest. Athygli vekur óneitanlega að Danmörk kemur í 7. sæti ESB-landa, en verðhækkanir á mat nema 15,9% frá ágúst 2021 til ágúst 2022. Þau lönd innan OECD sem hafa náð að takast best á við þetta viðfangsefni eru Sviss, Ísrael og Japan þar sem verð á matvörum hefur hækkað um 2,5% – 5,1%. Ísland skipar sér síðan í hóp með Lúxemborg, Írlandi og Frakklandi þar sem verðhækkanir á matvörum á tímabilinu nema á bilinu 8% - 9%. Hvað sjáum við fram undan? Komandi mánuðir munu verða prófsteinn á þanþol matvælaframleiðslu um allan heim. Þó verð á áburði hafi nú lækkað frá því sem það var hæst í apríl sl. hefur verksmiðjum víða í Evrópu verið lokað síðan þá. Þá eru verð á hveiti í framvirkum samningum á Chicago kornmarkaðnum nú skráð á þau hæstu síðan í júní sl. Ástæðan sögð vaxandi ótti við harðnandi átök í Úkraínu og væntingar um minni uppskeru bæði í USA og Evrópu. Einnig eru enn brestir í framboði á öðrum mikilvægum aðföngum víða um heiminn vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Áminning Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi matvæla er því þörf nú sem endranær. Skiljum ENGAN eftir. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi matvæladagurinn (World Food Day) er haldinn árlega þann 16. október. Þessi dagsetning varð fyrir valinu með tilvísun til þess að þann dag árið 1945 var Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) stofnuð. Deginum er ætlað að varpa ljósi á stöðu milljóna manna um heim allan sem hafa ekki efni á næringarríkum mat. Matvælaverð hefur hækkað gríðarlega Þema alþjóðlega matvæladagsins í ár er „Skildu ENGAN eftir“ eða á frummálinu, „Leave NO ONE behind“. Áskoranirnar í ár eru margvíslegar, COVID-19 heimsfaraldurinn hefur enn víðtæk áhrif á framboðskeðjur. Þá má nefna áhrif loftslagsbreytinga, stríðsátök og aukna alþjóðlega spennu en allt hefur þetta leitt til þess að um allan heim hefur matvælaverð hækkað gríðarlega. Í tilefni af deginum, vakti OECD sérstaklega athygli á hækkunum á matvælaverði í aðildarlöndum OECD. Matvælaverð hélt áfram að hækka í aðildarlöndunum í ágúst sl. en þá nam verðbólga matvælaverðs 15% á ársgrundvelli, samanborið við 14,5% í júlí 2022. Til samanburðar má nefna að á sama tíma í fyrra (ágúst 2021) nam verðhækkun á mat í aðildarlöndum OECD 3,6%, miðað við 12 mánaða tímabil. OECD birti jafnframt mynd sem bar saman tólf mánaða verðhækkanir á matvörum í aðildarlöndum þess. Eins og sjá má í meðfylgjandi grafi stendur Ísland sig vel. Hækkanir hér á landi eru mun minni en í mörgum ríkjum sem gjarnan eru borin saman við Ísland. Hvar hækkar matvælaverð mest? Þessi mynd OECD sýnir glöggt að það eru efnaminni lönd innan OECD sem verðhækkanir skella hvað harðast á. Tyrkland sker sig þar úr en í hópi landa innan ESB eru það Ungverjaland, Eystrasaltslöndin, Slóvakía og Tékkland sem verðlag matvæla hefur hækkað hvað mest. Athygli vekur óneitanlega að Danmörk kemur í 7. sæti ESB-landa, en verðhækkanir á mat nema 15,9% frá ágúst 2021 til ágúst 2022. Þau lönd innan OECD sem hafa náð að takast best á við þetta viðfangsefni eru Sviss, Ísrael og Japan þar sem verð á matvörum hefur hækkað um 2,5% – 5,1%. Ísland skipar sér síðan í hóp með Lúxemborg, Írlandi og Frakklandi þar sem verðhækkanir á matvörum á tímabilinu nema á bilinu 8% - 9%. Hvað sjáum við fram undan? Komandi mánuðir munu verða prófsteinn á þanþol matvælaframleiðslu um allan heim. Þó verð á áburði hafi nú lækkað frá því sem það var hæst í apríl sl. hefur verksmiðjum víða í Evrópu verið lokað síðan þá. Þá eru verð á hveiti í framvirkum samningum á Chicago kornmarkaðnum nú skráð á þau hæstu síðan í júní sl. Ástæðan sögð vaxandi ótti við harðnandi átök í Úkraínu og væntingar um minni uppskeru bæði í USA og Evrópu. Einnig eru enn brestir í framboði á öðrum mikilvægum aðföngum víða um heiminn vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Áminning Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi matvæla er því þörf nú sem endranær. Skiljum ENGAN eftir. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun