Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2022 13:01 Haukur Þrastarson fylgdist með síðustu landsleikjum úr sjónvarpinu. vísir/vilhelm Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. Ísland vann Ísrael og Eistland með samtals 27 marka mun í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM 2024. Haukur var ekki í íslenska hópnum sem vakti athygli Handkastara. Þeir veltu því fyrir sér hvort Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðsins, muni nota hann á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar. „Ég á mjög erfitt með að finna einhverja skýringu aðra en þá að Gummi finnur að hann treystir þessum strákum sem voru á EM í janúar. Þá var Haukur meiddur og ekki með. Gummi er auðvitað íhaldssamur og stundum bítur hann eitthvað í sig. Og núna hefur hann bitið í sig að Haukur væri ekki á þeim stað að ógna þeim sem eru í hópnum og komu svona sterkir inn í janúar,“ sagði Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. „Ég held að þetta sé ekkert gegn Hauki heldur með þeim strákum sem hann hefur treyst á hingað til. Því getulega á Haukur alltaf að vera inni í hópnum, alveg 120 prósent. Ég vona að hann verði með í janúar því Haukur er strákur sem getur gert hluti sem mjög fáir aðrir í þessum hóp, utan byrjunarliðsins, geta gert. Það getur verið dýrmætt í janúar og svo þurfum við að fara að fá Hauk aftur inn í landsliðið til að byggja hann upp í að verða leiðtoginn sem við vonumst til að hann verði.“ Einar hefði viljað sjá Hauk í landsliðinu í leikjunum í síðustu viku, þar sem þetta voru síðustu alvöru leikir Íslands fyrir HM. „Þess vegna var ég mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna, með fullri virðingu fyrir Daníel Þór [Ingasyni]. Hann er traustur og hefur spilað vel með Balingen en Haukur er okkar vonarstjarna til framtíðar.“ Haukur spilar sem leikstjórnandi með Kielce í Póllandi og Ásgeir Jónsson kveðst halda að hann eigi í samkeppni við Gísla Þorgeir Kristjánsson og Janus Daða Smárason um stöðu miðjumanns í landsliðinu. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins, spurði Ásgeir hvort Haukur yrði með á HM í janúar. „Það er erfitt að segja. Gummi og hans þjálfarateymi taka þá ákvörðun. En ég held að allir handboltaunnendur séu sammála um að Haukur á heima í þessum hópi. Vandamálið er hins vegar að þetta eru allt frábærir leikmenn sem hann er að keppa. Þetta er ekki beint auðvelt val,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta Handkastið EM 2024 í handbolta Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Sjá meira
Ísland vann Ísrael og Eistland með samtals 27 marka mun í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM 2024. Haukur var ekki í íslenska hópnum sem vakti athygli Handkastara. Þeir veltu því fyrir sér hvort Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðsins, muni nota hann á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar. „Ég á mjög erfitt með að finna einhverja skýringu aðra en þá að Gummi finnur að hann treystir þessum strákum sem voru á EM í janúar. Þá var Haukur meiddur og ekki með. Gummi er auðvitað íhaldssamur og stundum bítur hann eitthvað í sig. Og núna hefur hann bitið í sig að Haukur væri ekki á þeim stað að ógna þeim sem eru í hópnum og komu svona sterkir inn í janúar,“ sagði Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. „Ég held að þetta sé ekkert gegn Hauki heldur með þeim strákum sem hann hefur treyst á hingað til. Því getulega á Haukur alltaf að vera inni í hópnum, alveg 120 prósent. Ég vona að hann verði með í janúar því Haukur er strákur sem getur gert hluti sem mjög fáir aðrir í þessum hóp, utan byrjunarliðsins, geta gert. Það getur verið dýrmætt í janúar og svo þurfum við að fara að fá Hauk aftur inn í landsliðið til að byggja hann upp í að verða leiðtoginn sem við vonumst til að hann verði.“ Einar hefði viljað sjá Hauk í landsliðinu í leikjunum í síðustu viku, þar sem þetta voru síðustu alvöru leikir Íslands fyrir HM. „Þess vegna var ég mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna, með fullri virðingu fyrir Daníel Þór [Ingasyni]. Hann er traustur og hefur spilað vel með Balingen en Haukur er okkar vonarstjarna til framtíðar.“ Haukur spilar sem leikstjórnandi með Kielce í Póllandi og Ásgeir Jónsson kveðst halda að hann eigi í samkeppni við Gísla Þorgeir Kristjánsson og Janus Daða Smárason um stöðu miðjumanns í landsliðinu. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins, spurði Ásgeir hvort Haukur yrði með á HM í janúar. „Það er erfitt að segja. Gummi og hans þjálfarateymi taka þá ákvörðun. En ég held að allir handboltaunnendur séu sammála um að Haukur á heima í þessum hópi. Vandamálið er hins vegar að þetta eru allt frábærir leikmenn sem hann er að keppa. Þetta er ekki beint auðvelt val,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta Handkastið EM 2024 í handbolta Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Sjá meira