Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2022 23:01 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. „Já já, það er mitt mat að hingað séu að koma í sjálfu sér of margir, vegna þess að það bara sést á tölunum. Við erum með hlutfallslega langfjölmennasta hópinn ef við miðum við íbúafjölda. Þegar kemur að ákveðnum hópum frá ákveðnum löndum erum við jafnvel að skora miklu hærra í hausafjölda heldur en til dæmis nágrannaþjóðir,“ sagði Jón Gunarsson á Sprengisandi á Bylgjunni í dag, þegar hann var inntur eftir svörum um hvort það væri hans mat að landamæri Íslands væru of opin og hingað kæmi of mikið af flóttafólki. Á föstudag sagðist Jón telja nauðsynlegt að koma á fót einhverskonar búsetuúrræði svo takmarka megi för flóttamanna hér á landi, áður en þeim yrði vísað úr landi. Sagðist hann telja að yfirvöld hefðu misst stjórn á stöðunni og að þau réðu ekki við þann fjölda fólks sem hingað kemur. Í samtali við RÚV á föstudag sagðist Jón þó ekki kannast við hugmyndir um að komið yrði upp flóttamannabúðum hér á landi. Heldur væri um að ræða móttökubúðir fyrir flóttafólk. Sagði hann það skyldu stjórnvalda að vera með lokað búsetuúrræði fyrir flóttafólk sem synjað er um hæli hér á landi, þar sem ferðafrelsi þess væri takmarkað. Sagður beita hræðsluáróðri Hugmyndir Jóns hafa mætt nokkurri gagnrýni, en meðal þeirra sem telja ekki endilega þörf á slíku úrræði er Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur, sérfræðingur í málefnum flóttafólks og starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. „Grundvallarhugmyndafræði sem býr þarna að baki snýr að því að við erum þá farin að frelsissvipta fólk sem er hvorki grunað um afbrot, né hefur framið afbrot, og það er auðvitað umræða sem þarf að taka áður en farið er út í þetta,“ sagði Guðríður í samtali við Vísi fyrr í dag. Þar að auki sagðist hún telja að ráðherra væri með orðræðu sinni að ýta markvisst undir ótta við útlendinga og flóttamenn. Íslendingar hafi hingað til verið afar jákvæðir gagnvart fólki á flótta og Ísland heilt yfir staðið sig vel í móttöku þess. „En ég hef bara töluverðar áhyggjur af því að það breytist mjög hratt núna þegar að ráðamenn tala svona, og þá er líka bara erfitt að snúa þeirri þróun til baka,“ sagði Guðríður. Vill stíga fast til jarðar Jón segir það hins vegar af og frá að um hræðsluáróður af hans hálfu sé að ræða. „Ég geri mikinn greinarmun á því sem í daglegu tali er kallað skipulögð glæpastarfsemi og innflytjendamálum, eða flótamannamálum.“ Þrátt fyrir það segir hann lögregluyfirvöld hafa áhyggjur af því að skipulögð glæpasamtök nýti sér „ástandið í flóttamannavandanum.“ „Það eru fjölmörg dæmi um það. Við sjáum til að mynda fréttir af því núna hvernig sótt er að úkraínskum konum sem eru á flótta,“ segir Jón. Tengsl séu á milli málaflokkanna, þar sem glæpamenn reyni að nýta sér veika stöðu fólks á flótta. Ábendingar hafi borist frá erlendum lögregluyfirvöldum um að hingað til lands liggi straumur fólks sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Þarna þurfum við að stíga fast til jarðar, við þurfum að taka þetta alvarlega, og þegar talað er um að þetta sé allt saman einhver hræðsluáróður og það sé verið að nýta sér stöðuna. Ég segi bara að við verðum að segja fólkinu í landinu sannleikann í þessum málum. Það er ekkert annað sem ég er að gera. Ég er bara að draga hér upp staðreyndir sem liggja hér fyrir,“ sagði Jón. Viðtalið við Jón á Sprengisandi í heild sinni má finna hér að neðan. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Já já, það er mitt mat að hingað séu að koma í sjálfu sér of margir, vegna þess að það bara sést á tölunum. Við erum með hlutfallslega langfjölmennasta hópinn ef við miðum við íbúafjölda. Þegar kemur að ákveðnum hópum frá ákveðnum löndum erum við jafnvel að skora miklu hærra í hausafjölda heldur en til dæmis nágrannaþjóðir,“ sagði Jón Gunarsson á Sprengisandi á Bylgjunni í dag, þegar hann var inntur eftir svörum um hvort það væri hans mat að landamæri Íslands væru of opin og hingað kæmi of mikið af flóttafólki. Á föstudag sagðist Jón telja nauðsynlegt að koma á fót einhverskonar búsetuúrræði svo takmarka megi för flóttamanna hér á landi, áður en þeim yrði vísað úr landi. Sagðist hann telja að yfirvöld hefðu misst stjórn á stöðunni og að þau réðu ekki við þann fjölda fólks sem hingað kemur. Í samtali við RÚV á föstudag sagðist Jón þó ekki kannast við hugmyndir um að komið yrði upp flóttamannabúðum hér á landi. Heldur væri um að ræða móttökubúðir fyrir flóttafólk. Sagði hann það skyldu stjórnvalda að vera með lokað búsetuúrræði fyrir flóttafólk sem synjað er um hæli hér á landi, þar sem ferðafrelsi þess væri takmarkað. Sagður beita hræðsluáróðri Hugmyndir Jóns hafa mætt nokkurri gagnrýni, en meðal þeirra sem telja ekki endilega þörf á slíku úrræði er Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur, sérfræðingur í málefnum flóttafólks og starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. „Grundvallarhugmyndafræði sem býr þarna að baki snýr að því að við erum þá farin að frelsissvipta fólk sem er hvorki grunað um afbrot, né hefur framið afbrot, og það er auðvitað umræða sem þarf að taka áður en farið er út í þetta,“ sagði Guðríður í samtali við Vísi fyrr í dag. Þar að auki sagðist hún telja að ráðherra væri með orðræðu sinni að ýta markvisst undir ótta við útlendinga og flóttamenn. Íslendingar hafi hingað til verið afar jákvæðir gagnvart fólki á flótta og Ísland heilt yfir staðið sig vel í móttöku þess. „En ég hef bara töluverðar áhyggjur af því að það breytist mjög hratt núna þegar að ráðamenn tala svona, og þá er líka bara erfitt að snúa þeirri þróun til baka,“ sagði Guðríður. Vill stíga fast til jarðar Jón segir það hins vegar af og frá að um hræðsluáróður af hans hálfu sé að ræða. „Ég geri mikinn greinarmun á því sem í daglegu tali er kallað skipulögð glæpastarfsemi og innflytjendamálum, eða flótamannamálum.“ Þrátt fyrir það segir hann lögregluyfirvöld hafa áhyggjur af því að skipulögð glæpasamtök nýti sér „ástandið í flóttamannavandanum.“ „Það eru fjölmörg dæmi um það. Við sjáum til að mynda fréttir af því núna hvernig sótt er að úkraínskum konum sem eru á flótta,“ segir Jón. Tengsl séu á milli málaflokkanna, þar sem glæpamenn reyni að nýta sér veika stöðu fólks á flótta. Ábendingar hafi borist frá erlendum lögregluyfirvöldum um að hingað til lands liggi straumur fólks sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Þarna þurfum við að stíga fast til jarðar, við þurfum að taka þetta alvarlega, og þegar talað er um að þetta sé allt saman einhver hræðsluáróður og það sé verið að nýta sér stöðuna. Ég segi bara að við verðum að segja fólkinu í landinu sannleikann í þessum málum. Það er ekkert annað sem ég er að gera. Ég er bara að draga hér upp staðreyndir sem liggja hér fyrir,“ sagði Jón. Viðtalið við Jón á Sprengisandi í heild sinni má finna hér að neðan.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira