Viðskipti innlent

Íslandsbanki hækkar vexti

Árni Sæberg skrifar
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka Vísir/Egill

Íslandsbanki mun hækka vexti um allt að 0,25 prósentustig á mánudaginn vegna ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að hækka stýrivexti.

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig þann 5. október síðastliðinn og síðan þá hafa allir stóru bankarnir þrír ákveðið að hækka sína vexti.

Íslandsbanki gerði það síðastur bankanna og tilkynnti í dag að vaxtabreytingar muni taka gildi á mánudag. Vextir Landsbankans hækkuðu frá og með síðasta miðvikudegi og vextir Arion banka frá og með deginum í dag.

Í tilkynningu Íslandsbanka segir að  vextir á óverðtryggðum innlánsreikningum hækki um allt að 0,25 prósentustig. Almennir veltureikningar haldist óbreyttir. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækki um 0,1 prósentustig, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir um 0,25 prósentustig, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækk um 0,25 prósentustig og yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,25 prósentustig.

Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taki þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi.


Tengdar fréttir

Arion banki hækkar vexti

Arion banki hefur hækkað vexti óverðtryggðra og verðtryggðra íbúðalána frá og með deginum í dag. Bankinn fylgir því fordæmi Landsbankans sem hækkaði vexti fyrr í vikunni. 

Landsbankinn hækkar vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,25 prósentustig. Sama hækkun er herð á breytilegum vöxtum verðtryggðra íbúðalána. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána verða óbreyttir en fastir vextir verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,30 prósentustig.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×