Eitt mesta uppbyggingarskeið seinni tíma er hafið í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 12. október 2022 08:31 Fyrir kosningarnar í vor var mörgum tíðrætt um þá fólksfækkun sem hafði orðið í Hafnarfirði á Covid tímum. Þá fækkaði íbúum og að hluta mátti rekja það til erlendra verkamanna sem fengu ekki vinnu og þurftu að flytja frá bænum. Á þau sjónarmið var ekki hlustað og meirihlutanum kennt um þessa fólksfækkun. Staðan í dag er sú að íbúum Hafnarfjarðar hefur fjölgað um 2,2% frá 1. desember 2021 til 1. september 2022. Langmesta fjölgun íbúða í byggingu á landinu er í Hafnarfirði en þar hefur íbúðum í byggingu fjölgað um 559 frá því í mars eða um 69% aukning. Eitt mesta uppbyggingarskeið seinni tíma er hafið. Á fundi bæjarráðs í september var samþykkt að hefja úthlutun lóða í nýjasta hverfi bæjarins, Áslandi 4. Þar verða einbýli í bland við lítil fjölbýli, parhús og raðhús. Ásland 4 verður eitt fallegasta íbúðarhverfi höfuðborgarsvæðisins. Framundan er svo uppbygging á Óseyrarsvæðinu, í miðbænum og Hraun vestur. Carbfix, Tækniskólinn og Krýsuvík Samhliða þessari miklu uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og þeirra innviða sem fylgir því eru fjölmörg spennandi verkefni framundan. Búið er að setja verkefnastjórn um Tækniskólann. Viljayfirlýsing um komu hans til Hafnarfjarðar var undirrituð á síðasta kjörtímabili og er vinna hafin við undirbúning. Carbfix verkefnið er ákaflega spennandi umhverfisverkefni sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar styður heilshugar. Fyrsti áfangi þessa verkefnis verður komin til framkvæmda árið 2026 og full starfsemi árið 2032 miðað við verkáætlun. Eins má nefna að bæjarstjórn Hafnarfjarðar stendur heilshugar á bakvið það að byrjað verði að nýta orku og heitt vatn á Krýsuvíkursvæðinu og uppbyggingu auðlindagarðs á því svæði. Það verkefni er að fara af stað. Kæru bæjarbúar, takk fyrir stuðninginn Í sveitarstjórnarkosningunum í vor vann Framsókn í Hafnarfirði góðan sigur. Við fórum úr einum bæjarfulltrúa í tvo og í sögulegu samhengi er það mikill sigur fyrir flokkinn hér í Hafnarfirði. Framsókn var í meirihluta í bæjarstjórn kjörtímabilið 2018 – 2022 og svo aftur núna. Ég vil þakka bæjarbúum fyrir þennan mikla stuðning. Við í Framsókn ætlum að vinna áfram vel fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. Við hlökkum til samstarfsins á kjörtímabilinu sem nú er farið af stað. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir kosningarnar í vor var mörgum tíðrætt um þá fólksfækkun sem hafði orðið í Hafnarfirði á Covid tímum. Þá fækkaði íbúum og að hluta mátti rekja það til erlendra verkamanna sem fengu ekki vinnu og þurftu að flytja frá bænum. Á þau sjónarmið var ekki hlustað og meirihlutanum kennt um þessa fólksfækkun. Staðan í dag er sú að íbúum Hafnarfjarðar hefur fjölgað um 2,2% frá 1. desember 2021 til 1. september 2022. Langmesta fjölgun íbúða í byggingu á landinu er í Hafnarfirði en þar hefur íbúðum í byggingu fjölgað um 559 frá því í mars eða um 69% aukning. Eitt mesta uppbyggingarskeið seinni tíma er hafið. Á fundi bæjarráðs í september var samþykkt að hefja úthlutun lóða í nýjasta hverfi bæjarins, Áslandi 4. Þar verða einbýli í bland við lítil fjölbýli, parhús og raðhús. Ásland 4 verður eitt fallegasta íbúðarhverfi höfuðborgarsvæðisins. Framundan er svo uppbygging á Óseyrarsvæðinu, í miðbænum og Hraun vestur. Carbfix, Tækniskólinn og Krýsuvík Samhliða þessari miklu uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og þeirra innviða sem fylgir því eru fjölmörg spennandi verkefni framundan. Búið er að setja verkefnastjórn um Tækniskólann. Viljayfirlýsing um komu hans til Hafnarfjarðar var undirrituð á síðasta kjörtímabili og er vinna hafin við undirbúning. Carbfix verkefnið er ákaflega spennandi umhverfisverkefni sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar styður heilshugar. Fyrsti áfangi þessa verkefnis verður komin til framkvæmda árið 2026 og full starfsemi árið 2032 miðað við verkáætlun. Eins má nefna að bæjarstjórn Hafnarfjarðar stendur heilshugar á bakvið það að byrjað verði að nýta orku og heitt vatn á Krýsuvíkursvæðinu og uppbyggingu auðlindagarðs á því svæði. Það verkefni er að fara af stað. Kæru bæjarbúar, takk fyrir stuðninginn Í sveitarstjórnarkosningunum í vor vann Framsókn í Hafnarfirði góðan sigur. Við fórum úr einum bæjarfulltrúa í tvo og í sögulegu samhengi er það mikill sigur fyrir flokkinn hér í Hafnarfirði. Framsókn var í meirihluta í bæjarstjórn kjörtímabilið 2018 – 2022 og svo aftur núna. Ég vil þakka bæjarbúum fyrir þennan mikla stuðning. Við í Framsókn ætlum að vinna áfram vel fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. Við hlökkum til samstarfsins á kjörtímabilinu sem nú er farið af stað. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar