Íhuga að skattleggja beljurop Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2022 13:59 Makindalegar mjólkurkýr nærri Oxford á Suðureyju Nýja-Sjálands. Kýr losa mikið magn metans þegar þær ropa og nituroxíð þegar þær míga en hvoru tveggja eru gróðurhúsalofttegundir. AP/Mark Baker Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni. Búfjárrækt er stór iðnaður á Nýja-Sjálandi. Fyrir hvern einn íbúa landsins eru tvær kýr eða naut og fleiri en fimm kindur. Dýrin losa gróðurhúsalofttegundir með því að ropa og losa þvag. Hlutdeild landbúnaðar í losun gróðurhúsalofttegunda er því óvenjumikil í landinu, um helmingur heildarlosunarinnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Jacindu Ardern forsætisráðherra setti sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Hluti þeirrar áætlunar er að minnka losun metans frá búfé um tíu prósent fyrir árið 2030 og um 47 prósent fyrir árið 2050. Samkvæmt tillögu stjórnarinnar þyrftu bændur að greiða fyrir losun frá dýrum sínum frá árinu 2025. Ekki liggur fyrir hversu hátt kolefnisgjaldið yrði. Ardern segir að skattféð yrði allt notað til þess að fjármagna nýsköpun í búfjárrækt og hvatagreiðslur til bænda. Bændur gætu jafnað út kostnaðaraukann með því að rukka meira fyrir loftslagsvænar afurðir. Damien O'Connor, landbúnaðarráðherra, segir bændur þegar finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga með tíðari þurrkum og flóðum. Það sé bæði gott fyrir umhverfið og efnahaginn að grípa til aðgerða gegn losun landbúnaðarins. Bændur rísa upp á afturlappirnar Helstu hagsmunasamtök nýsjálenskra bænda finna tillögunni allt til foráttu. Með henni yrði hjartað úr smábæjum landsins rifið út og í stað bóndabæja spryttu upp tré. Verði hún að veruleika muni bændur selja býli sín í hrönnum. Íhaldssami stjórnarandstöðuflokkurinn ACT heldur því fram að tillagan leiddi til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu því búfjárræktin færðist þá til landa þar sem losunin væri meiri en í Nýja-Sjálandi. Verkamannaflokkur Ardern var gerður afturreka með sambærilega tillögu árið 2003. Líkt og nú reis bændastéttin upp á afturlappirnar og mótmælti kröftuglega. Andstæðingar tillögunnar uppnefndu hana þá „prumpskattinn“ sem var þó ekki réttnefni þar sem mest metanlosunin er vegna ropa búfjárins. Loftslagsmál Skattar og tollar Nýja-Sjáland Dýr Landbúnaður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Búfjárrækt er stór iðnaður á Nýja-Sjálandi. Fyrir hvern einn íbúa landsins eru tvær kýr eða naut og fleiri en fimm kindur. Dýrin losa gróðurhúsalofttegundir með því að ropa og losa þvag. Hlutdeild landbúnaðar í losun gróðurhúsalofttegunda er því óvenjumikil í landinu, um helmingur heildarlosunarinnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Jacindu Ardern forsætisráðherra setti sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Hluti þeirrar áætlunar er að minnka losun metans frá búfé um tíu prósent fyrir árið 2030 og um 47 prósent fyrir árið 2050. Samkvæmt tillögu stjórnarinnar þyrftu bændur að greiða fyrir losun frá dýrum sínum frá árinu 2025. Ekki liggur fyrir hversu hátt kolefnisgjaldið yrði. Ardern segir að skattféð yrði allt notað til þess að fjármagna nýsköpun í búfjárrækt og hvatagreiðslur til bænda. Bændur gætu jafnað út kostnaðaraukann með því að rukka meira fyrir loftslagsvænar afurðir. Damien O'Connor, landbúnaðarráðherra, segir bændur þegar finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga með tíðari þurrkum og flóðum. Það sé bæði gott fyrir umhverfið og efnahaginn að grípa til aðgerða gegn losun landbúnaðarins. Bændur rísa upp á afturlappirnar Helstu hagsmunasamtök nýsjálenskra bænda finna tillögunni allt til foráttu. Með henni yrði hjartað úr smábæjum landsins rifið út og í stað bóndabæja spryttu upp tré. Verði hún að veruleika muni bændur selja býli sín í hrönnum. Íhaldssami stjórnarandstöðuflokkurinn ACT heldur því fram að tillagan leiddi til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu því búfjárræktin færðist þá til landa þar sem losunin væri meiri en í Nýja-Sjálandi. Verkamannaflokkur Ardern var gerður afturreka með sambærilega tillögu árið 2003. Líkt og nú reis bændastéttin upp á afturlappirnar og mótmælti kröftuglega. Andstæðingar tillögunnar uppnefndu hana þá „prumpskattinn“ sem var þó ekki réttnefni þar sem mest metanlosunin er vegna ropa búfjárins.
Loftslagsmál Skattar og tollar Nýja-Sjáland Dýr Landbúnaður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira