Viðskipti innlent

Bætir við sig öðrum á­fanga­stað í Portúgal

Atli Ísleifsson skrifar
Porto er annar áfangastaður PLAY í Portúgal, en flugfélagið var með áætlunarferðir til Lissabon í ár og verður framhald á þeim ferðum á næsta ári.
Porto er annar áfangastaður PLAY í Portúgal, en flugfélagið var með áætlunarferðir til Lissabon í ár og verður framhald á þeim ferðum á næsta ári. Vísir/Vilhelm

Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Play þar sem segir að fyrsta flugið verði fimmtudaginn 6. apríl (skírdag) 2023. 

„Flogið verður tvisvar í viku fram í lok október 2023. Porto er annar áfangastaður Play í Portúgal, en flugfélagið var með áætlunarferðir til höfuðborgarinnar Lissabon í ár og verður framhald á þeim ferðum á næsta ári.

Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélag býður upp á beint áætlunarflug á milli Porto og Íslands. Porto er afar vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn en borgin hefur í tvígang verið valin besti evrópski áfangastaðurinn af samtökunum European Best Destinations, árin 2014 og 2017,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.