Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2022 08:52 Húsið var tekið í notkun árið 1954. Landsbankinn Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. Frá þessu segir á heimasíðu bankans. Húsið stendur við Strandgötu 1 og setur mikinn svip á ásýnd Ráðhústorgsins. „Húsið er um 2.300 fermetrar að stærð, kjallari, þrjár hæðir og ris. Ef til sölu kemur mun bankinn leigja húsnæði á fyrstu hæð og hluta af kjallara og annarri hæð. Útibúið verður því áfram í húsinu þar til annað verður ákveðið,“ segir á síðu bankans. Landsbankinn hefur á síðustu árum sett hús sín á sölu, meðal annars á Selfossi, Ísafirði og í Reykjavík. Rúmlega þrjátíu starfsmenn Alls starfa nú rúmlega þrjátíu manns í útibúinu, aðallega við þjónustu í útibúinu og í Þjónustuveri en einnig hafa þrír starfsmenn Upplýsingatæknisviðs bankans starfsstöð í húsinu. „Starfsfólk Þjónustuversins veitir viðskiptavinum um allt land þjónustu og í útibúinu eru reynslumiklir sérfræðingar í fjármálum einstaklinga og fyrirtækja. Þar er líka aðgengi að sjálfsafgreiðslutækjum allan sólarhringinn. Þrátt fyrir umfangsmikla starfsemi hafa breytingar á bankaþjónustu gert það að verkum að húsakosturinn er óþarflega stór. Ráðhústorgið á Akureyri.Vísir/Vilhelm Tók til starfa á Akureyri árið 1902 Fyrstu tillöguuppdrætti að Landsbankahúsinu við Strandgötu gerði Guðjón Samúelsson en að honum látnum tók Bárður Ísleifsson við og gerði hann eftir það alla uppdrætti. Bárður gerði einnig teikningar að mögulegri viðbyggingu á austurhlið hússins sem ekki reis. Þegar húsið var tekið í notkun árið 1954 voru fjárhirslur og geymsluhólf í kjallara. Á fyrstu hæð voru afgreiðslusalur og skrifstofur bankans. Á annarri og þriðju hæð voru skrifstofur Akureyrarkaupstaðar og fundarsalur bæjarstjórnar var í risinu og má því segja að á þessum árum hafi verið ráðhús við Ráðhústorg. Árið 1975 var viðbygging við húsið tekin í notkun og stækkaði afgreiðslusalurinn þá um helming. Landsbanki Íslands tók til starfa á Akureyri árið 1902. Fyrstu tvö árin var bankinn til húsa í suðurhluta hússins að Hafnarstræti 2. Árið 1904 flutti bankinn í Hafnarstræti 107, við Ráðhústorg. Þar var bankinn til ársins 1931 þegar hann flutti yfir torgið á neðri hæð hússins Ráðhústorg 7a þar sem hann var til ársins 1954,“ segir í tilkynningunni. Landsbankinn Akureyri Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Landsbankahúsið á Ísafirði til sölu Landsbankinn hefur sett hús sitt við Pólgötu 1 á Ísafirði á sölu. Bankinn seldi á dögunum hús sitt á Selfossi á 350 milljónir. Óskað er eftir tilboðum í eignina í höfuðstað Vestfjarða. 6. desember 2020 23:39 Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir Landsbankinn hefur tekið 352 milljóna króna tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag. 27. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Frá þessu segir á heimasíðu bankans. Húsið stendur við Strandgötu 1 og setur mikinn svip á ásýnd Ráðhústorgsins. „Húsið er um 2.300 fermetrar að stærð, kjallari, þrjár hæðir og ris. Ef til sölu kemur mun bankinn leigja húsnæði á fyrstu hæð og hluta af kjallara og annarri hæð. Útibúið verður því áfram í húsinu þar til annað verður ákveðið,“ segir á síðu bankans. Landsbankinn hefur á síðustu árum sett hús sín á sölu, meðal annars á Selfossi, Ísafirði og í Reykjavík. Rúmlega þrjátíu starfsmenn Alls starfa nú rúmlega þrjátíu manns í útibúinu, aðallega við þjónustu í útibúinu og í Þjónustuveri en einnig hafa þrír starfsmenn Upplýsingatæknisviðs bankans starfsstöð í húsinu. „Starfsfólk Þjónustuversins veitir viðskiptavinum um allt land þjónustu og í útibúinu eru reynslumiklir sérfræðingar í fjármálum einstaklinga og fyrirtækja. Þar er líka aðgengi að sjálfsafgreiðslutækjum allan sólarhringinn. Þrátt fyrir umfangsmikla starfsemi hafa breytingar á bankaþjónustu gert það að verkum að húsakosturinn er óþarflega stór. Ráðhústorgið á Akureyri.Vísir/Vilhelm Tók til starfa á Akureyri árið 1902 Fyrstu tillöguuppdrætti að Landsbankahúsinu við Strandgötu gerði Guðjón Samúelsson en að honum látnum tók Bárður Ísleifsson við og gerði hann eftir það alla uppdrætti. Bárður gerði einnig teikningar að mögulegri viðbyggingu á austurhlið hússins sem ekki reis. Þegar húsið var tekið í notkun árið 1954 voru fjárhirslur og geymsluhólf í kjallara. Á fyrstu hæð voru afgreiðslusalur og skrifstofur bankans. Á annarri og þriðju hæð voru skrifstofur Akureyrarkaupstaðar og fundarsalur bæjarstjórnar var í risinu og má því segja að á þessum árum hafi verið ráðhús við Ráðhústorg. Árið 1975 var viðbygging við húsið tekin í notkun og stækkaði afgreiðslusalurinn þá um helming. Landsbanki Íslands tók til starfa á Akureyri árið 1902. Fyrstu tvö árin var bankinn til húsa í suðurhluta hússins að Hafnarstræti 2. Árið 1904 flutti bankinn í Hafnarstræti 107, við Ráðhústorg. Þar var bankinn til ársins 1931 þegar hann flutti yfir torgið á neðri hæð hússins Ráðhústorg 7a þar sem hann var til ársins 1954,“ segir í tilkynningunni.
Landsbankinn Akureyri Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Landsbankahúsið á Ísafirði til sölu Landsbankinn hefur sett hús sitt við Pólgötu 1 á Ísafirði á sölu. Bankinn seldi á dögunum hús sitt á Selfossi á 350 milljónir. Óskað er eftir tilboðum í eignina í höfuðstað Vestfjarða. 6. desember 2020 23:39 Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir Landsbankinn hefur tekið 352 milljóna króna tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag. 27. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Landsbankahúsið á Ísafirði til sölu Landsbankinn hefur sett hús sitt við Pólgötu 1 á Ísafirði á sölu. Bankinn seldi á dögunum hús sitt á Selfossi á 350 milljónir. Óskað er eftir tilboðum í eignina í höfuðstað Vestfjarða. 6. desember 2020 23:39
Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir Landsbankinn hefur tekið 352 milljóna króna tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag. 27. nóvember 2020 14:50