Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2022 14:23 EPA/RONALD WITTEK Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. Þetta er stærsti samdráttur á framleiðslu frá 2020, þegar eftirspurn dróst verulega saman vegna faraldurs Covid. Á undanförnum mánuðum hefur olíuverð lækkað töluvert en það er eftir gífurlega hækkun í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar. Olíuframleiðendur hafa óttast að verra efnahagsástand á heimsvísu muni leiða til frekari lækkunar á komandi mánuðum og vilja sporna gegn því. Bandaríkjamenn og aðrir höfðu þrýst mjög á OPEC-ríkin að draga ekki úr framleiðslu heldur auka hana. Sjá einnig: OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Í ágúst voru OPEC+ ríkin um 3,6 milljónum tunna á dag undir eigin framleiðslumarkmiðum, samkvæmt frétt Reuters. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Bensín og olía Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þetta er stærsti samdráttur á framleiðslu frá 2020, þegar eftirspurn dróst verulega saman vegna faraldurs Covid. Á undanförnum mánuðum hefur olíuverð lækkað töluvert en það er eftir gífurlega hækkun í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar. Olíuframleiðendur hafa óttast að verra efnahagsástand á heimsvísu muni leiða til frekari lækkunar á komandi mánuðum og vilja sporna gegn því. Bandaríkjamenn og aðrir höfðu þrýst mjög á OPEC-ríkin að draga ekki úr framleiðslu heldur auka hana. Sjá einnig: OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Í ágúst voru OPEC+ ríkin um 3,6 milljónum tunna á dag undir eigin framleiðslumarkmiðum, samkvæmt frétt Reuters. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+.
Bensín og olía Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur