Handbolti

Kristján Örn skoraði þrjú mörk í öruggum sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson er algjör lykilmaður í liði PAUC.
Kristján Örn Kristjánsson er algjör lykilmaður í liði PAUC. @pauchandballofficiel

Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Pays d'Aix unnu nokkuð öruggan sigur í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Pays d'Aix fékk Limoges í heimsókn og tóku heimamenn frumkvæðið í leiknum strax í byrjun og héldu því til loka; unnu að lokum fimm marka sigur 38-33.

Kristján Örn skoraði þrjú mörk úr átta skotum en Matthieu Ong var atkvæðamestur í liðinu með átta mörk.

Pays d'Aix með sex stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar og er liðið í fjórða sæti með jafnmörg stig og sex efstu lið deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.