Glasgow og Liverpool keppast um að halda Eurovision Elísabet Hanna skrifar 27. september 2022 16:01 Úkraína sigraði Eurovision í ár en getur ekki haldið keppnina vegna stríðsins sem þar geisar. Getty/Giorgio Perottino Borgirnar Glasgow og Liverpool í Bretlandi standa nú tvær eftir í keppninni um að halda Eurovision. Samkvæmt The BBC voru þær borgir með bestu tilboðin fyrir viðburðarhaldið. Bretland var valið til þess að halda keppnina í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu, sem sigraði Eurovision. Bretland endaði í öðru sæti í keppninni í ár með lagið Spaceman sem Sam Ryder söng og var því boðið að halda keppnina á næsta ári. Upphaflega voru borgirnar Birmingham, Leeds, Manchester, Newcastle og Sheffield einnig mögulegir staðir. Síðast þegar keppnin var haldin í Bretlandi, árið 1998, fór hún fram í National Indoor leikvanginum í Birmingham. Í Glasgow yrði keppnin haldin á OVO Hydro leikvanginum en í Liverpool væri það M&S Bank leikvangurinn. OVO Hydro leikvangurinn var notaður sem sögusvið í Will Farrell kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire. Hydro leikvangurinn í Glasgow.Getty/Kit Downey Photography Staðurinn sem verður fyrir valinu mun taka á móti fjölda gesta og fá mikla athygli. Borgirnar sem komu til greina voru metnar og skoðaðar út frá nokkrum punktum: Hvort að staðurinn bjóði upp á tónleikahöll sem gæti rúmað keppnina. Hvort að staðurinn geti skuldbundið sig í að halda viðburðinn, meðal annars með fjárframlagi. Hversu sterk menningin er. Hversu vel staðurinn samræmist gildum BBC, meðal annars með það að leiðarljósi að bæta hagkerfið í Bretlandi. Staðurinn þarf að geta tekið á móti fjölmiðlum og gestum hátíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Eurovision Song Contest (@eurovision) Aðstandendur keppninnar í Bretlandi segja að viðburðurinn muni einnig heiðra Úkraínu og menningu þeirra. Þetta er í fimmta sinn sem Bretar taka það að sér að halda keppnina þrátt fyrir að hafa ekki sigrað hana árið áður. Eurovision Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu England Skotland Tengdar fréttir Leitað að næstu Eurovision stjörnu Íslands Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Söngvakeppni sjónvarpsins 2023 en staðfest hefur verið að Ísland muni taka þátt í keppninni sem haldin verður í Bretlandi í maí. 29. ágúst 2022 13:36 Eurovision verður í Bretlandi á næsta ári Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi. 25. júlí 2022 11:29 Endanlega staðfest að Eurovision verði ekki í Úkraínu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi. 23. júní 2022 16:52 Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01 Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Fleiri fréttir Lögreglumaðurinn sem gerðist sakamaður Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira
Bretland endaði í öðru sæti í keppninni í ár með lagið Spaceman sem Sam Ryder söng og var því boðið að halda keppnina á næsta ári. Upphaflega voru borgirnar Birmingham, Leeds, Manchester, Newcastle og Sheffield einnig mögulegir staðir. Síðast þegar keppnin var haldin í Bretlandi, árið 1998, fór hún fram í National Indoor leikvanginum í Birmingham. Í Glasgow yrði keppnin haldin á OVO Hydro leikvanginum en í Liverpool væri það M&S Bank leikvangurinn. OVO Hydro leikvangurinn var notaður sem sögusvið í Will Farrell kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire. Hydro leikvangurinn í Glasgow.Getty/Kit Downey Photography Staðurinn sem verður fyrir valinu mun taka á móti fjölda gesta og fá mikla athygli. Borgirnar sem komu til greina voru metnar og skoðaðar út frá nokkrum punktum: Hvort að staðurinn bjóði upp á tónleikahöll sem gæti rúmað keppnina. Hvort að staðurinn geti skuldbundið sig í að halda viðburðinn, meðal annars með fjárframlagi. Hversu sterk menningin er. Hversu vel staðurinn samræmist gildum BBC, meðal annars með það að leiðarljósi að bæta hagkerfið í Bretlandi. Staðurinn þarf að geta tekið á móti fjölmiðlum og gestum hátíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Eurovision Song Contest (@eurovision) Aðstandendur keppninnar í Bretlandi segja að viðburðurinn muni einnig heiðra Úkraínu og menningu þeirra. Þetta er í fimmta sinn sem Bretar taka það að sér að halda keppnina þrátt fyrir að hafa ekki sigrað hana árið áður.
Eurovision Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu England Skotland Tengdar fréttir Leitað að næstu Eurovision stjörnu Íslands Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Söngvakeppni sjónvarpsins 2023 en staðfest hefur verið að Ísland muni taka þátt í keppninni sem haldin verður í Bretlandi í maí. 29. ágúst 2022 13:36 Eurovision verður í Bretlandi á næsta ári Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi. 25. júlí 2022 11:29 Endanlega staðfest að Eurovision verði ekki í Úkraínu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi. 23. júní 2022 16:52 Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01 Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Fleiri fréttir Lögreglumaðurinn sem gerðist sakamaður Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira
Leitað að næstu Eurovision stjörnu Íslands Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Söngvakeppni sjónvarpsins 2023 en staðfest hefur verið að Ísland muni taka þátt í keppninni sem haldin verður í Bretlandi í maí. 29. ágúst 2022 13:36
Eurovision verður í Bretlandi á næsta ári Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi. 25. júlí 2022 11:29
Endanlega staðfest að Eurovision verði ekki í Úkraínu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi. 23. júní 2022 16:52
Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58
Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01