Golf

Bandaríkin leiða eftir annan hring forsetabikarsins

Atli Arason skrifar
Jordan Spieth og Justin Thomas unnu sína viðureign á örðum hring forsetabikarsins.
Jordan Spieth og Justin Thomas unnu sína viðureign á örðum hring forsetabikarsins. Getty Images

Lið Bandaríkjanna fylgdi á eftir góðum fyrsta hring gegn heimsúrvalinu með þremur vinningum á öðrum hring í forsetabikarnum í golfi í gær. Bandaríkin leiða nú með átta vinningum gegn tveimur fyrir þriðja hring sem hefst klukkan 11.00 í dag.

Af viðureignunum fimm í gær voru tvær sem enduðu jafnar. Bandaríkjamennirnir Kevin Kisner og Cameron Young gerðu jafntefli við þá Mito Pereira og Christiaan Bezuidenhout, á sama tíma og Scottie Scheffler og Sam Burns gerðu jafntefli við Sungjae Im og Sebastián Muñoz hjá heimsúrvalinu.

Jordan Spieth og Justin Thomas, frá Bandaríkjunum, áttu ekki í vandræðum með þá Adam Scott og Cam Davis frá Ástralíu. Spieth og Thomas unnu með tveimur höggum eftir 17 holur.

Patrick Cantlay og Xander Schauffele þurftu heldur ekki allar 18 holurnar til að vinna sitt einvígi gegn Tom Kim og Hideki Matsuyama í liði heimsúrvalsins. Cantlay og Schauffele unnu með þremur höggum eftir 16 holur.

Að lokum voru það Billy Horschel og Max Homa sem fullkomnuðu 3-0 sigur Bandaríkjanna á öðrum degi. Horschel og Homa unnu eins höggs sigur á Taylor Pendrith og Corey Conners eftir 18 holur.

Bandaríkin leiða því einvígið 8-2 eftir tvo hringi. Fyrsta viðureign 3. hrings í dag er á milli þeirra Jordan Spieth og Justin Thomas gegn Corey Conners og Sungjae Im. Einvígið fer af stað klukkan 11.12 en bein útsending Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 11.00.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir

Steinninn í liði með Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn eru 4-1 yfir eftir fyrsta keppnisdag Forsetabikarsins í golfi, þar sem þeir keppa við aðra bestu kylfinga heims sem ekki eru frá Bandaríkjunum eða Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×