Steinninn í liði með Bandaríkjunum Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 13:00 Max Homa og Justin Thomas glaðbeittir eftir sætan sigur Homa og Tony Finau. Getty/Warren Little Bandaríkjamenn eru 4-1 yfir eftir fyrsta keppnisdag Forsetabikarsins í golfi, þar sem þeir keppa við aðra bestu kylfinga heims sem ekki eru frá Bandaríkjunum eða Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Forsetabikarinn er haldinn en Bandaríkin hafa fagnað sigri síðustu átta skipti sem keppnin er haldin og virðast afar líkleg til að vinna níunda skiptið í röð. Í gær var keppt í fjórmenningi þar sem aðeins ævintýraleg endurkoma Si Woo Kim og Cam Davis tryggði alþjóðlega liðinu sinn eina sigur. Þeir höfðu lent þremur vinningum undir og voru enn tveimur vinningum undir þegar komið var að 15. teig en unnu svo fjórar síðustu holurnar. Höfðu dálitla heppni með sér Mesta spennan var þó í leiknum sem Tony Finau og Max Homa léku við Taylor Pendrith og Mito Pereira, þar sem steinn í litlum læk hafði mikið að segja. Homa sló nefnilega högg á 15. braut, þegar staðan var jöfn, þar sem boltinn virtist vera á leið ofan í lækinn en lenti á steini og skoppaði skemmtilega upp og á góðan stað. Þannig náðu Homa og Finay skrautlegu pari og héldu stöðunni jafnri. A wild par for @MaxHoma23 and @TonyFinauGolf Their match remains tied with 3 to play @PresidentsCup. pic.twitter.com/87KAJH2X5I— PGA TOUR (@PGATOUR) September 22, 2022 Homa og Finay tryggðu sér svo 1/0 sigur á 18. holu eftir að Pereira átti slæmt teighögg. Aðrir sigrar Bandaríkjanna voru öruggari, sérstaklega hjá Patrick Cantlay og Xander Schauffele sem unnu reynslumesta par andstæðinganna, Adam Scott og Hideki Matsuyama, 6/5. Jordan Spieth og Justin Thomas unnu svo 2/1 gegn Sungjae Im og Corey Conners, og þeir Cameron Young og Collin Morikawa unnu einnig 2/1 gegn Tom Kim og K. H. Lee. Keppnin heldur áfram í dag með fimm leikjum í fjórbolta en úrslitin ráðast svo um helgina. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending í dag, á Sport 5, klukkan 15:30. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Forsetabikarinn er haldinn en Bandaríkin hafa fagnað sigri síðustu átta skipti sem keppnin er haldin og virðast afar líkleg til að vinna níunda skiptið í röð. Í gær var keppt í fjórmenningi þar sem aðeins ævintýraleg endurkoma Si Woo Kim og Cam Davis tryggði alþjóðlega liðinu sinn eina sigur. Þeir höfðu lent þremur vinningum undir og voru enn tveimur vinningum undir þegar komið var að 15. teig en unnu svo fjórar síðustu holurnar. Höfðu dálitla heppni með sér Mesta spennan var þó í leiknum sem Tony Finau og Max Homa léku við Taylor Pendrith og Mito Pereira, þar sem steinn í litlum læk hafði mikið að segja. Homa sló nefnilega högg á 15. braut, þegar staðan var jöfn, þar sem boltinn virtist vera á leið ofan í lækinn en lenti á steini og skoppaði skemmtilega upp og á góðan stað. Þannig náðu Homa og Finay skrautlegu pari og héldu stöðunni jafnri. A wild par for @MaxHoma23 and @TonyFinauGolf Their match remains tied with 3 to play @PresidentsCup. pic.twitter.com/87KAJH2X5I— PGA TOUR (@PGATOUR) September 22, 2022 Homa og Finay tryggðu sér svo 1/0 sigur á 18. holu eftir að Pereira átti slæmt teighögg. Aðrir sigrar Bandaríkjanna voru öruggari, sérstaklega hjá Patrick Cantlay og Xander Schauffele sem unnu reynslumesta par andstæðinganna, Adam Scott og Hideki Matsuyama, 6/5. Jordan Spieth og Justin Thomas unnu svo 2/1 gegn Sungjae Im og Corey Conners, og þeir Cameron Young og Collin Morikawa unnu einnig 2/1 gegn Tom Kim og K. H. Lee. Keppnin heldur áfram í dag með fimm leikjum í fjórbolta en úrslitin ráðast svo um helgina. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending í dag, á Sport 5, klukkan 15:30. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira