0,2% árangurinn Þórður Víkingur Friðgeirsson skrifar 24. september 2022 08:01 Hvað vitum við um risaverkefni (e. megaprojects)? Við vitum að þeim fjölgar stöðugt um allan heim. Við vitum einnig að það er næstum jafn líklegt og að tunglið fylgir jörðu að þau standast ekki áætlun. Höfundur þessa stutta pistils ætlar ekki í þessum fáu orðum að gera að umræðuefni íslensk risaverkefni s.s. LSHS við Hringbraut, Borgarlínu, Sundabraut, orkuskiptin, Samgöngusáttmálann og hvað þau nú nefnast þessi stóru og metnaðarfullu verkefni sem eru í pípunum. Við skulum þess í stað líta til útlanda. Við Háskólann í Oxford starfar danski prófessorinn Bent Flyvbjerg. Dr. Flyvbjerg hefur varið langri starfsævi til að skilja risaverkefni og alveg sérstaklega þá fullyrðingu sem sett er fram hér að framan. Þ.e. að framúrkeyrsla stórra verkefna líkist frekar náttúrulögmáli en tilviljun. Kostnaður er svo aðeins einn þeirra þátta sem verkefni eru skilgreind út frá. Hinir þættirnir eru framkvæmdartíminn og svo þeir eiginleikar sem sóst er eftir með því að ráðast í verkefnið (t.d. arðsemi, hagræðing, skilvirkni, o.s.frv.). Við getum kallað síðast talda eiginleikann væntingar um gæði verkefnisins. Dr. Flyvbjerg birti nýverið rannsókn þar sem kemur fram að af 3022 verkefnum sem voru skoðuð reyndust 27% standast kostnaðaráætlun, 2,8% stóðust bæði tíma- og kostnaðaráætlun en aðeins 0,2% stóðust kröfur um kostnað, tímalínu og ávinning. Þetta er hrikaleg tölfræði og nánast óskiljanleg. Það sem meira er, flestu þekkingarfólki á þessu sviði ber saman um að þetta þurfi alls ekki að vera svona. Í rauninni er hér um óásættanlegt ástand að ræða í því ljósi að risavöxnum fjárfestingum í verkefnum fjölgar stöðugt. Þá er vaxandi viðleitni víða um heim að spyrða saman einkafjármögnun og opinberar framkvæmdir sem ýtir undir kröfur til verkefnastjórnsýslu og áhættustjórnunar. Ísland er hér engin undantekning. Það sem hér segir að framan er ekki sett fram til þess að draga úr neinum kjarkinn til að ráðast í verkefni af metnaði og stórhug. Á hinn bóginn verðum við að skilja áhættu risaverkefna og búa þeim viðeigandi umgjörð. Höfum í huga að fjárhagslegt umfang risaverkefna er svo mikið að ef þau fara úr böndum er það þungt högg á samfélagið, fyrirtækin og þá sem fjárfesta í þeim. Því er sérstakt fagnaðarefni að Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands, stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem ber nafnið „Innovation, Megaprojects and Risk“ (IMaR). Þar stíga á stokk heimsþekktir fræðimenn sem hafa fært okkur nýja þekkingu og aukið skilning stjórnvalda, stjórnenda, hönnuða, ráðgjafa, fjárfesta o.fl. á þeim áskorunum sem fylgja okkar tímum. Nóg er að nefna Dr. Werner Rothengatter sem er einn helsti sérfræðingur Evrópu á sviði áhættu og risaverkefna. Prófessor Rothengatter er einn höfunda metsölubókarinnar „Megaprojects and Risk“ sem hann skrifaði með títtnefndum Bent Flyvbjerg. Einnig má nefna prófessor Hans Georg Gemünden, einn helsta sérfræðing Evrópu á sviði verkefnastjórnunar og því sem kallað er verkefnavæðing atvinnulífsins (e. projectification). Dr. Gemünden mun fjalla um hið ótrúlega flugvallarverkefni Berlin Brandenburg Airport - Willy Brandt, en það verkefni er náma fróðleiks um það sem skal varast í stórum verkefnum. Þá má nefna hina frábæru Martinu Huemann sem er ritstjóri eins virtasta fagtímarits heimsins á sviði verkefnastjórnunar. Prófessor Huemann er einnig margverðlaunaður fræðimaður á sínu sviði. Í ljósi þess sem fyrr segir, að „0,2% árangurinn“ gengur ekki lengur og framfara er þörf, má nefna Gro Volden. Dr. Volden leiðir eina áhugaverðustu umbreytingu Evrópu til betri starfshátta á sviði verkefnastjórnsýslu í Noregi. Umbreytingar sem hefur vakið heimsathygli og aðdáun þeirra sem vilja skora á hólm framúrkeyrslu kostnaðar og aðra óráðsíu. Á IMaR munu yfir 20 fyrirlesarar flytja rannsóknartengd erindi um jafn fjölbreytt viðfangsefni eins og einkafjármögnun opinberra verkefna (PPP), áhættu og eldfjöll, svefn sem hluti af því að ná árangri í starfi, hvernig verkefni og verkefnastjórnsýsla er að taka yfir stjórnunarhætti, hvernig Ísland getur tamið kostnaðarframúrkeyrslu, áhættusöm verkefni í bráð og lengd, nýjar rannsóknaraðferðir til að mæla áhættu og svona mætti áfram telja. Vandamál Íslands er ekki skortur á tækifærum. En öllum tækifærum fylgja ógnanir. Það er hvalreki fyrir okkur, þessa öflugu og stórhuga þjóð, að fá þessa frábæru fyrirlesara á tímum þar sem ráðagerðir eru uppi um gríðarlegar fjárfestingar með tilheyrandi áhættu. Höfundur er lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Hvað vitum við um risaverkefni (e. megaprojects)? Við vitum að þeim fjölgar stöðugt um allan heim. Við vitum einnig að það er næstum jafn líklegt og að tunglið fylgir jörðu að þau standast ekki áætlun. Höfundur þessa stutta pistils ætlar ekki í þessum fáu orðum að gera að umræðuefni íslensk risaverkefni s.s. LSHS við Hringbraut, Borgarlínu, Sundabraut, orkuskiptin, Samgöngusáttmálann og hvað þau nú nefnast þessi stóru og metnaðarfullu verkefni sem eru í pípunum. Við skulum þess í stað líta til útlanda. Við Háskólann í Oxford starfar danski prófessorinn Bent Flyvbjerg. Dr. Flyvbjerg hefur varið langri starfsævi til að skilja risaverkefni og alveg sérstaklega þá fullyrðingu sem sett er fram hér að framan. Þ.e. að framúrkeyrsla stórra verkefna líkist frekar náttúrulögmáli en tilviljun. Kostnaður er svo aðeins einn þeirra þátta sem verkefni eru skilgreind út frá. Hinir þættirnir eru framkvæmdartíminn og svo þeir eiginleikar sem sóst er eftir með því að ráðast í verkefnið (t.d. arðsemi, hagræðing, skilvirkni, o.s.frv.). Við getum kallað síðast talda eiginleikann væntingar um gæði verkefnisins. Dr. Flyvbjerg birti nýverið rannsókn þar sem kemur fram að af 3022 verkefnum sem voru skoðuð reyndust 27% standast kostnaðaráætlun, 2,8% stóðust bæði tíma- og kostnaðaráætlun en aðeins 0,2% stóðust kröfur um kostnað, tímalínu og ávinning. Þetta er hrikaleg tölfræði og nánast óskiljanleg. Það sem meira er, flestu þekkingarfólki á þessu sviði ber saman um að þetta þurfi alls ekki að vera svona. Í rauninni er hér um óásættanlegt ástand að ræða í því ljósi að risavöxnum fjárfestingum í verkefnum fjölgar stöðugt. Þá er vaxandi viðleitni víða um heim að spyrða saman einkafjármögnun og opinberar framkvæmdir sem ýtir undir kröfur til verkefnastjórnsýslu og áhættustjórnunar. Ísland er hér engin undantekning. Það sem hér segir að framan er ekki sett fram til þess að draga úr neinum kjarkinn til að ráðast í verkefni af metnaði og stórhug. Á hinn bóginn verðum við að skilja áhættu risaverkefna og búa þeim viðeigandi umgjörð. Höfum í huga að fjárhagslegt umfang risaverkefna er svo mikið að ef þau fara úr böndum er það þungt högg á samfélagið, fyrirtækin og þá sem fjárfesta í þeim. Því er sérstakt fagnaðarefni að Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands, stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem ber nafnið „Innovation, Megaprojects and Risk“ (IMaR). Þar stíga á stokk heimsþekktir fræðimenn sem hafa fært okkur nýja þekkingu og aukið skilning stjórnvalda, stjórnenda, hönnuða, ráðgjafa, fjárfesta o.fl. á þeim áskorunum sem fylgja okkar tímum. Nóg er að nefna Dr. Werner Rothengatter sem er einn helsti sérfræðingur Evrópu á sviði áhættu og risaverkefna. Prófessor Rothengatter er einn höfunda metsölubókarinnar „Megaprojects and Risk“ sem hann skrifaði með títtnefndum Bent Flyvbjerg. Einnig má nefna prófessor Hans Georg Gemünden, einn helsta sérfræðing Evrópu á sviði verkefnastjórnunar og því sem kallað er verkefnavæðing atvinnulífsins (e. projectification). Dr. Gemünden mun fjalla um hið ótrúlega flugvallarverkefni Berlin Brandenburg Airport - Willy Brandt, en það verkefni er náma fróðleiks um það sem skal varast í stórum verkefnum. Þá má nefna hina frábæru Martinu Huemann sem er ritstjóri eins virtasta fagtímarits heimsins á sviði verkefnastjórnunar. Prófessor Huemann er einnig margverðlaunaður fræðimaður á sínu sviði. Í ljósi þess sem fyrr segir, að „0,2% árangurinn“ gengur ekki lengur og framfara er þörf, má nefna Gro Volden. Dr. Volden leiðir eina áhugaverðustu umbreytingu Evrópu til betri starfshátta á sviði verkefnastjórnsýslu í Noregi. Umbreytingar sem hefur vakið heimsathygli og aðdáun þeirra sem vilja skora á hólm framúrkeyrslu kostnaðar og aðra óráðsíu. Á IMaR munu yfir 20 fyrirlesarar flytja rannsóknartengd erindi um jafn fjölbreytt viðfangsefni eins og einkafjármögnun opinberra verkefna (PPP), áhættu og eldfjöll, svefn sem hluti af því að ná árangri í starfi, hvernig verkefni og verkefnastjórnsýsla er að taka yfir stjórnunarhætti, hvernig Ísland getur tamið kostnaðarframúrkeyrslu, áhættusöm verkefni í bráð og lengd, nýjar rannsóknaraðferðir til að mæla áhættu og svona mætti áfram telja. Vandamál Íslands er ekki skortur á tækifærum. En öllum tækifærum fylgja ógnanir. Það er hvalreki fyrir okkur, þessa öflugu og stórhuga þjóð, að fá þessa frábæru fyrirlesara á tímum þar sem ráðagerðir eru uppi um gríðarlegar fjárfestingar með tilheyrandi áhættu. Höfundur er lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun