0,2% árangurinn Þórður Víkingur Friðgeirsson skrifar 24. september 2022 08:01 Hvað vitum við um risaverkefni (e. megaprojects)? Við vitum að þeim fjölgar stöðugt um allan heim. Við vitum einnig að það er næstum jafn líklegt og að tunglið fylgir jörðu að þau standast ekki áætlun. Höfundur þessa stutta pistils ætlar ekki í þessum fáu orðum að gera að umræðuefni íslensk risaverkefni s.s. LSHS við Hringbraut, Borgarlínu, Sundabraut, orkuskiptin, Samgöngusáttmálann og hvað þau nú nefnast þessi stóru og metnaðarfullu verkefni sem eru í pípunum. Við skulum þess í stað líta til útlanda. Við Háskólann í Oxford starfar danski prófessorinn Bent Flyvbjerg. Dr. Flyvbjerg hefur varið langri starfsævi til að skilja risaverkefni og alveg sérstaklega þá fullyrðingu sem sett er fram hér að framan. Þ.e. að framúrkeyrsla stórra verkefna líkist frekar náttúrulögmáli en tilviljun. Kostnaður er svo aðeins einn þeirra þátta sem verkefni eru skilgreind út frá. Hinir þættirnir eru framkvæmdartíminn og svo þeir eiginleikar sem sóst er eftir með því að ráðast í verkefnið (t.d. arðsemi, hagræðing, skilvirkni, o.s.frv.). Við getum kallað síðast talda eiginleikann væntingar um gæði verkefnisins. Dr. Flyvbjerg birti nýverið rannsókn þar sem kemur fram að af 3022 verkefnum sem voru skoðuð reyndust 27% standast kostnaðaráætlun, 2,8% stóðust bæði tíma- og kostnaðaráætlun en aðeins 0,2% stóðust kröfur um kostnað, tímalínu og ávinning. Þetta er hrikaleg tölfræði og nánast óskiljanleg. Það sem meira er, flestu þekkingarfólki á þessu sviði ber saman um að þetta þurfi alls ekki að vera svona. Í rauninni er hér um óásættanlegt ástand að ræða í því ljósi að risavöxnum fjárfestingum í verkefnum fjölgar stöðugt. Þá er vaxandi viðleitni víða um heim að spyrða saman einkafjármögnun og opinberar framkvæmdir sem ýtir undir kröfur til verkefnastjórnsýslu og áhættustjórnunar. Ísland er hér engin undantekning. Það sem hér segir að framan er ekki sett fram til þess að draga úr neinum kjarkinn til að ráðast í verkefni af metnaði og stórhug. Á hinn bóginn verðum við að skilja áhættu risaverkefna og búa þeim viðeigandi umgjörð. Höfum í huga að fjárhagslegt umfang risaverkefna er svo mikið að ef þau fara úr böndum er það þungt högg á samfélagið, fyrirtækin og þá sem fjárfesta í þeim. Því er sérstakt fagnaðarefni að Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands, stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem ber nafnið „Innovation, Megaprojects and Risk“ (IMaR). Þar stíga á stokk heimsþekktir fræðimenn sem hafa fært okkur nýja þekkingu og aukið skilning stjórnvalda, stjórnenda, hönnuða, ráðgjafa, fjárfesta o.fl. á þeim áskorunum sem fylgja okkar tímum. Nóg er að nefna Dr. Werner Rothengatter sem er einn helsti sérfræðingur Evrópu á sviði áhættu og risaverkefna. Prófessor Rothengatter er einn höfunda metsölubókarinnar „Megaprojects and Risk“ sem hann skrifaði með títtnefndum Bent Flyvbjerg. Einnig má nefna prófessor Hans Georg Gemünden, einn helsta sérfræðing Evrópu á sviði verkefnastjórnunar og því sem kallað er verkefnavæðing atvinnulífsins (e. projectification). Dr. Gemünden mun fjalla um hið ótrúlega flugvallarverkefni Berlin Brandenburg Airport - Willy Brandt, en það verkefni er náma fróðleiks um það sem skal varast í stórum verkefnum. Þá má nefna hina frábæru Martinu Huemann sem er ritstjóri eins virtasta fagtímarits heimsins á sviði verkefnastjórnunar. Prófessor Huemann er einnig margverðlaunaður fræðimaður á sínu sviði. Í ljósi þess sem fyrr segir, að „0,2% árangurinn“ gengur ekki lengur og framfara er þörf, má nefna Gro Volden. Dr. Volden leiðir eina áhugaverðustu umbreytingu Evrópu til betri starfshátta á sviði verkefnastjórnsýslu í Noregi. Umbreytingar sem hefur vakið heimsathygli og aðdáun þeirra sem vilja skora á hólm framúrkeyrslu kostnaðar og aðra óráðsíu. Á IMaR munu yfir 20 fyrirlesarar flytja rannsóknartengd erindi um jafn fjölbreytt viðfangsefni eins og einkafjármögnun opinberra verkefna (PPP), áhættu og eldfjöll, svefn sem hluti af því að ná árangri í starfi, hvernig verkefni og verkefnastjórnsýsla er að taka yfir stjórnunarhætti, hvernig Ísland getur tamið kostnaðarframúrkeyrslu, áhættusöm verkefni í bráð og lengd, nýjar rannsóknaraðferðir til að mæla áhættu og svona mætti áfram telja. Vandamál Íslands er ekki skortur á tækifærum. En öllum tækifærum fylgja ógnanir. Það er hvalreki fyrir okkur, þessa öflugu og stórhuga þjóð, að fá þessa frábæru fyrirlesara á tímum þar sem ráðagerðir eru uppi um gríðarlegar fjárfestingar með tilheyrandi áhættu. Höfundur er lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hvað vitum við um risaverkefni (e. megaprojects)? Við vitum að þeim fjölgar stöðugt um allan heim. Við vitum einnig að það er næstum jafn líklegt og að tunglið fylgir jörðu að þau standast ekki áætlun. Höfundur þessa stutta pistils ætlar ekki í þessum fáu orðum að gera að umræðuefni íslensk risaverkefni s.s. LSHS við Hringbraut, Borgarlínu, Sundabraut, orkuskiptin, Samgöngusáttmálann og hvað þau nú nefnast þessi stóru og metnaðarfullu verkefni sem eru í pípunum. Við skulum þess í stað líta til útlanda. Við Háskólann í Oxford starfar danski prófessorinn Bent Flyvbjerg. Dr. Flyvbjerg hefur varið langri starfsævi til að skilja risaverkefni og alveg sérstaklega þá fullyrðingu sem sett er fram hér að framan. Þ.e. að framúrkeyrsla stórra verkefna líkist frekar náttúrulögmáli en tilviljun. Kostnaður er svo aðeins einn þeirra þátta sem verkefni eru skilgreind út frá. Hinir þættirnir eru framkvæmdartíminn og svo þeir eiginleikar sem sóst er eftir með því að ráðast í verkefnið (t.d. arðsemi, hagræðing, skilvirkni, o.s.frv.). Við getum kallað síðast talda eiginleikann væntingar um gæði verkefnisins. Dr. Flyvbjerg birti nýverið rannsókn þar sem kemur fram að af 3022 verkefnum sem voru skoðuð reyndust 27% standast kostnaðaráætlun, 2,8% stóðust bæði tíma- og kostnaðaráætlun en aðeins 0,2% stóðust kröfur um kostnað, tímalínu og ávinning. Þetta er hrikaleg tölfræði og nánast óskiljanleg. Það sem meira er, flestu þekkingarfólki á þessu sviði ber saman um að þetta þurfi alls ekki að vera svona. Í rauninni er hér um óásættanlegt ástand að ræða í því ljósi að risavöxnum fjárfestingum í verkefnum fjölgar stöðugt. Þá er vaxandi viðleitni víða um heim að spyrða saman einkafjármögnun og opinberar framkvæmdir sem ýtir undir kröfur til verkefnastjórnsýslu og áhættustjórnunar. Ísland er hér engin undantekning. Það sem hér segir að framan er ekki sett fram til þess að draga úr neinum kjarkinn til að ráðast í verkefni af metnaði og stórhug. Á hinn bóginn verðum við að skilja áhættu risaverkefna og búa þeim viðeigandi umgjörð. Höfum í huga að fjárhagslegt umfang risaverkefna er svo mikið að ef þau fara úr böndum er það þungt högg á samfélagið, fyrirtækin og þá sem fjárfesta í þeim. Því er sérstakt fagnaðarefni að Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands, stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem ber nafnið „Innovation, Megaprojects and Risk“ (IMaR). Þar stíga á stokk heimsþekktir fræðimenn sem hafa fært okkur nýja þekkingu og aukið skilning stjórnvalda, stjórnenda, hönnuða, ráðgjafa, fjárfesta o.fl. á þeim áskorunum sem fylgja okkar tímum. Nóg er að nefna Dr. Werner Rothengatter sem er einn helsti sérfræðingur Evrópu á sviði áhættu og risaverkefna. Prófessor Rothengatter er einn höfunda metsölubókarinnar „Megaprojects and Risk“ sem hann skrifaði með títtnefndum Bent Flyvbjerg. Einnig má nefna prófessor Hans Georg Gemünden, einn helsta sérfræðing Evrópu á sviði verkefnastjórnunar og því sem kallað er verkefnavæðing atvinnulífsins (e. projectification). Dr. Gemünden mun fjalla um hið ótrúlega flugvallarverkefni Berlin Brandenburg Airport - Willy Brandt, en það verkefni er náma fróðleiks um það sem skal varast í stórum verkefnum. Þá má nefna hina frábæru Martinu Huemann sem er ritstjóri eins virtasta fagtímarits heimsins á sviði verkefnastjórnunar. Prófessor Huemann er einnig margverðlaunaður fræðimaður á sínu sviði. Í ljósi þess sem fyrr segir, að „0,2% árangurinn“ gengur ekki lengur og framfara er þörf, má nefna Gro Volden. Dr. Volden leiðir eina áhugaverðustu umbreytingu Evrópu til betri starfshátta á sviði verkefnastjórnsýslu í Noregi. Umbreytingar sem hefur vakið heimsathygli og aðdáun þeirra sem vilja skora á hólm framúrkeyrslu kostnaðar og aðra óráðsíu. Á IMaR munu yfir 20 fyrirlesarar flytja rannsóknartengd erindi um jafn fjölbreytt viðfangsefni eins og einkafjármögnun opinberra verkefna (PPP), áhættu og eldfjöll, svefn sem hluti af því að ná árangri í starfi, hvernig verkefni og verkefnastjórnsýsla er að taka yfir stjórnunarhætti, hvernig Ísland getur tamið kostnaðarframúrkeyrslu, áhættusöm verkefni í bráð og lengd, nýjar rannsóknaraðferðir til að mæla áhættu og svona mætti áfram telja. Vandamál Íslands er ekki skortur á tækifærum. En öllum tækifærum fylgja ógnanir. Það er hvalreki fyrir okkur, þessa öflugu og stórhuga þjóð, að fá þessa frábæru fyrirlesara á tímum þar sem ráðagerðir eru uppi um gríðarlegar fjárfestingar með tilheyrandi áhættu. Höfundur er lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun