Viðskipti innlent

Ráðin í störf rekstrar­stjóra og markaðs­stjóra Running Tide

Atli Ísleifsson skrifar
Arna Hlín Daníelsdóttir og Mikko Koskinen.
Arna Hlín Daníelsdóttir og Mikko Koskinen. Running Tide

Running Tide hefur ráðið Örnu Hlín Daníelsdóttur í starf rekstrarstjóra fyrirtækisins á Íslandi og Mikko Koskinen í starf markaðsstjóra.

Í tilkynningu kemur fram að Arna hafi áður verið rekstrarstjóri ráðgjafafyrirtækisins Expectus en þar á undan hafi hún í fimm ár starfað hjá alþjóðlega tæknifyrirtækinu Tempó.

„Arna er með meistaragráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Mikko Koskinen hefur verið ráðinn markaðsstjóri Running Tide á heimsvísu en hann flutti hingað til lands frá Finnlandi sérstaklega til að starfa hjá fyrirtækinu.

Mikko er með meistaragráðu í vélaverkfræði og aukagrein í iðnhönnun frá Aalto háskólanum. Mikko stofnaði rúgbrennsluna Kyrö sem er í dag einn stærsti viskí- og ginframleiðandi á Norðurlöndum. Hann er einnig meðstofnandi og stjórnarformaður Nemo Seafarms, fyrirtækis á frumstigi sem vinnur að því að draga úr of miklu magni næringarefna með því að rækta þang í Eystrasalti.“

Running Tide er sjávartæknifyrirtæki sem hannar og þróar tækni til að örva náttúrulegt ferli sjávarins við að fjarlægja kolefni varanlega úr andrúmsloftinu, vinna gegn súrnun sjávar og bæta lífríki hafsins. Félagið er með starfsemi á þremur stöðum á Íslandi – í Lækjargötu í Reykjavík, á Breiðinni á Akranesi og á Grundartanga, þar sem athafnasvæði fyrirtækisins er.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×