Viðskipti innlent

Að­flutt starfs­fólk nauð­syn­legt til að mæta aukinni eftir­spurn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Iðnaðarmenn við störf við byggingu á nýjum Landspítala.
Iðnaðarmenn við störf við byggingu á nýjum Landspítala. Vísir/Vilhelm

Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk.

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Greinendur þar segja að ljóst sé að aðflutt starfsfólk sé nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hér á landi.

Alls voru 6.118 á atvinnuleysisskrá í lok ágúst eða 3,1 prósent þeirra á vinnumarkaðnum. Atvinnuleysið var síðast svo lítið í febrúar árið 2019 en spáð er að það muni haldast nokkuð stöðugt í næsta mánuði.

Í hagsjánni segir að atvinnuleysi sé mest á Suðurnesjum eða 5,3 prósent. Lægst er það á Norðurlandi vestra, einungis 0,7 prósent.

Starfandi innflytjendur hafa aldrei verið fleiri hér á landi en sem stendur eru þeir tæplega 48 þúsund talsins. Langstærstur hluti þeirra starfar í greinum tengdum ferðaþjónustu en einhver fjöldi þeirra er þó í byggingariðnaði. Innflytjendum í þeim geira hefur fjölgað gífurlega upp á síðkastið.

Þrátt fyrir lítið atvinnuleysi og metfjölda starfandi innflytjenda telja 54,22 prósent fyrirtækja á Íslandi að það sé skortur á starfsfólki hér á landi. Síðast þegar meira en helmingur fyrirtækja taldi skort vera hér á landi af vinnuafli var árið 2007.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.