„Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð?“ Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 08:30 Jónatan Magnússon missti af fyrsta leik KA á tímabilinu. VÍSIR/VILHELM Í Seinni bylgjunni eftir fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta var það gagnrýnt að aðalþjálfari KA síðustu ár, Jónatan Magnússon, skyldi missa af fyrsta leik tímabilsins vegna árshátíðarferðar. Guðlaugur Arnarsson, sem kom inn í þjálfarateymi KA í sumar, stýrði liðinu í tapinu gegn Haukum síðasta föstudagskvöld en þar var Jónatan hvergi sjáanlegur. „Við náttúrulega elskum Jónatan Magnússon, hann er frábær gaur og allt það, en hann er í Berlín í árshátíðarferð með konunni sinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, og spurði þá Theodór Inga Pálmason og Arnar Daða Arnarsson hvað þeim þætti um það. „Þetta er örugglega ekkert sem kom upp í síðustu viku. Þetta var örugglega rætt í vor og er búið að liggja fyrir lengi. En við erum með deild hérna sem við erum að reyna að stækka og bæta standardinn á, og þjálfarar eiga bara að vera í leikjum nema að það sé eitthvað mjög sérstakt og aðkallandi,“ sagði Theodór. „Nema að þeir séu í leikbönnum,“ skaut Arnar Daði inn í en hann lauk síðasta tímabili á að fá þriggja leikja bann fyrir ummæli í viðtali eftir leik. Theodór hélt áfram: „Hann [Jónatan] er með tuttugu manna leikmannahóp. Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð með vinnunni eða skólanum og myndu missa af leikjum? Þú þarft að setja ákveðið fordæmi fyrir leikmannahópinn þinn. Mér finnst þetta í besta falli óheppilegt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Jónatan og KA Stefán Árni rifjaði þá upp að Ívar Ásgrímsson, þáverandi þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, hefði á sínum tíma misst af mikilvægum leik vegna skíðaferðar. „Það varð allt vitlaust þá. En þetta er í fyrstu umferð. Kannski aðeins afsláttur þá,“ sagði Stefán. „Já, og það er spurning hvort að þessi leikur hefði getað spilast í gær [síðasta fimmtudag] og hann svo farið út í dag [föstudag]? Maður veit það ekki,“ bætti Arnar Daði við en Theodór ítrekaði að málið væri óheppilegt: „Það kemur móment í leiknum þar sem Guðlaugur Arnarsson viðurkennir að hann hafi verið of seinn að grípa inn í. Ef að Jónatan hefði verið á bekknum, hefði þá verið gripið fyrr inn í? Þetta opnar á svona „ef og hefði“ spurningar.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Guðlaugur Arnarsson, sem kom inn í þjálfarateymi KA í sumar, stýrði liðinu í tapinu gegn Haukum síðasta föstudagskvöld en þar var Jónatan hvergi sjáanlegur. „Við náttúrulega elskum Jónatan Magnússon, hann er frábær gaur og allt það, en hann er í Berlín í árshátíðarferð með konunni sinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, og spurði þá Theodór Inga Pálmason og Arnar Daða Arnarsson hvað þeim þætti um það. „Þetta er örugglega ekkert sem kom upp í síðustu viku. Þetta var örugglega rætt í vor og er búið að liggja fyrir lengi. En við erum með deild hérna sem við erum að reyna að stækka og bæta standardinn á, og þjálfarar eiga bara að vera í leikjum nema að það sé eitthvað mjög sérstakt og aðkallandi,“ sagði Theodór. „Nema að þeir séu í leikbönnum,“ skaut Arnar Daði inn í en hann lauk síðasta tímabili á að fá þriggja leikja bann fyrir ummæli í viðtali eftir leik. Theodór hélt áfram: „Hann [Jónatan] er með tuttugu manna leikmannahóp. Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð með vinnunni eða skólanum og myndu missa af leikjum? Þú þarft að setja ákveðið fordæmi fyrir leikmannahópinn þinn. Mér finnst þetta í besta falli óheppilegt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Jónatan og KA Stefán Árni rifjaði þá upp að Ívar Ásgrímsson, þáverandi þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, hefði á sínum tíma misst af mikilvægum leik vegna skíðaferðar. „Það varð allt vitlaust þá. En þetta er í fyrstu umferð. Kannski aðeins afsláttur þá,“ sagði Stefán. „Já, og það er spurning hvort að þessi leikur hefði getað spilast í gær [síðasta fimmtudag] og hann svo farið út í dag [föstudag]? Maður veit það ekki,“ bætti Arnar Daði við en Theodór ítrekaði að málið væri óheppilegt: „Það kemur móment í leiknum þar sem Guðlaugur Arnarsson viðurkennir að hann hafi verið of seinn að grípa inn í. Ef að Jónatan hefði verið á bekknum, hefði þá verið gripið fyrr inn í? Þetta opnar á svona „ef og hefði“ spurningar.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira