Körfubolti

Stórleikur Markkanen skilaði Finnum í 8-liða úrslit

Atli Arason skrifar
Lauri Markkanen með þjálfara Finnlands, Lassi Tuovi, í bakgrunni. 
Lauri Markkanen með þjálfara Finnlands, Lassi Tuovi, í bakgrunni.  Getty Images

Finnland vann átta stiga sigur á Króötum í 16-liða úrslitum EuroBasket í dag, 94-86.

Leikurinn var lengst af jafn og spennandi, Króatar byrjuðu betur en Finnar komu til baka áður en Króatía vann fysta leikhluta, 20-21.

Annar leikhluti var áfram kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á því að leiða leikinn en Finnar náðu lokahögginu og leiddu í leikhlé, 45-43.

Sama sagan var í þriðja leikhluta forskotið sveiflaðist á milli liða en munurinn var aldrei meiri en fjögur stig.

Finnar stigu hins vegar upp í loka fjórðungnum, náðu yfirhöndinni með Lauri Markkanen fremstan í flokki og unnu að lokum átta stiga sigur, 94-86.

Lauri Markkanen var lang stigahæstur allra með 43 stig en Króatinn Bojan Bogdanovic var næst stigahæstur með 23 stig. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×