Viðskipti innlent

Ráðin nýr verk­efna­stjóri barna­menningar í Hörpu

Atli Ísleifsson skrifar
Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Ingibjörg Fríða Helgadóttir. Aðsend

Ingibjörg Fríða Helgadóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri barnamenningar í Hörpu og mun stýra barna- og fjölskyldudagskrá Hljóðhimna, nýs upplifunarrýmis fyrir börn í Hörpu.

Í tilkynningu kemur fram að ráðningin sé í samræmi við auknar áherslur Hörpu á barna- og fjölskyldumenningu.

„Ingibjörg Fríða er söngkona með fjölbreyttan bakgrunn í tónlist. Hún lauk burtfararprófi bæði í klassískum söng og rytmískum söng ásamt BA prófi í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands.

Ingibjörg Fríða hefur mikla reynslu af því að starfa með börnum og hefur undanfarin ár komið fram á fjölskylduskemmtunum, sungið inn á teiknimyndir, kennt börnum og ungmennum tónlist í vinnusmiðjum og einkatímum, stýrt barnadagskrá í Hörpu auk þess að starfa um skeið hjá KrakkaRÚV með menningarumfjöllun fyrir börn í útvarpi og sjónvarpi. Hún hefur unnið að ýmsum verkefnum í Hörpu frá árinu 2014, m.a. leitt leiðsagnir um húsið, skoðunarferðir fyrir börn þar sem krókar og kimar Hörpu eru kannaðir og tekið á móti leikskólabörnum í jólasöngstundir.

Á tíu ára afmælisári Hörpu, árið 2021, stýrðu Ingibjörg Fríða og Sigurður Ingi Einarsson vinnu 10 ára tónskálda sem sömdu nýtt afmælislag fyrir Hörpu, Alveg eins og ég og tóku upp tónlistarmyndband í tilefni afmælisins. Afmælislagið hlaut Lúðurinn á íslensku auglýsingaverðlaununum í apríl síðastliðnum í flokknum Viðburðir,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×