Leikskólabörn höfð að féþúfu undir hlífiskildi Reykjavíkurborgar Margrét Eymundardóttir, María Lea Ævarsdóttir, Eva Drífudóttir og Kristbjörg Helgadóttir skrifa 7. september 2022 09:31 Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. Reykjavíkurborg gerir samninga við einkarekna leikskóla sem greiða sér út arð á sama tíma og þeir þiggja fé frá borginni. Stjórnendur leikskólans Sælukots keyptu raðhús í Skerjafirði árið 2019 og greiddu sér út 41,8 m.kr. í arð árið 2020. Á sama tíma var leikskólastarfið í miklu fjársvelti. Þetta kemur okkur sem erum úr hópi fyrrverandi starfsfólks og foreldra barna í Sælukoti ekki á óvart. Við höfum safnað saman tugum lýsinga áhyggjufullra starfsmanna og foreldra sem ná 10 ár aftur í tímann. Við höfum bent á að leikskólastarfið stenst engar þær kröfur sem gerðar eru til leikskóla á Íslandi. Má þar nefna að starfsfólk er nær undantekningarlaust án fagmenntunnar og er sömuleiðis alltof fáliðað, sérkennsla er engin, viðbrögð rekstrarstjórnans við meintu kynferðisofbeldi gagnvart barni voru mjög ófagmannlegar og aðbúnaður barna er slæmur almennt á leiskólanum. Þá sjaldan að leikskólakennari hefur stótt um starf á Sælukoti hefur viðkomandi staldrað stutt við. Það starfsfólk sem gerir kröfur um úrbætur á Sælukoti er jafnan rekið af rekstrarstjóra leikskólans. Lýsingar starfsmanna sem hafa unnið á Sælukoti eru með ólíkindum og minna meira á vist í fangabúðum en á vinnustað. Starfsfólkið lýsir auðvitað líka þungum áhyggjum af börnunum. Því miður virðist velferð barna og faglegt starf gleymast um þessar mundir þegar þjarkað er um skort á leikskólaplássum sem þó er mergur málsins. Því höfum við undirritaðar tekið okkur penna í hönd eina ferðina enn til þess að freista þess að einhver hlusti. Það er nefnilega svo að við höfum ítrekað látið Skóla- og frístundasvið vita af ógöngum Sælukots og sent þangað áðurnefndar lýsingar starfsfólks og foreldra. En ekkert gerist. Það virðist öllum standa á sama. Skólinn starfar enn og ennþá er sami rekstrarstjórinn þar við völd. Á leikskóla þar sem enginn ætti að vera, allra síst börn. Þeir sem hafa áhuga á að fara í viðskipti og hyggja á skjótan gróða geta greinilega opnað eikarekinn leikskóla, svelt starfið og greitt sér út arð. Það er ekkert mál. Það vitum við sem höfum nú reynt að vekja Reykjavíkurborg upp af þungum svefni um starfsemi leikskólans Sælukots. Eftirlitið er ekkert enda fáránlegt að sami aðili sjái um rekstur leikskóla og sinni eftirliti með þeim. Reykjavíkurborg sem ekki hefur staðið við kosningaloforð um leikskólapláss fyrir foreldra, já og auðvitað börn, lokar ekki leikskólum. Þeim verður haldið opnum út í rauðan dauðann. Borgarfulltrúar, bæði í meiri og minni hluta, vita allt um þetta mál. Nú er spurningin, ætla þeir að gera eitthvað í því? Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóriMaría Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðirEva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaðurKristbjörg Helgadóttir, deildarstjóri og fyrrverandi starfsmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Sannleikurinn um Sælukot Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. 13. desember 2021 12:00 Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. Reykjavíkurborg gerir samninga við einkarekna leikskóla sem greiða sér út arð á sama tíma og þeir þiggja fé frá borginni. Stjórnendur leikskólans Sælukots keyptu raðhús í Skerjafirði árið 2019 og greiddu sér út 41,8 m.kr. í arð árið 2020. Á sama tíma var leikskólastarfið í miklu fjársvelti. Þetta kemur okkur sem erum úr hópi fyrrverandi starfsfólks og foreldra barna í Sælukoti ekki á óvart. Við höfum safnað saman tugum lýsinga áhyggjufullra starfsmanna og foreldra sem ná 10 ár aftur í tímann. Við höfum bent á að leikskólastarfið stenst engar þær kröfur sem gerðar eru til leikskóla á Íslandi. Má þar nefna að starfsfólk er nær undantekningarlaust án fagmenntunnar og er sömuleiðis alltof fáliðað, sérkennsla er engin, viðbrögð rekstrarstjórnans við meintu kynferðisofbeldi gagnvart barni voru mjög ófagmannlegar og aðbúnaður barna er slæmur almennt á leiskólanum. Þá sjaldan að leikskólakennari hefur stótt um starf á Sælukoti hefur viðkomandi staldrað stutt við. Það starfsfólk sem gerir kröfur um úrbætur á Sælukoti er jafnan rekið af rekstrarstjóra leikskólans. Lýsingar starfsmanna sem hafa unnið á Sælukoti eru með ólíkindum og minna meira á vist í fangabúðum en á vinnustað. Starfsfólkið lýsir auðvitað líka þungum áhyggjum af börnunum. Því miður virðist velferð barna og faglegt starf gleymast um þessar mundir þegar þjarkað er um skort á leikskólaplássum sem þó er mergur málsins. Því höfum við undirritaðar tekið okkur penna í hönd eina ferðina enn til þess að freista þess að einhver hlusti. Það er nefnilega svo að við höfum ítrekað látið Skóla- og frístundasvið vita af ógöngum Sælukots og sent þangað áðurnefndar lýsingar starfsfólks og foreldra. En ekkert gerist. Það virðist öllum standa á sama. Skólinn starfar enn og ennþá er sami rekstrarstjórinn þar við völd. Á leikskóla þar sem enginn ætti að vera, allra síst börn. Þeir sem hafa áhuga á að fara í viðskipti og hyggja á skjótan gróða geta greinilega opnað eikarekinn leikskóla, svelt starfið og greitt sér út arð. Það er ekkert mál. Það vitum við sem höfum nú reynt að vekja Reykjavíkurborg upp af þungum svefni um starfsemi leikskólans Sælukots. Eftirlitið er ekkert enda fáránlegt að sami aðili sjái um rekstur leikskóla og sinni eftirliti með þeim. Reykjavíkurborg sem ekki hefur staðið við kosningaloforð um leikskólapláss fyrir foreldra, já og auðvitað börn, lokar ekki leikskólum. Þeim verður haldið opnum út í rauðan dauðann. Borgarfulltrúar, bæði í meiri og minni hluta, vita allt um þetta mál. Nú er spurningin, ætla þeir að gera eitthvað í því? Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóriMaría Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðirEva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaðurKristbjörg Helgadóttir, deildarstjóri og fyrrverandi starfsmaður
Sannleikurinn um Sælukot Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. 13. desember 2021 12:00
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun