Leikskólabörn höfð að féþúfu undir hlífiskildi Reykjavíkurborgar Margrét Eymundardóttir, María Lea Ævarsdóttir, Eva Drífudóttir og Kristbjörg Helgadóttir skrifa 7. september 2022 09:31 Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. Reykjavíkurborg gerir samninga við einkarekna leikskóla sem greiða sér út arð á sama tíma og þeir þiggja fé frá borginni. Stjórnendur leikskólans Sælukots keyptu raðhús í Skerjafirði árið 2019 og greiddu sér út 41,8 m.kr. í arð árið 2020. Á sama tíma var leikskólastarfið í miklu fjársvelti. Þetta kemur okkur sem erum úr hópi fyrrverandi starfsfólks og foreldra barna í Sælukoti ekki á óvart. Við höfum safnað saman tugum lýsinga áhyggjufullra starfsmanna og foreldra sem ná 10 ár aftur í tímann. Við höfum bent á að leikskólastarfið stenst engar þær kröfur sem gerðar eru til leikskóla á Íslandi. Má þar nefna að starfsfólk er nær undantekningarlaust án fagmenntunnar og er sömuleiðis alltof fáliðað, sérkennsla er engin, viðbrögð rekstrarstjórnans við meintu kynferðisofbeldi gagnvart barni voru mjög ófagmannlegar og aðbúnaður barna er slæmur almennt á leiskólanum. Þá sjaldan að leikskólakennari hefur stótt um starf á Sælukoti hefur viðkomandi staldrað stutt við. Það starfsfólk sem gerir kröfur um úrbætur á Sælukoti er jafnan rekið af rekstrarstjóra leikskólans. Lýsingar starfsmanna sem hafa unnið á Sælukoti eru með ólíkindum og minna meira á vist í fangabúðum en á vinnustað. Starfsfólkið lýsir auðvitað líka þungum áhyggjum af börnunum. Því miður virðist velferð barna og faglegt starf gleymast um þessar mundir þegar þjarkað er um skort á leikskólaplássum sem þó er mergur málsins. Því höfum við undirritaðar tekið okkur penna í hönd eina ferðina enn til þess að freista þess að einhver hlusti. Það er nefnilega svo að við höfum ítrekað látið Skóla- og frístundasvið vita af ógöngum Sælukots og sent þangað áðurnefndar lýsingar starfsfólks og foreldra. En ekkert gerist. Það virðist öllum standa á sama. Skólinn starfar enn og ennþá er sami rekstrarstjórinn þar við völd. Á leikskóla þar sem enginn ætti að vera, allra síst börn. Þeir sem hafa áhuga á að fara í viðskipti og hyggja á skjótan gróða geta greinilega opnað eikarekinn leikskóla, svelt starfið og greitt sér út arð. Það er ekkert mál. Það vitum við sem höfum nú reynt að vekja Reykjavíkurborg upp af þungum svefni um starfsemi leikskólans Sælukots. Eftirlitið er ekkert enda fáránlegt að sami aðili sjái um rekstur leikskóla og sinni eftirliti með þeim. Reykjavíkurborg sem ekki hefur staðið við kosningaloforð um leikskólapláss fyrir foreldra, já og auðvitað börn, lokar ekki leikskólum. Þeim verður haldið opnum út í rauðan dauðann. Borgarfulltrúar, bæði í meiri og minni hluta, vita allt um þetta mál. Nú er spurningin, ætla þeir að gera eitthvað í því? Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóriMaría Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðirEva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaðurKristbjörg Helgadóttir, deildarstjóri og fyrrverandi starfsmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Sannleikurinn um Sælukot Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. 13. desember 2021 12:00 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. Reykjavíkurborg gerir samninga við einkarekna leikskóla sem greiða sér út arð á sama tíma og þeir þiggja fé frá borginni. Stjórnendur leikskólans Sælukots keyptu raðhús í Skerjafirði árið 2019 og greiddu sér út 41,8 m.kr. í arð árið 2020. Á sama tíma var leikskólastarfið í miklu fjársvelti. Þetta kemur okkur sem erum úr hópi fyrrverandi starfsfólks og foreldra barna í Sælukoti ekki á óvart. Við höfum safnað saman tugum lýsinga áhyggjufullra starfsmanna og foreldra sem ná 10 ár aftur í tímann. Við höfum bent á að leikskólastarfið stenst engar þær kröfur sem gerðar eru til leikskóla á Íslandi. Má þar nefna að starfsfólk er nær undantekningarlaust án fagmenntunnar og er sömuleiðis alltof fáliðað, sérkennsla er engin, viðbrögð rekstrarstjórnans við meintu kynferðisofbeldi gagnvart barni voru mjög ófagmannlegar og aðbúnaður barna er slæmur almennt á leiskólanum. Þá sjaldan að leikskólakennari hefur stótt um starf á Sælukoti hefur viðkomandi staldrað stutt við. Það starfsfólk sem gerir kröfur um úrbætur á Sælukoti er jafnan rekið af rekstrarstjóra leikskólans. Lýsingar starfsmanna sem hafa unnið á Sælukoti eru með ólíkindum og minna meira á vist í fangabúðum en á vinnustað. Starfsfólkið lýsir auðvitað líka þungum áhyggjum af börnunum. Því miður virðist velferð barna og faglegt starf gleymast um þessar mundir þegar þjarkað er um skort á leikskólaplássum sem þó er mergur málsins. Því höfum við undirritaðar tekið okkur penna í hönd eina ferðina enn til þess að freista þess að einhver hlusti. Það er nefnilega svo að við höfum ítrekað látið Skóla- og frístundasvið vita af ógöngum Sælukots og sent þangað áðurnefndar lýsingar starfsfólks og foreldra. En ekkert gerist. Það virðist öllum standa á sama. Skólinn starfar enn og ennþá er sami rekstrarstjórinn þar við völd. Á leikskóla þar sem enginn ætti að vera, allra síst börn. Þeir sem hafa áhuga á að fara í viðskipti og hyggja á skjótan gróða geta greinilega opnað eikarekinn leikskóla, svelt starfið og greitt sér út arð. Það er ekkert mál. Það vitum við sem höfum nú reynt að vekja Reykjavíkurborg upp af þungum svefni um starfsemi leikskólans Sælukots. Eftirlitið er ekkert enda fáránlegt að sami aðili sjái um rekstur leikskóla og sinni eftirliti með þeim. Reykjavíkurborg sem ekki hefur staðið við kosningaloforð um leikskólapláss fyrir foreldra, já og auðvitað börn, lokar ekki leikskólum. Þeim verður haldið opnum út í rauðan dauðann. Borgarfulltrúar, bæði í meiri og minni hluta, vita allt um þetta mál. Nú er spurningin, ætla þeir að gera eitthvað í því? Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóriMaría Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðirEva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaðurKristbjörg Helgadóttir, deildarstjóri og fyrrverandi starfsmaður
Sannleikurinn um Sælukot Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. 13. desember 2021 12:00
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun