Hugleiðingar um handráðningar ráðherra í æðstu störf hjá framkvæmdarvaldinu Haukur Arnþórsson skrifar 30. ágúst 2022 08:30 Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er í 7. og 36. gr. heimilað að flytja embættismann til í starfi, bæði innan stjórnvalds og milli stjórnvalda, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þetta er undantekningarákvæði - sem eðlilegt er að hafa - frá aðalreglunni um auglýsingu starfa. Nú hafa ráðherrar tekið upp á því að nota undantekningarregluna við ráðningu ráðuneytisstjóra og forstöðumanna stofnana. Hvernig á að framkvæma regluna? Vel er verjanlegt að flytja menn milli jafnstæðra embætta, hrókera, td. ef ráðherrar eiga auðveldara með að vinna með einum ráðuneytisstjóra en öðrum. Í franskri stjórnsýslu hefur slík regla verið í gildi og þá miðað við að menn séu ekki meira en sjö ár í hverri stöðu, þá fari hringekja af stað. Það hefur kosti og ókosti, en vissulega geta menn orðið heimaríkir, eins og gert var grín að í Já, ráðherra. Hins vegar á annað við um framgang í starfi, þe. þegar menn færast í hærri stöðu. Þá er orðin algild regla að auglýsa. Leyfar af weberísku framgangskerfi er við lýði hjá Sameinuðu þjóðunum, en þá hafa starfsmenn „from roster“ (úr eigin röðum) ákveðinn forgang. Það er víðast hvar annars staðar horfið. Framgangskerfi var hafnað hér á landi fyrir áratugum eins er rakið er hér á eftir. Meginhugmyndirnar að baki skyldunnar til að auglýsa laus störf er annars vegar að farið sé vel með almannafé; með því að ráða þann hæfasta fæst mest fyrir peningana, og hins vegar að allir standi jafnir gagnvart hinu opinbera og að verðleika þeirra séu metnir faglega og heiðarlega. Þessum sjónarmiðum er ekki mætt þegar starfsmaður er handráðinn með flutningi milli starfa. Þá er ekki ljóst hvaða verðleikum ríkið hefði haft úr að velja, sem er hins vegar raunin þegar starf er auglýst - og ráðherrann getur ekki gefið almenningi réttmætar skýringar á forsendum ráðningarinnar að þessu leyti. Hann uppfyllir ekki skyldu sína um vandaða meðferð almannafjár. Í rauninni hefur enginn stöðu „aðila máls“ við þessi skilyrði því það er enginn umsækjandi. Í fljótu bragði virðist ráðherrann þá ekki þurfa að standa nokkrum skil á röksemdum ákvörðunar sinnar. Svo er þó auðvitað ekki því honum er óheimilt að sniðganga reglur stjórnsýslunnar - með því að beita undantekningarákvæði þegar staða losnar - og raunar er líklegt að ákvæðið um flutning eigi við flutning milli jafnstæðra embætta. Til þess þyrftu aðstæður, eðli málsins samkvæmt, að vera alger undantekning. Fyrir nokkrum áratugum voru átök milli hinna weberískra sjónarmiða um framgang opinberra starfsmanna í starfi - framgangurinn, ásamt fleiru í starfsaðstæðum, td. starfsöryggi, æviráðningu og góðum lífeyrisréttindum, hélst í hendur við lág laun þeirra - og nýrra hugmynda um jafna stöðu allra á vinnumarkaði. Samkvæmt þeim hugmyndum gat alls konar starfsreynsla nýst ríkinu, ekki síst frá skilvirku atvinnulífi, þá var líka rætt um nauðsyn leiðtogahæfileika hjá ríkinu, þeir leynast ekki frekar hjá opinberum starfsmönnum en öðrum. Þetta voru hugmyndir frjálshyggju, en þótt stéttarfélög opinberra starfsmanna væru þeim andvíg tókst þeim að nota þau til að hækka laun skjólstæðinga sinna - meðan hlunnindi, ss. framgangur í starfi, æviráðning og betri lífeyrissjóðir en aðrir höfðu, veiktust eða féllu niður. Þannig myndaðist sátt um að öll störf yrðu auglýst og allir á vinnumarkaði stæðu sem jafnast. Fyrir fáeinum árum þegar farið var að handráða eða ráða með flutningi í ráðuneytisstjórastöður og stöður forstöðumanna ríkisstofnana var látið eins og ekki þyrfti umræðu um málið - ekki þyrfti nema einfalda lagaheimild - og bingó - nú þyrfti ekki lengur auglýsingu og ekkert ráðningarferli og enginn gæti sagt neitt. Þegar hátt hlutfall ráðuneytisstjóra er handráðinn - undir forystu Framsóknar, forystu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafa síðan fylgt - þarf að staldra við. Á hvaða forsendum er þessi breyting á ráðningum gerð, hvaða afleiðingar hefur hún og hvað segir stjórnarandstaðan, hagsmunaaðilar (stéttarfélögin) og almenningur? Hér verður þessum spurningum ekki svarað nema að litlu leyti. Breytingin er væntanlega gerð á pólitískum forsendum, til að styrkja stöðu ríkisstjórnarflokkanna í ráðuneytunum. Að svo miklu leyti sem þetta á við er um afturhvarf til eldri og verri tíma að ræða. Frá þróuðum stjórnarháttum til geðþótta. Stundum er ráðherrann að kalla til sín einhvern sem hann ber trúnað til. Það er skiljanlegt sjónarmið, en ekki réttmætt þegar um lausar stöður er að ræða, öðru máli gegnir um flutning eins og hér hefur verið rætt, en ráðuneytisstjórar og aðrir ríkisstarfsmenn hjá okkur og í nágrannaríkjunum eiga að sýna trúnað í starfi, sem á að haldast í hendur við góða fagmennsku. Afleiðingar breytinganna eru ekki alveg fyrirséðar. Nýr ráðherra gæti frekar vantreyst ráðuneytisstjóra og forstöðumönnum sem voru handvaldir af fyrirrennara hans frekar en þeim sem ráðnir voru með auglýsingu og eftir faglegt ferli. Hann gæti því þurft að gera marga starfslokasamninga og flytja ýmsa til í starfi til að geta að eigin dómi starfað við full heilindi í ráðuneytinu. Þá erum við komin með að einhverju leyti pólitískt framkvæmdarvald, en ekki bara faglegt - og við höfum á síðustu misserum oft séð hvað það grefur undan opinberu valdi - einkum í Bandaríkjunum, þar sem pólitískir trúnaðarmenn sitja æðstu stöður. Hætt er við því að sama gerðist hér. Þá erum við einnig farin að tala um að breyta að einhverju leyti eða öllu stjórnsýsluhefðum hér á landi og hverfa frá kerfi nágrannaríkjanna. Mögulega eykur þetta pólaríseringu í þjóðfélaginu - sem þá nær til framkvæmdarvaldsins. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Sjá meira
Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er í 7. og 36. gr. heimilað að flytja embættismann til í starfi, bæði innan stjórnvalds og milli stjórnvalda, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þetta er undantekningarákvæði - sem eðlilegt er að hafa - frá aðalreglunni um auglýsingu starfa. Nú hafa ráðherrar tekið upp á því að nota undantekningarregluna við ráðningu ráðuneytisstjóra og forstöðumanna stofnana. Hvernig á að framkvæma regluna? Vel er verjanlegt að flytja menn milli jafnstæðra embætta, hrókera, td. ef ráðherrar eiga auðveldara með að vinna með einum ráðuneytisstjóra en öðrum. Í franskri stjórnsýslu hefur slík regla verið í gildi og þá miðað við að menn séu ekki meira en sjö ár í hverri stöðu, þá fari hringekja af stað. Það hefur kosti og ókosti, en vissulega geta menn orðið heimaríkir, eins og gert var grín að í Já, ráðherra. Hins vegar á annað við um framgang í starfi, þe. þegar menn færast í hærri stöðu. Þá er orðin algild regla að auglýsa. Leyfar af weberísku framgangskerfi er við lýði hjá Sameinuðu þjóðunum, en þá hafa starfsmenn „from roster“ (úr eigin röðum) ákveðinn forgang. Það er víðast hvar annars staðar horfið. Framgangskerfi var hafnað hér á landi fyrir áratugum eins er rakið er hér á eftir. Meginhugmyndirnar að baki skyldunnar til að auglýsa laus störf er annars vegar að farið sé vel með almannafé; með því að ráða þann hæfasta fæst mest fyrir peningana, og hins vegar að allir standi jafnir gagnvart hinu opinbera og að verðleika þeirra séu metnir faglega og heiðarlega. Þessum sjónarmiðum er ekki mætt þegar starfsmaður er handráðinn með flutningi milli starfa. Þá er ekki ljóst hvaða verðleikum ríkið hefði haft úr að velja, sem er hins vegar raunin þegar starf er auglýst - og ráðherrann getur ekki gefið almenningi réttmætar skýringar á forsendum ráðningarinnar að þessu leyti. Hann uppfyllir ekki skyldu sína um vandaða meðferð almannafjár. Í rauninni hefur enginn stöðu „aðila máls“ við þessi skilyrði því það er enginn umsækjandi. Í fljótu bragði virðist ráðherrann þá ekki þurfa að standa nokkrum skil á röksemdum ákvörðunar sinnar. Svo er þó auðvitað ekki því honum er óheimilt að sniðganga reglur stjórnsýslunnar - með því að beita undantekningarákvæði þegar staða losnar - og raunar er líklegt að ákvæðið um flutning eigi við flutning milli jafnstæðra embætta. Til þess þyrftu aðstæður, eðli málsins samkvæmt, að vera alger undantekning. Fyrir nokkrum áratugum voru átök milli hinna weberískra sjónarmiða um framgang opinberra starfsmanna í starfi - framgangurinn, ásamt fleiru í starfsaðstæðum, td. starfsöryggi, æviráðningu og góðum lífeyrisréttindum, hélst í hendur við lág laun þeirra - og nýrra hugmynda um jafna stöðu allra á vinnumarkaði. Samkvæmt þeim hugmyndum gat alls konar starfsreynsla nýst ríkinu, ekki síst frá skilvirku atvinnulífi, þá var líka rætt um nauðsyn leiðtogahæfileika hjá ríkinu, þeir leynast ekki frekar hjá opinberum starfsmönnum en öðrum. Þetta voru hugmyndir frjálshyggju, en þótt stéttarfélög opinberra starfsmanna væru þeim andvíg tókst þeim að nota þau til að hækka laun skjólstæðinga sinna - meðan hlunnindi, ss. framgangur í starfi, æviráðning og betri lífeyrissjóðir en aðrir höfðu, veiktust eða féllu niður. Þannig myndaðist sátt um að öll störf yrðu auglýst og allir á vinnumarkaði stæðu sem jafnast. Fyrir fáeinum árum þegar farið var að handráða eða ráða með flutningi í ráðuneytisstjórastöður og stöður forstöðumanna ríkisstofnana var látið eins og ekki þyrfti umræðu um málið - ekki þyrfti nema einfalda lagaheimild - og bingó - nú þyrfti ekki lengur auglýsingu og ekkert ráðningarferli og enginn gæti sagt neitt. Þegar hátt hlutfall ráðuneytisstjóra er handráðinn - undir forystu Framsóknar, forystu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafa síðan fylgt - þarf að staldra við. Á hvaða forsendum er þessi breyting á ráðningum gerð, hvaða afleiðingar hefur hún og hvað segir stjórnarandstaðan, hagsmunaaðilar (stéttarfélögin) og almenningur? Hér verður þessum spurningum ekki svarað nema að litlu leyti. Breytingin er væntanlega gerð á pólitískum forsendum, til að styrkja stöðu ríkisstjórnarflokkanna í ráðuneytunum. Að svo miklu leyti sem þetta á við er um afturhvarf til eldri og verri tíma að ræða. Frá þróuðum stjórnarháttum til geðþótta. Stundum er ráðherrann að kalla til sín einhvern sem hann ber trúnað til. Það er skiljanlegt sjónarmið, en ekki réttmætt þegar um lausar stöður er að ræða, öðru máli gegnir um flutning eins og hér hefur verið rætt, en ráðuneytisstjórar og aðrir ríkisstarfsmenn hjá okkur og í nágrannaríkjunum eiga að sýna trúnað í starfi, sem á að haldast í hendur við góða fagmennsku. Afleiðingar breytinganna eru ekki alveg fyrirséðar. Nýr ráðherra gæti frekar vantreyst ráðuneytisstjóra og forstöðumönnum sem voru handvaldir af fyrirrennara hans frekar en þeim sem ráðnir voru með auglýsingu og eftir faglegt ferli. Hann gæti því þurft að gera marga starfslokasamninga og flytja ýmsa til í starfi til að geta að eigin dómi starfað við full heilindi í ráðuneytinu. Þá erum við komin með að einhverju leyti pólitískt framkvæmdarvald, en ekki bara faglegt - og við höfum á síðustu misserum oft séð hvað það grefur undan opinberu valdi - einkum í Bandaríkjunum, þar sem pólitískir trúnaðarmenn sitja æðstu stöður. Hætt er við því að sama gerðist hér. Þá erum við einnig farin að tala um að breyta að einhverju leyti eða öllu stjórnsýsluhefðum hér á landi og hverfa frá kerfi nágrannaríkjanna. Mögulega eykur þetta pólaríseringu í þjóðfélaginu - sem þá nær til framkvæmdarvaldsins. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun