Golf

Rory McIlroy kom sá og sigraði á Tour Champions

Atli Arason skrifar
Rory McIlroy með þriðja FedEx bikarinn sinn.
Rory McIlroy með þriðja FedEx bikarinn sinn. Getty Images

Rory McIlroy sigraði Tour Champions í dag með minnsta mögulega mun, einu höggi. Er þetta í þriðja sinn sem McIlroy vinnur FedEx bikarinn en enginn hefur unnið fleiri.

Endurkoma McIlroy var rosaleg en hann var níu höggum á eftir Scottie Scheffler fyrir helgi en í gær kláraði hann þriðja hring á 63 höggum, enginn annar kláraði dag þrjú á færri höggum en McIlroy. Norður-Írinn McIlroy hélt svo áfram að spila frábært golf í dag og náði að saxa á forskot Scheffler.

McIlroy kláraði fjórða og síðasta daginn á fjórum höggum undir pari, sem gerði að verkum að hann klárar mótið á samtals 21 höggi undir pari. Scottie Scheffler fór fjórða hringinn á þrem höggum yfir pari og endaði því á 20 höggum undir pari, jafn mörgum höggum og Sung-jae Im frá Suður-Kóreu og deildu þeir því öðru sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.