Sjö bítast um fimm sæti í stjórn Sýnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2022 10:52 Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Útlit er fyrir að ný stjórn verði kjörin á hluthafafundi í lok mánaðrins eftir miklar vendingar í hluthafahóp félagsins. Vísir/Vilhelm Tilnefningarnefnd Sýnar vegna yfirvofandi stjórnarkjörs í félaginu metur það svo að þeir sjö frambjóðendur sem vilja komast í stjórn félagsins. séu allir hæfir til stjórnarsetu. Stjórnarformaður Sýnar sækist ekki eftir endurkjöri. Boðað var til hluthafafundar í félaginu að að kröfu Gavia Invest ehf., sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. Á dagskrá fundarins er tillaga um að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Verði sú tillaga samþykkt fer fram stjórnarkjör. Tilnefningarnefnd félagsins hefur nú skilað skýrslu um störf sín, sem fól í sér að meta hæfi þeirra sem skiluðu inn framboði til stjórnar. Í skýrslunni kemur fram að fjórir af fimm af núverandi stjórnarmönnum sækist eftir endurkjöri. Þau eru eftirfarandi: Jóhann Hjartarson Páll Gíslason Petrea Ingileif Guðmundsdóttir Sesselía Birgisdóttir Í skýrslunni kemur fram að Hjörleifur Pálsson, núverandi stjórnarformaður sækist ekki eftir endurkjöri. Tilnefninganefndin metur þau fjögur hæf til að taka sæti í stjórn. Þrír einkafjárfestar vilja inn Þá sækjast þrír einkafjárfestar einnig eftir sæti í stjórninni. Það eru Hilmar Þór Kristinson, framkvæmdastjóri Reir og eigandi félagsins Fasta sem á beint eða óbeint stóran hlut í Sýn. Jón Skaftason, einn af forsvarsmönnum Gavia Invest., sækist einnig eftir kjöri í stjórn Sýnar, auk Reynis Grétarssonar, stofnanda Creditinfo, en greint hefur verið frá því að hann sé stærsti eigandi Gavia Invest, sem er stærsti eigandi Sýnar, eftir að Heiðar Guðjónsson, ákvað að hætta sem forstjóri og selja allan hlut sinn í félaginu. Tilnefningarnefndin metur þá þrjá einnig hæfa til að sitja í stjórn félagsins. Nefndin bendir á tvær konur séu í framboði og fimm karlar og að líta þurfi til laga um kynjakvóta í stjórnun fyrirtækja, við niðurstöður kosninga. Samkvæmt þarf að tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórn Sýnar sé ekki lægra en fjörutíu prósent. Lesa má skýrslu tilnefningarnefndarinnar hér. Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Fjölmiðlar Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Sýn Tengdar fréttir Hilmar Þór íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar Sýnar Hilmar Þór Kristinsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fasta sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins. Þetta staðfestir Hilmar Þór í samtali við Innherja. 5. ágúst 2022 13:53 Stjórn Sýnar boðar til hluthafafundar Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar að kröfu Gavia Invest ehf, sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. 4. ágúst 2022 15:36 Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Boðað var til hluthafafundar í félaginu að að kröfu Gavia Invest ehf., sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. Á dagskrá fundarins er tillaga um að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Verði sú tillaga samþykkt fer fram stjórnarkjör. Tilnefningarnefnd félagsins hefur nú skilað skýrslu um störf sín, sem fól í sér að meta hæfi þeirra sem skiluðu inn framboði til stjórnar. Í skýrslunni kemur fram að fjórir af fimm af núverandi stjórnarmönnum sækist eftir endurkjöri. Þau eru eftirfarandi: Jóhann Hjartarson Páll Gíslason Petrea Ingileif Guðmundsdóttir Sesselía Birgisdóttir Í skýrslunni kemur fram að Hjörleifur Pálsson, núverandi stjórnarformaður sækist ekki eftir endurkjöri. Tilnefninganefndin metur þau fjögur hæf til að taka sæti í stjórn. Þrír einkafjárfestar vilja inn Þá sækjast þrír einkafjárfestar einnig eftir sæti í stjórninni. Það eru Hilmar Þór Kristinson, framkvæmdastjóri Reir og eigandi félagsins Fasta sem á beint eða óbeint stóran hlut í Sýn. Jón Skaftason, einn af forsvarsmönnum Gavia Invest., sækist einnig eftir kjöri í stjórn Sýnar, auk Reynis Grétarssonar, stofnanda Creditinfo, en greint hefur verið frá því að hann sé stærsti eigandi Gavia Invest, sem er stærsti eigandi Sýnar, eftir að Heiðar Guðjónsson, ákvað að hætta sem forstjóri og selja allan hlut sinn í félaginu. Tilnefningarnefndin metur þá þrjá einnig hæfa til að sitja í stjórn félagsins. Nefndin bendir á tvær konur séu í framboði og fimm karlar og að líta þurfi til laga um kynjakvóta í stjórnun fyrirtækja, við niðurstöður kosninga. Samkvæmt þarf að tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórn Sýnar sé ekki lægra en fjörutíu prósent. Lesa má skýrslu tilnefningarnefndarinnar hér. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Fjölmiðlar Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Sýn Tengdar fréttir Hilmar Þór íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar Sýnar Hilmar Þór Kristinsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fasta sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins. Þetta staðfestir Hilmar Þór í samtali við Innherja. 5. ágúst 2022 13:53 Stjórn Sýnar boðar til hluthafafundar Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar að kröfu Gavia Invest ehf, sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. 4. ágúst 2022 15:36 Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Hilmar Þór íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar Sýnar Hilmar Þór Kristinsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fasta sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins. Þetta staðfestir Hilmar Þór í samtali við Innherja. 5. ágúst 2022 13:53
Stjórn Sýnar boðar til hluthafafundar Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar að kröfu Gavia Invest ehf, sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. 4. ágúst 2022 15:36
Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur