Viðskipti innlent

Skýrslunni skilað um næstu mánaða­mót

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir mikilvægast að vanda til verka.
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir mikilvægast að vanda til verka. Vísir/Vilhelm

Búist er við að Ríkisendurskoðun skili skýrslu sinni um sölu á rúmlega 22 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka um næstu mánaðamót.

Þetta er haft eftir Guðmundi Björgvin Helgasyni ríkisendurskoðanda í Morgunblaðinu í dag. Upphaflega átti skýrslan að vera tilbúin í lok júní en Guðmundur segir verkið hafa reynst umfangsmikið og það skýri tafirnar.

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir að ekki hafi verið tekið ákvörðun um hvort efnt verði til sérstakra þingfunda vegna skýrslunnar. Slíkt hafi verið rætt í vor en þá hafi verið reiknað með að skýrslunni yrði skilað mun fyrr.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra óskaði eftir því þann 7. apríl síðastliðinn að Ríkisendurskoðun myndi gera úttekt á því hvort sala á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum.

Degi síðar var svo greint frá því í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun að stofnunin myndi verða við beiðni ráðherra um úttekt. Var þá sagt að niðurstöður úttektarinnar yrðu birtar í opinberri skýrslu til Alþingis í júnímánuði.


Tengdar fréttir

Sig­mundur Davíð ekki á fundi með sænskum þjóð­erni­söfga­mönnum

Stundin sló því upp í vikunni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins, verði meðal ræðumanna á ráðstefnu í félagsskap gyðingahatara, nýnasista og annarra miður þokkaðra á ráðstefnu sem til stendur að halda í Svíþjóð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×