Áttunda sæti niðurstaðan eftir tap í vítakeppni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2022 11:25 Stelpurnar í íslenska átján ára landsliðinu stóðu sig frábærlega á HM. HSÍ Íslenska átján ára landslið kvenna í handbolta tapaði fyrir Egyptalandi í vítakastkeppni í leiknum um 7. sætið á HM í Norður-Makedóníu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 31-31, en Egyptar unnu vítakeppnina, 4-2. Ísland endaði því í 8. sæti á HM eftir að hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum á mótinu. Þrátt fyrir það er þetta besti árangur íslensks kvennalandsliðs á HM frá upphafi og frammistaða þess í Norður-Makedóníu var til mikillar fyrirmyndar. Tvo lykilmenn vantaði hjá Íslandi í dag, þær Elísu Elíasdóttur og Tinnu Sigurrósu Traustadóttur. Íslendingar leiddu nánast allan tímann í leiknum í dag og voru meðal annars fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12. Ísland komst svo sex mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks, 19-13. Þá seig á ógæfuhliðina. Egyptar skoruðu níu mörk gegn þremur og jöfnuðu í 22-22. Íslendingar svöruðu með 4-1 kafla og komust þremur mörkum yfir, 26-23, en Egyptar jöfnuðu aftur. Egyptaland náði forystunni, 29-30, en Elín Klara Þorkelsdóttir jafnaði í 30-30. Egyptar töpuðu svo boltanum þegar hálf mínúta var eftir og Embla Steindórsdóttir kom Íslendingum yfir, 30-31. En egypska liðið tók hraða miðju og jafnaði, 31-31, þegar sjö sekúndur voru eftir. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Egyptaland skoraði úr fjórum tilraunum sínum en Ísland aðeins tveimur. Lilja Ágústsdóttir og Embla skoruðu en Elínu Klöru og Katrínu Önnu Ásmundsdóttur brást bogalistin. Lokatölur eftir vítakeppni því, 33-35. Mörk Íslands: Lilja Ágústsdóttir 12/3, Elín Klara Þorkelsdóttir 8, Embla Steindórsdóttir 5/1, Inga Dís Jóhannsdóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 2. Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Ísland endaði því í 8. sæti á HM eftir að hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum á mótinu. Þrátt fyrir það er þetta besti árangur íslensks kvennalandsliðs á HM frá upphafi og frammistaða þess í Norður-Makedóníu var til mikillar fyrirmyndar. Tvo lykilmenn vantaði hjá Íslandi í dag, þær Elísu Elíasdóttur og Tinnu Sigurrósu Traustadóttur. Íslendingar leiddu nánast allan tímann í leiknum í dag og voru meðal annars fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12. Ísland komst svo sex mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks, 19-13. Þá seig á ógæfuhliðina. Egyptar skoruðu níu mörk gegn þremur og jöfnuðu í 22-22. Íslendingar svöruðu með 4-1 kafla og komust þremur mörkum yfir, 26-23, en Egyptar jöfnuðu aftur. Egyptaland náði forystunni, 29-30, en Elín Klara Þorkelsdóttir jafnaði í 30-30. Egyptar töpuðu svo boltanum þegar hálf mínúta var eftir og Embla Steindórsdóttir kom Íslendingum yfir, 30-31. En egypska liðið tók hraða miðju og jafnaði, 31-31, þegar sjö sekúndur voru eftir. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Egyptaland skoraði úr fjórum tilraunum sínum en Ísland aðeins tveimur. Lilja Ágústsdóttir og Embla skoruðu en Elínu Klöru og Katrínu Önnu Ásmundsdóttur brást bogalistin. Lokatölur eftir vítakeppni því, 33-35. Mörk Íslands: Lilja Ágústsdóttir 12/3, Elín Klara Þorkelsdóttir 8, Embla Steindórsdóttir 5/1, Inga Dís Jóhannsdóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 2.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira