Viðskipti erlent

Ný fjöl­­skyldu­mið­­stöð Snapchat fyrsta skref í bættu öryggi

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Snapchat segir ráðstafanirnar líkja eftir samskiptum foreldra og barna í raunheimum.
Snapchat segir ráðstafanirnar líkja eftir samskiptum foreldra og barna í raunheimum. Getty/SOPA Images

Samfélagsmiðillinn Snapchat kynnti sínar fyrstu öryggisráðstafanir sem beinast að foreldrum ungra notenda miðilsins í dag.

Breytinguna kallar móðurfyrirtæki miðilsins, Snap, fjölskyldumiðstöðina eða „Family center.“ Innan fjölskyldumiðstöðvarinnar á Snapchat muni foreldrar geta fylgst með því hverjir eru vinir barna þeirra á miðlinum og hverja þau eigi samskipti við, án þess þó að sjá samskiptin þeirra á milli. New York Times greina frá þessu.

Til þess að fá þessar upplýsingar þurfi foreldrar eða forráðamenn að vera með Snapchat reikning en forráðamenn þurfi að bjóða börnum sínum inn á fjölskyldumiðstöðina og vera vinir barnsins á miðlinum til þess.

Einnig muni foreldrar eiga möguleika á að tilkynna aðganga í vinaneti barna sinna sem þeim þykja grunsamlegir en meira má lesa um breytingarnar hér.

Snapchat segir þessar nýju öryggisráðstafanir gera samskipti á milli foreldra og barna á miðlinum líkari þeim sem eiga sér stað í raunheimum. Þar sem foreldrar séu gjarnan meðvitaðir hvar og við hvern börn þeirra séu að eiga samskipti.

Breytingarnar eiga að líta dagsins ljós á næstu vikum og eru sagðar fyrsta skref í nýjum öryggisráðstöfunum miðilsins.

Hér að ofan má sjá myndband um nýjustu breytingarnar. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.