Perla og Kristján standa uppi sem sigurvegarar Hjörvar Ólafsson skrifar 7. ágúst 2022 16:30 Kristján Þór og Perla Sól með sigurlaunin í Vestmannaeyjum. Mynd/golfsamband Íslands Mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi hefur ákveðið að fella niður lokaumferð mótsins en ekki er hægt að keppa í Vestmannaeyjum vegna veðurs. Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM eru þar af leiðandi Íslandsmeistarar í golfi. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Íslandsmótsins sem Íslandsmeistarar eru krýndir án þess að allir hringir mótsins séu spilaðir. Perla Sól og Kristján Þór voru efst fyrir lokaumferðina en ekki tókst að gera Vestmannaeyjavöll leikfæran eins og vonast var til. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og annar titill Kristjáns Þórs en hann sigraði árið 2008 í Eyjum. Öflugir félagsmenn úr Golfklúbbi Vestmannaeyja hafa lagt sig alla fram við að ýta aðkomuvatni af flötum Vestmannaeyjavallar. pic.twitter.com/OXwuTdmdVE— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022 Mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi 2022 tilkynnti rétt í þessu að lokaumferð mótsins yrði felld niður þar sem að Vestmannaeyjavöllur er óleikfær. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022. Til hamingju.— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022 Ólafía Þórunn Kristinsdóttur, úr GR, hafnar í öðru sæti en hún var einu höggi á eftir hinni 15 ára gömlu Perlu Sól fyrir lokahringinn. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili, varð svo í þriðja sæti.. Kristján Þór fór fyrstu þrjá hringina á sex höggum undir pari vallarins en Sigurður Bjarki Blumstein og Orri Þórðarson eru jafnir í öðru sæti á fjórum höggum undir pari. Kristófer Karl Karlsson, Böðvar Bragi Pálsson og Birgir Guðjónsson deila svo þriðja sætinu en þeir léku allir á þremur höggum undir pari. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022 Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og annar titill Kristjáns Þórs en hann sigraði árið 2008 í Eyjum. https://t.co/IcTt2GAX9P pic.twitter.com/MM34r8vOPq— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022 Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM eru þar af leiðandi Íslandsmeistarar í golfi. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Íslandsmótsins sem Íslandsmeistarar eru krýndir án þess að allir hringir mótsins séu spilaðir. Perla Sól og Kristján Þór voru efst fyrir lokaumferðina en ekki tókst að gera Vestmannaeyjavöll leikfæran eins og vonast var til. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og annar titill Kristjáns Þórs en hann sigraði árið 2008 í Eyjum. Öflugir félagsmenn úr Golfklúbbi Vestmannaeyja hafa lagt sig alla fram við að ýta aðkomuvatni af flötum Vestmannaeyjavallar. pic.twitter.com/OXwuTdmdVE— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022 Mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi 2022 tilkynnti rétt í þessu að lokaumferð mótsins yrði felld niður þar sem að Vestmannaeyjavöllur er óleikfær. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022. Til hamingju.— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022 Ólafía Þórunn Kristinsdóttur, úr GR, hafnar í öðru sæti en hún var einu höggi á eftir hinni 15 ára gömlu Perlu Sól fyrir lokahringinn. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili, varð svo í þriðja sæti.. Kristján Þór fór fyrstu þrjá hringina á sex höggum undir pari vallarins en Sigurður Bjarki Blumstein og Orri Þórðarson eru jafnir í öðru sæti á fjórum höggum undir pari. Kristófer Karl Karlsson, Böðvar Bragi Pálsson og Birgir Guðjónsson deila svo þriðja sætinu en þeir léku allir á þremur höggum undir pari. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022 Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og annar titill Kristjáns Þórs en hann sigraði árið 2008 í Eyjum. https://t.co/IcTt2GAX9P pic.twitter.com/MM34r8vOPq— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira