Er of miklu eytt í heilbrigðiskerfið? Mun það aldrei fá nóg? Steinunn Þórðardóttir skrifar 7. ágúst 2022 17:01 Umræða um fjármögnun heilbrigðiskerfisins hérlendis hefur í mörgum tilvikum því miður frekar verið byggð á yfirlýsingum og staðhæfingum en tölulegum gögnum. Ítrekað er því haldið fram að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít sem þurfi að veita stöðugt aðhald, annars muni það á endanum soga til sín alla sameiginlega sjóði landsmanna. Þegar heilbrigðisstarsfólk talar um fjárskort í heilbrigðiskerfinu er framangreindum rökum oftast fleygt fram og fullyrt að ástæða þess að við sem störfum innan kerfisins finnum daglega fyrir herfilegri stöðu þess sé vegna sóunar og lélegs rekstrar, ekki vegna fjárskorts. Umræðan nær því miður yfirleitt ekki lengra en þetta og almenningur þarf bara að gera upp við sig hverju hann trúir. En hvað segja tölurnar? Getur verið að heilbrigðiskerfið sé alltaf offjármagnað sama hversu vanfjármagnað það verður? Er alltaf hægt að beita þeim rökum? Í desember 2021 kom út ný McKinsey skýrsla þar sem farið var yfir stöðu Landspítalans og hann borinn saman við svipuð sjúkrahús í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er því ekki úr vegi að halda sig við samanburð við þessi lönd. Skv. tölum OECD var Ísland með lægsta landsframleiðslu miðað við höfðatölu árið 2021, þegar þessi fjögur lönd eru borin saman. Á sama tíma eyddum við Íslendingar lægstu hlutfalli landsframleiðslunnar í heilbrigðiskerfið miðað við hin löndin þrjú. Ísland er hins vegar með næst hæstu meðallaunin innan OECD (eingöngu Bandaríkin eru ofar) og dýrast þessara fjögurra landa að búa í. Magnús Karl Magnússon prófessor var í viðtali á Sprengisandi 7. ágúst 2022 og kom þar inn á mjög mikilvægan punkt í þessu samhengi: „Ef við tökum allan annan rekstur – ef við horfum á einkarekstur á Íslandi – hvar sem við berum niður erum við sennilega hæst eða næst hæst í Evrópu – hvort sem við horfum á vexti, það sem við borgum fyrir lánin okkar, tryggingar, matarinnkaupin, allt saman. Ef við spyrjum viðkomandi rekstraraðila af hverju það er þá er það launakostnaður sem er hár og við erum með lítinn markað – en þau rök eru aldrei notuð þegar um opinberan rekstur er að ræða. Þá krefjast pólitíkusar þess að kostnaðurinn sé umtalsvert lægri eða sambærilegur því sem gildir í öðrum samfélögum.“ Þarna hittir Magnús Karl svo sannarlega naglann á höfuðið. Við, sem erum með hæstan launakostnað og dýrasta samfélagið að búa í, óhagstæða, litla og dreifbýla rekstrareiningu, erum samt að reka heilbrigðiskerfið fyrir lang minnstu fjármunina. Þrátt fyrir þetta koma reglulega fram raddir sem telja kerfið ofalið. Hvernig má það vera þegar tugir þúsunda Íslendinga eiga ekki fastan heimilislækni? Rúmanýting á sjúkrahúsum landsins er stöðugt í kringum 100%? Tugir sjúklinga liggja á göngum og í gluggalausum rýmum bráðamóttöku Landspítalans dögum saman vegna rúmaskorts á spítalanum? Kalla þarf heilbrigðisstarfsfólk inn úr sumarfríum vegna manneklu, sama fólkið og hefur stritað í gegnum fjölmargar bylgjur heimsfaraldurs með tilheyrandi álagi? Biðlistar eftir vissum aðgerðum hafa aldrei verið lengri? Bið barna eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöðinni getur farið upp í 22 mánuði? Engin sérhæfð geðþjónusta er til fyrir aldraða í landinu? Svo fáein dæmi séu nefnd. Er þetta vegna sóunar innan kerfis sem er ofalið og offjármagnað? Ég lýsi eftir tölulegum gögnum um þessa meintu sóun í heilbrigðiskerfinu og hvar hana er helst að finna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um fjármögnun heilbrigðiskerfisins hérlendis hefur í mörgum tilvikum því miður frekar verið byggð á yfirlýsingum og staðhæfingum en tölulegum gögnum. Ítrekað er því haldið fram að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít sem þurfi að veita stöðugt aðhald, annars muni það á endanum soga til sín alla sameiginlega sjóði landsmanna. Þegar heilbrigðisstarsfólk talar um fjárskort í heilbrigðiskerfinu er framangreindum rökum oftast fleygt fram og fullyrt að ástæða þess að við sem störfum innan kerfisins finnum daglega fyrir herfilegri stöðu þess sé vegna sóunar og lélegs rekstrar, ekki vegna fjárskorts. Umræðan nær því miður yfirleitt ekki lengra en þetta og almenningur þarf bara að gera upp við sig hverju hann trúir. En hvað segja tölurnar? Getur verið að heilbrigðiskerfið sé alltaf offjármagnað sama hversu vanfjármagnað það verður? Er alltaf hægt að beita þeim rökum? Í desember 2021 kom út ný McKinsey skýrsla þar sem farið var yfir stöðu Landspítalans og hann borinn saman við svipuð sjúkrahús í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er því ekki úr vegi að halda sig við samanburð við þessi lönd. Skv. tölum OECD var Ísland með lægsta landsframleiðslu miðað við höfðatölu árið 2021, þegar þessi fjögur lönd eru borin saman. Á sama tíma eyddum við Íslendingar lægstu hlutfalli landsframleiðslunnar í heilbrigðiskerfið miðað við hin löndin þrjú. Ísland er hins vegar með næst hæstu meðallaunin innan OECD (eingöngu Bandaríkin eru ofar) og dýrast þessara fjögurra landa að búa í. Magnús Karl Magnússon prófessor var í viðtali á Sprengisandi 7. ágúst 2022 og kom þar inn á mjög mikilvægan punkt í þessu samhengi: „Ef við tökum allan annan rekstur – ef við horfum á einkarekstur á Íslandi – hvar sem við berum niður erum við sennilega hæst eða næst hæst í Evrópu – hvort sem við horfum á vexti, það sem við borgum fyrir lánin okkar, tryggingar, matarinnkaupin, allt saman. Ef við spyrjum viðkomandi rekstraraðila af hverju það er þá er það launakostnaður sem er hár og við erum með lítinn markað – en þau rök eru aldrei notuð þegar um opinberan rekstur er að ræða. Þá krefjast pólitíkusar þess að kostnaðurinn sé umtalsvert lægri eða sambærilegur því sem gildir í öðrum samfélögum.“ Þarna hittir Magnús Karl svo sannarlega naglann á höfuðið. Við, sem erum með hæstan launakostnað og dýrasta samfélagið að búa í, óhagstæða, litla og dreifbýla rekstrareiningu, erum samt að reka heilbrigðiskerfið fyrir lang minnstu fjármunina. Þrátt fyrir þetta koma reglulega fram raddir sem telja kerfið ofalið. Hvernig má það vera þegar tugir þúsunda Íslendinga eiga ekki fastan heimilislækni? Rúmanýting á sjúkrahúsum landsins er stöðugt í kringum 100%? Tugir sjúklinga liggja á göngum og í gluggalausum rýmum bráðamóttöku Landspítalans dögum saman vegna rúmaskorts á spítalanum? Kalla þarf heilbrigðisstarfsfólk inn úr sumarfríum vegna manneklu, sama fólkið og hefur stritað í gegnum fjölmargar bylgjur heimsfaraldurs með tilheyrandi álagi? Biðlistar eftir vissum aðgerðum hafa aldrei verið lengri? Bið barna eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöðinni getur farið upp í 22 mánuði? Engin sérhæfð geðþjónusta er til fyrir aldraða í landinu? Svo fáein dæmi séu nefnd. Er þetta vegna sóunar innan kerfis sem er ofalið og offjármagnað? Ég lýsi eftir tölulegum gögnum um þessa meintu sóun í heilbrigðiskerfinu og hvar hana er helst að finna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun