Golf

Perla Sól heldur forystunni

Valur Páll Eiríksson skrifar
Hin 15 ára gamla Perla Sól Sigurbrandsdóttir er með forystu á Íslandsmótinu eftir tvo daga.
Hin 15 ára gamla Perla Sól Sigurbrandsdóttir er með forystu á Íslandsmótinu eftir tvo daga. Mynd/seth@golf.is

Perla Sól Sigurbrandsdóttir viðheldur forystu sinni á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Hún er með þriggja högga forystu.

Perla Sól er aðeins 15 ára gömul en hún fór hring dagsins á 70 höggum, á pari vallar, rétt eins og hún gerði í gær. Perla spilaði stöðugt golf en hún fékk þrjá fugla og þrjá skolla á hringnum.

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er önnur en hún lék best allra í dag, á höggi undir pari. Ólafía var á fjórum höggum yfir pari í gær svo hún er þremur yfir í heildina. Hún fékk tvö fugla, einn örn og þrjá skolla á hringnum.

Berglind Björnsdóttir úr GR er þriðja á sex yfir pari eftir að hafa farið hring dagsins á 71 höggi og fékk hún þar með sama skor og Íslandsmeistari áranna 2018 til 2020, Guðrún Brá Björgvinsdóttir sem er á sjö yfir pari í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×