„Klikkað að gera“ eftir að gosið hófst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2022 23:00 Birgir Ómar Haraldsson er framkvæmdastjóri Norðurflugs. Hann segir félagið vart hafa undan í bókunum eftir að gjósa tók á Reykjanesskaga að nýju. Vísir/Ívar Ferðaþjónustufyrirtæki eru þegar farin að finna fyrir auknum þunga í bókunartölum vegna eldgossins í Meradölum. Framkvæmdastjóri þyrlufyrirtækis segir erlenda ferðamenn treysta á að gosið endist inn í haustið. Bókanir teygi sig inn í nóvember. Þótt eldgosið í Meradölum sé rétt rúmlega tveggja sólarhringa gamalt hafa ferðaþjónustufyrirtæki strax fundið fyrir miklum áhuga fólks á gosinu. Þar sem fréttastofa fór á starfsstöð fyrirtækisins Norðurflugs við Reykjavíkurflugvöll í dag var stöðug þyrluumferð, ýmist á leið að gosinu eða að koma þaðan. Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, segir fyrirtækið vart hafa undan við að bóka ferðir að gosstöðvunum. Erlendir ferðamenn séu nokkuð áhugasamari en Íslendingar, sem hafi sótt þyrluflugið fastar þegar gaus á síðasta ári. „Já þeir eru dálítið áhugasamir um þetta, það hefur þó aðeins breyst hvernig þessi samsetning er, en það er alveg klárt að það er eftirspurn eftir þessu og verður eftirspurn alveg inn í veturinn.“ Margir bóki þyrluferðir langt fram í tímann. „Það er verið að bóka þetta alveg inn í september og október, af því að reynslan á síðasta ári var sú að þetta væri vel rúmlega hálft ár.“ Tímalegustu bókanirnar nái þá inn í nóvember. Margir séu því ekki jafn áfjáðir í að komast strax að gosinu. Engu að síður rigni bókunum inn. „Það er búið að vera svo klikkað að gera og við viljum biðja okkar íslensku viðskiptavini og aðra að sýna okkur biðlund þessa dagana, því þetta er svakalegt álag á félagið,“ segir Birgir. Rútuferðirnar hefjast á morgun Fyrirtækið Icelandia, áður Kynnisferðir, rekur Reykjavík Excursions sem mun bjóða upp á rútuferðir með leiðsögumanni að gosinu frá og með morgundeginum. Fyrirtækið bauð upp á sams konar ferðir þegar gosið á síðasta ári stóð yfir. „Við sjáum það á bókunartölum að það er þó nokkur fjöldi sem er búinn að bóka sig á morgun, og við erum að fjölga í ferðunum og bæta úrvalið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Icelandia. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Icelandia, sem rekur meðal annars Reykjavík Excursions.Vísir/Ívar Hann segir að stærstur hluti viðskiptavina séu erlendir ferðamenn. Ekki hafi enn borið mikið á bókunum fram í tímann, líkt og hjá Norðurflugi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst núna fólk sem er á landinu og fréttir af gosinu, stekkur af stað og vill komast að sjá þetta. Enda stórkostlegt,“ segir Björn og á þar við eldgosið sjálft, sem er mikið sjónarspil. Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Þótt eldgosið í Meradölum sé rétt rúmlega tveggja sólarhringa gamalt hafa ferðaþjónustufyrirtæki strax fundið fyrir miklum áhuga fólks á gosinu. Þar sem fréttastofa fór á starfsstöð fyrirtækisins Norðurflugs við Reykjavíkurflugvöll í dag var stöðug þyrluumferð, ýmist á leið að gosinu eða að koma þaðan. Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, segir fyrirtækið vart hafa undan við að bóka ferðir að gosstöðvunum. Erlendir ferðamenn séu nokkuð áhugasamari en Íslendingar, sem hafi sótt þyrluflugið fastar þegar gaus á síðasta ári. „Já þeir eru dálítið áhugasamir um þetta, það hefur þó aðeins breyst hvernig þessi samsetning er, en það er alveg klárt að það er eftirspurn eftir þessu og verður eftirspurn alveg inn í veturinn.“ Margir bóki þyrluferðir langt fram í tímann. „Það er verið að bóka þetta alveg inn í september og október, af því að reynslan á síðasta ári var sú að þetta væri vel rúmlega hálft ár.“ Tímalegustu bókanirnar nái þá inn í nóvember. Margir séu því ekki jafn áfjáðir í að komast strax að gosinu. Engu að síður rigni bókunum inn. „Það er búið að vera svo klikkað að gera og við viljum biðja okkar íslensku viðskiptavini og aðra að sýna okkur biðlund þessa dagana, því þetta er svakalegt álag á félagið,“ segir Birgir. Rútuferðirnar hefjast á morgun Fyrirtækið Icelandia, áður Kynnisferðir, rekur Reykjavík Excursions sem mun bjóða upp á rútuferðir með leiðsögumanni að gosinu frá og með morgundeginum. Fyrirtækið bauð upp á sams konar ferðir þegar gosið á síðasta ári stóð yfir. „Við sjáum það á bókunartölum að það er þó nokkur fjöldi sem er búinn að bóka sig á morgun, og við erum að fjölga í ferðunum og bæta úrvalið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Icelandia. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Icelandia, sem rekur meðal annars Reykjavík Excursions.Vísir/Ívar Hann segir að stærstur hluti viðskiptavina séu erlendir ferðamenn. Ekki hafi enn borið mikið á bókunum fram í tímann, líkt og hjá Norðurflugi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst núna fólk sem er á landinu og fréttir af gosinu, stekkur af stað og vill komast að sjá þetta. Enda stórkostlegt,“ segir Björn og á þar við eldgosið sjálft, sem er mikið sjónarspil.
Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira