Viðskipti innlent

Jón Mikael ráðinn fram­kvæmda­stjóri not­enda­lausna Origo

Bjarki Sigurðsson skrifar
Jón Mikael Jónasson, nýr framkvæmdastjóri notendalausna hjá Origo.
Jón Mikael Jónasson, nýr framkvæmdastjóri notendalausna hjá Origo. Aðsend

Jón Mikael Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri notendalausna hjá Origo og mun hefja störf í byrjun næsta mánaðar. Hann kemur frá Ölgerðinni þar sem hann hefur starfað síðustu tuttugu ár.

Jón Mikael hefur starfað sem framkvæmdastjóri Danól frá árinu 2017 en fyrir það hafði hann gegnt ýmsum stjórnendastöðum innan Danól og öðrum félögum innan Ölgerðarsamsteypunnar.

Jón Mikael er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og Erasmus-háskólanum í Hollandi.

„Við hlökkum til að fá Jón Mikael til liðs við okkur í Team Origo,“ er haft eftir Jóni Björnssyni, forstjóra Origo í tilkynningu á vef þeirra.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.