Dacia Duster á toppnum annan mánuðinn í röð Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. ágúst 2022 07:01 Dacia Duster hefur reynst vel við íslenskar aðstæður. Flestar nýskráningar í júlí voru skráningar bíla af Toyota tegund með 296 bíla og Kia var í öðru sæti með 239. Dacia var í þriðja með 234 bíla nýskráða. Vinsælasta nýskráða undirtegundin í júlí var Dacia Duster, annan mánuðinn í röð, með 226 bíla nýskráða. Upplýsingar um nýskráningar eru fengnar af vef Samgöngustofu. Næst vinsælasta undirtegundin í júlí var Suzuki Vitara með 90 bíla nýskráða og í þriðja sæti var Land Cruiser með 82 bíla nýskráða. Nýskráningar í júlí eftir framleiðendum. Heildarnýskráningar í júlí voru 2693 eintök það er sambærilegt nýskráningum í júní, sem voru 2746. Júlímánuður í fyrra var einnig afar samværilegur með 2816 nýskráningar, eða 123 fleiri en í ár. Orkugjafar Allir Duster-arnir sem voru nýskráðir í júlí eru díselbílar, sem gerir talsvert til að gera dísel vinsælasta orkugjafann í júlí með 579 díselbíla nýskráða í júlí. Annað sætið hreppa hreinir bensínbílar. Nýskráningar í júlí eftir orkugjöfum. Þessi þróun er afar áhugaverð í ljósi þróunar verðs á bensíni og dísel. Sem hefur hækkað mikið undanfarið. Auk þess eru biðlistar eftir rafbílum ansi langir hjá flestum umboðum. Það er því ekki nema von að nýskráningar hreinna rafbíla eru að dragast saman hlutfallslega miðað við það besta sem sést hefur. Nýskráningar hreinna rafbíla voru 424 í júlí. Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent
Næst vinsælasta undirtegundin í júlí var Suzuki Vitara með 90 bíla nýskráða og í þriðja sæti var Land Cruiser með 82 bíla nýskráða. Nýskráningar í júlí eftir framleiðendum. Heildarnýskráningar í júlí voru 2693 eintök það er sambærilegt nýskráningum í júní, sem voru 2746. Júlímánuður í fyrra var einnig afar samværilegur með 2816 nýskráningar, eða 123 fleiri en í ár. Orkugjafar Allir Duster-arnir sem voru nýskráðir í júlí eru díselbílar, sem gerir talsvert til að gera dísel vinsælasta orkugjafann í júlí með 579 díselbíla nýskráða í júlí. Annað sætið hreppa hreinir bensínbílar. Nýskráningar í júlí eftir orkugjöfum. Þessi þróun er afar áhugaverð í ljósi þróunar verðs á bensíni og dísel. Sem hefur hækkað mikið undanfarið. Auk þess eru biðlistar eftir rafbílum ansi langir hjá flestum umboðum. Það er því ekki nema von að nýskráningar hreinna rafbíla eru að dragast saman hlutfallslega miðað við það besta sem sést hefur. Nýskráningar hreinna rafbíla voru 424 í júlí.
Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent