Viðskipti innlent

Örn Arnar nýr spari­sjóðs­stjóri Suður-Þing­eyinga

Bjarki Sigurðsson skrifar
Örn Arnar Óskarsson er nýr sparisjóðsstjóri Suður-Þingeyinga. Hann mun hefja störf í ágúst.
Örn Arnar Óskarsson er nýr sparisjóðsstjóri Suður-Þingeyinga. Hann mun hefja störf í ágúst. Sparisjóðurinn

Örn Arnar Óskarsson hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Örn þekkir vel til á starfssvæðinu en hann ólst upp á Kópaskeri.

Í tilkynningu á vef Sparisjóðsins kemur fram að síðastliðin átta ár hafi Örn starfað sem viðskiptastjóri í fyrirtækjaþjónustu Landsbankans en fyrir það var hann meðal annars sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga.

„Örn hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu og góða þekkingu á flestum atvinnugreinum. Langur starfsferill á fjármálamarkaði, ásamt því að þjónusta og greina ýmiskonar atvinnurekstur, veita honum góða innsýn í starfsumhverfi Sparisjóðsins. Hann hefur mikla reynslu af útlánastarfsemi, bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir í tilkynningunni.

Örn mun hefja störf hjá Sparisjóðnum í næsta mánuði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×