H.E.R. mun leika Fríðu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 23. júlí 2022 13:04 H.E.R hefur unnið fimm Grammy verðlaun og ein Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína. Getty/Scott Dudelson Söngkonan Gabriella Sarmiento Wilson, betur þekkt sem H.E.R. mun fara með hlutverk Fríðu í sérútgáfu sjónvarpsstöðvarinnar ABC af klassísku Disney myndinni „Fríða og Dýrið.“ H.E.R. vann Óskarsverðlaun fyrir lag sitt „Fight for you“ úr kvikmyndinni „Black Messiah“ árið 2021 en hún hefur einnig unnið fimm Grammy verðlaun. Hún segir að sig hafi alltaf dreymt um að vera Disney prinsessa og nú fái „heimurinn að sjá svarta, filippseyska Fríðu.“ Sérútgáfan verður send út á ABC 15. desember og verður hægt að horfa á hana á streymisveitunni Disney+ þann 16. desember. Variety greinir frá þessu. Myndin verður blanda af leiknu efni og teiknimynd en tilefni útgáfunnar er að fagna upprunalegu myndinni sem kom út árið 1991 og Óskarsverðlaununum og tilnefningunum sem hún hlaut. Þrjátíu ár eru síðan „Fríða og Dýrið“ hlaut tilnefninguna „besta myndin“ á Óskarnum og var það í fyrsta skipti í sögu Óskarsins sem teiknimynd hlaut þá tilnefningu. Leikstjórar verksins á vegum ABC eru Jon Chu og Hamish Hamilton. Hér að ofan má sjá Liza Minnelli og Shirley MacLaine tilkynna sigur lagsins „Be our guest“ úr upprunalegu kvikmyndinni í flokknum „besta lag í kvikmynd" á Óskarsverðlaunahátíðinni 1992. Það eru sömu verðlaun og H.E.R. hlaut fyrir „Fight for you“ árið 2021. Disney Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
H.E.R. vann Óskarsverðlaun fyrir lag sitt „Fight for you“ úr kvikmyndinni „Black Messiah“ árið 2021 en hún hefur einnig unnið fimm Grammy verðlaun. Hún segir að sig hafi alltaf dreymt um að vera Disney prinsessa og nú fái „heimurinn að sjá svarta, filippseyska Fríðu.“ Sérútgáfan verður send út á ABC 15. desember og verður hægt að horfa á hana á streymisveitunni Disney+ þann 16. desember. Variety greinir frá þessu. Myndin verður blanda af leiknu efni og teiknimynd en tilefni útgáfunnar er að fagna upprunalegu myndinni sem kom út árið 1991 og Óskarsverðlaununum og tilnefningunum sem hún hlaut. Þrjátíu ár eru síðan „Fríða og Dýrið“ hlaut tilnefninguna „besta myndin“ á Óskarnum og var það í fyrsta skipti í sögu Óskarsins sem teiknimynd hlaut þá tilnefningu. Leikstjórar verksins á vegum ABC eru Jon Chu og Hamish Hamilton. Hér að ofan má sjá Liza Minnelli og Shirley MacLaine tilkynna sigur lagsins „Be our guest“ úr upprunalegu kvikmyndinni í flokknum „besta lag í kvikmynd" á Óskarsverðlaunahátíðinni 1992. Það eru sömu verðlaun og H.E.R. hlaut fyrir „Fight for you“ árið 2021.
Disney Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira