RÚV og aðgengisstefna Sævar Þór Jónsson skrifar 22. júlí 2022 14:30 Fyrir ekki svo löngu síðan var skipuð svokölluð aðgengisnefnd RÚV sem gaf út aðgengisstefnu Ríkisútvarpsins. Í umræddri aðgengisstefnu er lögð áhersla á að fjölbreytileiki í samfélaginu endurspeglist í miðlum RÚV. Það þýðir meðal annars að RÚV leggur áherslu á og beinlínis hvetur áhugasama um að sækja um störf hjá umræddum miðlum óháð kyni, kyntjáningu, þjóðerni og líkamlegu atgervi. Hér er RÚV sem er félag í ríkiseigu og þar með í eigu landsmanna að tryggja öllum, óháð aðstæðum eða stöðu, möguleika á að taka þátt í starfi innan félagsins. Þetta er jú mjög göfugt markmið hjá stofnun eins og RÚV sem byggir sína fjárhagslegu velferð á opinberum fjárveitingum skattgreiðenda. En þrátt fyrir hin göfugu markmið hinnar ágætu stofnunnar hafa miklar breytingar átt sér stað undir nýrri stjórn. Síðastliðið haust urðu breytingar hjá stofnuninni sem fólust meðal annars í því að táknmálsfréttir, sem höfðu verið við lýði um nærri 40 ára skeið, voru lagðar niður og ný aðferð tekin upp við miðlum frétta til heyrnarlausra. Þar var meðal annars heyrnarlausum einstaklingum sagt upp hjá stofnuninni sem höfðu starfað fyrir RÚV við gerð táknmálsfrétta í 38 ár. Var farið í það að ráða þess í stað einstaklinga með fulla heyrn til þess að táknmálstúlka sjónvarpsfréttir í rauntíma. Var heyrnarlausum einstaklingum sagt upp störfum af þessum sökum. Þessi ákvörðun hafði gífurleg áhrif á líf heyrnarlausra einstaklinga sem höfðu starfað fyrir stofnunina í áratugi og olli miklu fjárhagslegu og tilfinningalegu tjóni. Þetta er sérstaklega slæmt í ljósi þess að um er að ræða einstakling sem eiga ekki auðvelt aðgengi að annarri vinnu en þeirri sem þeir höfðu áður hjá RÚV. Þrátt fyrir göfug markmið stjórnenda RÚV um að greiða leið þeirra sem tilheyra viðkvæmum minnihlutahópum aðgengi að vinnu hjá stofnunni þá hefur lítið áorkast í að finna þeim sem misstu vinnuna við breytingarnar ný hlutverk hjá stofnunni. Ljóst má vera að þeir sem misstu vinnuna vegna umræddra breytinga hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna ákvörðunar RÚV að leggja niður táknmálsfréttir og fá þess í stað einstaklinga sem ekki eru heyrnarlausir og búa ekki við þá skerðingu að vera með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu til að flytja fréttirnar. Umræddur hópur sem missti vinnuna tilheyrir viðkvæmum hópi þar sem þeir líkt og áður sagði eru heyrnarlausir og njóta því sérstakrar verndar. Í 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944 er að finna almenna jafnræðisreglu, þar sem kemur fram að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Ekki er um tæmandi talningu að ræða og orðalagið „stöðu að öðru leyti“ nær til fjölmargra atriða, svo sem heilsufars eða líkamlegs ástands. Þar að auki hefur dómaframkvæmd staðfest að mismunun á grundvelli fötlunar falli undir umrætt ákvæði stjórnarskrárinnar. Einnig er fjallað um bann við mismunun í 13. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. RÚV er þjóðarmiðill sem er ætlað að stuðla að menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi, skv. 1. mgr. 1. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Með því að útiloka umræddan hóp sem fellst í því að segja þeim upp og þá vinnu sem þau hafa stundað síðustu árin á RÚV er verið að koma í veg fyrir þá menningarlegu fjölbreytni sem RÚV á að stuðla að. Það verður heldur ekki framhjá því lítið að þessir einstaklingar tilheyra viðkvæmum hópi fólks og standa nú á móti stóru fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins. Er umræddur hópur því í sérstaklega veikri samningsstöðu gagnvart RÚV og það að RÚV skuli úthýsa slíkum hópi er gífurlega slæmt. Sérstaklega í ljósi þess að fyrirtækið er í eigu íslenska ríkisins sem hefur undirritað og fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Eitt af megin markmiðum samningsins er að tryggja jafnrétti og bann við mismunum á grundvelli fötlunar á öllum sviðum samfélagsins. Í 27. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er svo sérstaklega fjallað um vinnu og starf. Þar er kveðið á um að aðildarríki skulu viðurkenna rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra til vinnu. Líkt og ég hef áður komið inn á þá er RÚV hætt með almennan táknmálsfréttatíma þar sem heyrnarlausir einstaklingar flytja fréttir á táknmáli áður en hinn hefðbundni fréttatími byrjar og þess í stað fá einstaklinga sem ekki búa við heyrnarskerðingar að flytja táknmálsfréttir í rauntíma með hinum hefðbundna fréttatíma Ríkisútvarpsins. Með því er verið að hafa atvinnu af þeim einstaklingum sem búa við samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og þess í stað ráða einstaklinga sem ekki búa við slíkar skerðingar. Það verður ekki framhjá því litið að það hefði verið nær að standa betur að umræddum uppsögnum og tryggja það að við breytingarnar hefði verið tilbúin áætlun sem hefði tekið strax við þannig að störf innan RÚV hefðu verið í boði fyrir þennan hóp, önnur en tilfallandi tímabundin verkefni. Þess í stað hefur þessi hópur verið í óvissu með framhaldið síðan umrædd uppsögn var tilkynnt. RÚV hefur brugðist við gagnrýni vegna umræddra uppsagna með þeim hætti að segja að breytingarnar hafi verið nauðsynlegar og í takt við nútímakröfur og aðgengi að fréttum. Það má auðvitað færa rök fyrir því að svo sé en það breytir ekki þeirri staðreynd að einstaklingar innan þessa hóps hafa ekki fengið ný störf í kjölfar uppsagna og lítið orðið um gefin loforð um úrbætur í þeim efnum. Þá verður að gagnrýna að RÚV hefur haldið því fram að breytingarnar hafi mælst vel fyrir hjá heyrnarlausum. Sú fullyrðing er ekki byggð á formlegri athugun og virðist einungis studd við umsögn aðila sem lét þá skoðun sína í ljós með óformlegum hætti. Hvað sem þessu líður þá er ljóst að það gengur ekki upp að útiloka minnihlutahóp, sem hefur með hollustu og trygglyndi sinnt störfum sínum í áratugi, frá störfum innan stofnunarinnar á sama tíma og því er haldið fram að verið sé að tryggja aðgengi minnihlutahópa að störfum innan stofnunarinnar. Hér fer ekki saman hljóð og mynd í rökstuðningi RÚV. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Jafnréttismál Ríkisútvarpið Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu síðan var skipuð svokölluð aðgengisnefnd RÚV sem gaf út aðgengisstefnu Ríkisútvarpsins. Í umræddri aðgengisstefnu er lögð áhersla á að fjölbreytileiki í samfélaginu endurspeglist í miðlum RÚV. Það þýðir meðal annars að RÚV leggur áherslu á og beinlínis hvetur áhugasama um að sækja um störf hjá umræddum miðlum óháð kyni, kyntjáningu, þjóðerni og líkamlegu atgervi. Hér er RÚV sem er félag í ríkiseigu og þar með í eigu landsmanna að tryggja öllum, óháð aðstæðum eða stöðu, möguleika á að taka þátt í starfi innan félagsins. Þetta er jú mjög göfugt markmið hjá stofnun eins og RÚV sem byggir sína fjárhagslegu velferð á opinberum fjárveitingum skattgreiðenda. En þrátt fyrir hin göfugu markmið hinnar ágætu stofnunnar hafa miklar breytingar átt sér stað undir nýrri stjórn. Síðastliðið haust urðu breytingar hjá stofnuninni sem fólust meðal annars í því að táknmálsfréttir, sem höfðu verið við lýði um nærri 40 ára skeið, voru lagðar niður og ný aðferð tekin upp við miðlum frétta til heyrnarlausra. Þar var meðal annars heyrnarlausum einstaklingum sagt upp hjá stofnuninni sem höfðu starfað fyrir RÚV við gerð táknmálsfrétta í 38 ár. Var farið í það að ráða þess í stað einstaklinga með fulla heyrn til þess að táknmálstúlka sjónvarpsfréttir í rauntíma. Var heyrnarlausum einstaklingum sagt upp störfum af þessum sökum. Þessi ákvörðun hafði gífurleg áhrif á líf heyrnarlausra einstaklinga sem höfðu starfað fyrir stofnunina í áratugi og olli miklu fjárhagslegu og tilfinningalegu tjóni. Þetta er sérstaklega slæmt í ljósi þess að um er að ræða einstakling sem eiga ekki auðvelt aðgengi að annarri vinnu en þeirri sem þeir höfðu áður hjá RÚV. Þrátt fyrir göfug markmið stjórnenda RÚV um að greiða leið þeirra sem tilheyra viðkvæmum minnihlutahópum aðgengi að vinnu hjá stofnunni þá hefur lítið áorkast í að finna þeim sem misstu vinnuna við breytingarnar ný hlutverk hjá stofnunni. Ljóst má vera að þeir sem misstu vinnuna vegna umræddra breytinga hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna ákvörðunar RÚV að leggja niður táknmálsfréttir og fá þess í stað einstaklinga sem ekki eru heyrnarlausir og búa ekki við þá skerðingu að vera með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu til að flytja fréttirnar. Umræddur hópur sem missti vinnuna tilheyrir viðkvæmum hópi þar sem þeir líkt og áður sagði eru heyrnarlausir og njóta því sérstakrar verndar. Í 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944 er að finna almenna jafnræðisreglu, þar sem kemur fram að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Ekki er um tæmandi talningu að ræða og orðalagið „stöðu að öðru leyti“ nær til fjölmargra atriða, svo sem heilsufars eða líkamlegs ástands. Þar að auki hefur dómaframkvæmd staðfest að mismunun á grundvelli fötlunar falli undir umrætt ákvæði stjórnarskrárinnar. Einnig er fjallað um bann við mismunun í 13. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. RÚV er þjóðarmiðill sem er ætlað að stuðla að menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi, skv. 1. mgr. 1. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Með því að útiloka umræddan hóp sem fellst í því að segja þeim upp og þá vinnu sem þau hafa stundað síðustu árin á RÚV er verið að koma í veg fyrir þá menningarlegu fjölbreytni sem RÚV á að stuðla að. Það verður heldur ekki framhjá því lítið að þessir einstaklingar tilheyra viðkvæmum hópi fólks og standa nú á móti stóru fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins. Er umræddur hópur því í sérstaklega veikri samningsstöðu gagnvart RÚV og það að RÚV skuli úthýsa slíkum hópi er gífurlega slæmt. Sérstaklega í ljósi þess að fyrirtækið er í eigu íslenska ríkisins sem hefur undirritað og fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Eitt af megin markmiðum samningsins er að tryggja jafnrétti og bann við mismunum á grundvelli fötlunar á öllum sviðum samfélagsins. Í 27. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er svo sérstaklega fjallað um vinnu og starf. Þar er kveðið á um að aðildarríki skulu viðurkenna rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra til vinnu. Líkt og ég hef áður komið inn á þá er RÚV hætt með almennan táknmálsfréttatíma þar sem heyrnarlausir einstaklingar flytja fréttir á táknmáli áður en hinn hefðbundni fréttatími byrjar og þess í stað fá einstaklinga sem ekki búa við heyrnarskerðingar að flytja táknmálsfréttir í rauntíma með hinum hefðbundna fréttatíma Ríkisútvarpsins. Með því er verið að hafa atvinnu af þeim einstaklingum sem búa við samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og þess í stað ráða einstaklinga sem ekki búa við slíkar skerðingar. Það verður ekki framhjá því litið að það hefði verið nær að standa betur að umræddum uppsögnum og tryggja það að við breytingarnar hefði verið tilbúin áætlun sem hefði tekið strax við þannig að störf innan RÚV hefðu verið í boði fyrir þennan hóp, önnur en tilfallandi tímabundin verkefni. Þess í stað hefur þessi hópur verið í óvissu með framhaldið síðan umrædd uppsögn var tilkynnt. RÚV hefur brugðist við gagnrýni vegna umræddra uppsagna með þeim hætti að segja að breytingarnar hafi verið nauðsynlegar og í takt við nútímakröfur og aðgengi að fréttum. Það má auðvitað færa rök fyrir því að svo sé en það breytir ekki þeirri staðreynd að einstaklingar innan þessa hóps hafa ekki fengið ný störf í kjölfar uppsagna og lítið orðið um gefin loforð um úrbætur í þeim efnum. Þá verður að gagnrýna að RÚV hefur haldið því fram að breytingarnar hafi mælst vel fyrir hjá heyrnarlausum. Sú fullyrðing er ekki byggð á formlegri athugun og virðist einungis studd við umsögn aðila sem lét þá skoðun sína í ljós með óformlegum hætti. Hvað sem þessu líður þá er ljóst að það gengur ekki upp að útiloka minnihlutahóp, sem hefur með hollustu og trygglyndi sinnt störfum sínum í áratugi, frá störfum innan stofnunarinnar á sama tíma og því er haldið fram að verið sé að tryggja aðgengi minnihlutahópa að störfum innan stofnunarinnar. Hér fer ekki saman hljóð og mynd í rökstuðningi RÚV. Höfundur er lögmaður.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun