Dómstólar ákveða hvort Musk skuli kaupa Twitter Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. júlí 2022 19:43 Dómstólar munu nú skera úr um hvort kaup Musk á Twitter þurfi að ganga í gegn. Getty/Matt Cardy Dómstólar í Delaware hafa komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk þurfi að fara fyrir dóm vegna kaupa sinna á Twitter eða hvort hann skuli standa við þau. Í apríl síðastliðnum tilkynnti auðjöfurinn Elon Musk að hann vildi kaupa samfélagsmiðilinn Twitter en hann bauð fram 41 milljarð bandaríkjadala. Hann sagði þá nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. Nú í júlí vildi Musk draga kauptilboð sitt til baka en hann sagði fyrirtækið ekki hafa staðið við kaupsamninginn með því að útvega honum ekki nánari upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum. Twitter sendi honum upplýsingar um fjölda falskra reikninga en Musk dró fjöldann í efa. Twitter ákvað í kjölfarið að höfða mál gegn Musk og sagði hann hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþegin lögum og frjálsan til að skipta um skoðun, „tala illa um fyrirtækið, raska starfsemi þess, draga úr virði þess og ganga á braut.“ Twitter vilji að Musk taki ábyrgð. Í gær komust dómstólar í Delaware að þeirri niðurstöðu að mál Twitter og Musk skuli fara fyrir dóm í október til þess að greiða úr því hvort Musk þurfi að standa við kauptilboð sitt til Twitter eða ekki. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Á meðan réttarhöldum stóð í gær óskaði Twitter eftir því að málið yrði leyst með eins miklum hraða og mögulegt væri. Lögmaður Twitter sagði óvissuna skaða Twitter með hverri mínútunni sem líði. Samfélagsmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Twitter Tesla Bandaríkin Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í apríl síðastliðnum tilkynnti auðjöfurinn Elon Musk að hann vildi kaupa samfélagsmiðilinn Twitter en hann bauð fram 41 milljarð bandaríkjadala. Hann sagði þá nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. Nú í júlí vildi Musk draga kauptilboð sitt til baka en hann sagði fyrirtækið ekki hafa staðið við kaupsamninginn með því að útvega honum ekki nánari upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum. Twitter sendi honum upplýsingar um fjölda falskra reikninga en Musk dró fjöldann í efa. Twitter ákvað í kjölfarið að höfða mál gegn Musk og sagði hann hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþegin lögum og frjálsan til að skipta um skoðun, „tala illa um fyrirtækið, raska starfsemi þess, draga úr virði þess og ganga á braut.“ Twitter vilji að Musk taki ábyrgð. Í gær komust dómstólar í Delaware að þeirri niðurstöðu að mál Twitter og Musk skuli fara fyrir dóm í október til þess að greiða úr því hvort Musk þurfi að standa við kauptilboð sitt til Twitter eða ekki. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Á meðan réttarhöldum stóð í gær óskaði Twitter eftir því að málið yrði leyst með eins miklum hraða og mögulegt væri. Lögmaður Twitter sagði óvissuna skaða Twitter með hverri mínútunni sem líði.
Samfélagsmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Twitter Tesla Bandaríkin Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira