Dómstólar ákveða hvort Musk skuli kaupa Twitter Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. júlí 2022 19:43 Dómstólar munu nú skera úr um hvort kaup Musk á Twitter þurfi að ganga í gegn. Getty/Matt Cardy Dómstólar í Delaware hafa komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk þurfi að fara fyrir dóm vegna kaupa sinna á Twitter eða hvort hann skuli standa við þau. Í apríl síðastliðnum tilkynnti auðjöfurinn Elon Musk að hann vildi kaupa samfélagsmiðilinn Twitter en hann bauð fram 41 milljarð bandaríkjadala. Hann sagði þá nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. Nú í júlí vildi Musk draga kauptilboð sitt til baka en hann sagði fyrirtækið ekki hafa staðið við kaupsamninginn með því að útvega honum ekki nánari upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum. Twitter sendi honum upplýsingar um fjölda falskra reikninga en Musk dró fjöldann í efa. Twitter ákvað í kjölfarið að höfða mál gegn Musk og sagði hann hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþegin lögum og frjálsan til að skipta um skoðun, „tala illa um fyrirtækið, raska starfsemi þess, draga úr virði þess og ganga á braut.“ Twitter vilji að Musk taki ábyrgð. Í gær komust dómstólar í Delaware að þeirri niðurstöðu að mál Twitter og Musk skuli fara fyrir dóm í október til þess að greiða úr því hvort Musk þurfi að standa við kauptilboð sitt til Twitter eða ekki. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Á meðan réttarhöldum stóð í gær óskaði Twitter eftir því að málið yrði leyst með eins miklum hraða og mögulegt væri. Lögmaður Twitter sagði óvissuna skaða Twitter með hverri mínútunni sem líði. Samfélagsmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Twitter Tesla Bandaríkin Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Í apríl síðastliðnum tilkynnti auðjöfurinn Elon Musk að hann vildi kaupa samfélagsmiðilinn Twitter en hann bauð fram 41 milljarð bandaríkjadala. Hann sagði þá nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. Nú í júlí vildi Musk draga kauptilboð sitt til baka en hann sagði fyrirtækið ekki hafa staðið við kaupsamninginn með því að útvega honum ekki nánari upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum. Twitter sendi honum upplýsingar um fjölda falskra reikninga en Musk dró fjöldann í efa. Twitter ákvað í kjölfarið að höfða mál gegn Musk og sagði hann hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþegin lögum og frjálsan til að skipta um skoðun, „tala illa um fyrirtækið, raska starfsemi þess, draga úr virði þess og ganga á braut.“ Twitter vilji að Musk taki ábyrgð. Í gær komust dómstólar í Delaware að þeirri niðurstöðu að mál Twitter og Musk skuli fara fyrir dóm í október til þess að greiða úr því hvort Musk þurfi að standa við kauptilboð sitt til Twitter eða ekki. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Á meðan réttarhöldum stóð í gær óskaði Twitter eftir því að málið yrði leyst með eins miklum hraða og mögulegt væri. Lögmaður Twitter sagði óvissuna skaða Twitter með hverri mínútunni sem líði.
Samfélagsmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Twitter Tesla Bandaríkin Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira