Viðskipti innlent

Búist við að hlut­hafa­fundur Festi dragist á langinn

Árni Sæberg skrifar
Nokkur bið var eftir upphafi fundarins.
Nokkur bið var eftir upphafi fundarins. Stöð 2/Bjarni

Búist er við því að hluthafafundir smásölurisans Festi verði langur þrátt fyrir að aðeins eitt mál sé á dagskrá, stjórnarkjör.

Fréttamaður okkar er á svæðinu og herma heimildir hans að fundurinn verði í lengri kantinum. Fundurinn átti að hefjast klukkan tíu í morgun en hann hófst ekki fyrr en um tuttugu mínútum seinna þar sem mikill fjöldi hluthafa sækir fundinn.

Kosningu er nú lokið og búist er við að talning taki háftíma hið minnsta. Verði kynahlutfall ekki rétt að lokinni talningu verður kosið á ný.

Mikil spenna er í kringum fundinn enda hefur mikill styr staðið um störf núverandi stjórnar eftir brottrekstur Eggerts Þórs Kristóferssonar, fyrrverandi forstjóra félagsins.

Innherji greindi stöðuna fyrir fundinn ítarlega í fyrradag:

Uppfært klukkan 11:25.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×