Bill Gates heitir því að detta af listanum yfir auðugustu menn heims Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2022 10:51 Gates var ríkasti maður heims frá 1995 til 2010 og aftur frá 2013 til 2017. Getty/Wire Image/Taylor Hill Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Bill Gates hefur heitið því enn og aftur að gefa auðæfi sín og segist stefna að því að detta af listum yfir ríkustu einstaklinga veraldar. Eins og stendur er hann í fjórða sæti, á eftir Elon Musk, Jeff Bezos og Bernard Arnault og fjölskyldu. Gates segir það skyldu sína að gefa auð sinn aftur til samfélagsins en eins og kunnugt er auðgaðist hann gríðarlega á því að stofna og eiga tölvufyrirtækið Microsoft. Eignir hans eru nú metnar á um 118 milljarða Bandaríkjadala en hann hyggst nú gefa 20 milljarða til Bill & Melinda Gates Foundation. Um er að ræða góðgerðastofnun sem hann stofnaði með eiginkonu sinni en þau eru nú skilin. Gates sagði á Twitter að stofnunin myndi auka styrkveitingar sínar úr 6 milljörðum á ári í 9 milljarða fyrir árið 2026 vegna nýlegra bakslaga, meðal annars kórónuveirufaraldursins og innrásarinnar í Úkraínu. Although the foundation bears our names, basically half our resources have come from Warren Buffett. His incredible generosity is a huge reason why the foundation has been able to be so ambitious. I can never adequately express how much I appreciate his friendship and guidance. pic.twitter.com/at7MvJKxQv— Bill Gates (@BillGates) July 13, 2022 „Er ég horfi til framtíðar þá hyggst ég gefa næstum allan auð minn til stofnunarinnar. Ég mun færast niður og að lokum af listanum yfir ríkasta fólk heims,“ segir Gates. Bill & Melinda Gates Foundation hefur meðal annars unnið að því að styrkja bóluefnarannsóknir og útrýma sjúkdómum á borð við malaríu. Þá er stofnunin stærsti einkarekni stuðningsaðili Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og aðeins á eftir Bandaríkjunum þegar kemur að fjárstuðningi við WHO. Stofnunin hefur notið mikils stuðnings annars auðjöfurs, Warren Buffet, sem Gates segist hafa lært mikið af. Bandaríkin Microsoft Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Gates segir það skyldu sína að gefa auð sinn aftur til samfélagsins en eins og kunnugt er auðgaðist hann gríðarlega á því að stofna og eiga tölvufyrirtækið Microsoft. Eignir hans eru nú metnar á um 118 milljarða Bandaríkjadala en hann hyggst nú gefa 20 milljarða til Bill & Melinda Gates Foundation. Um er að ræða góðgerðastofnun sem hann stofnaði með eiginkonu sinni en þau eru nú skilin. Gates sagði á Twitter að stofnunin myndi auka styrkveitingar sínar úr 6 milljörðum á ári í 9 milljarða fyrir árið 2026 vegna nýlegra bakslaga, meðal annars kórónuveirufaraldursins og innrásarinnar í Úkraínu. Although the foundation bears our names, basically half our resources have come from Warren Buffett. His incredible generosity is a huge reason why the foundation has been able to be so ambitious. I can never adequately express how much I appreciate his friendship and guidance. pic.twitter.com/at7MvJKxQv— Bill Gates (@BillGates) July 13, 2022 „Er ég horfi til framtíðar þá hyggst ég gefa næstum allan auð minn til stofnunarinnar. Ég mun færast niður og að lokum af listanum yfir ríkasta fólk heims,“ segir Gates. Bill & Melinda Gates Foundation hefur meðal annars unnið að því að styrkja bóluefnarannsóknir og útrýma sjúkdómum á borð við malaríu. Þá er stofnunin stærsti einkarekni stuðningsaðili Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og aðeins á eftir Bandaríkjunum þegar kemur að fjárstuðningi við WHO. Stofnunin hefur notið mikils stuðnings annars auðjöfurs, Warren Buffet, sem Gates segist hafa lært mikið af.
Bandaríkin Microsoft Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira